Fjöldaúrsagnir kvenna úr mannkyninu Jakob Bjarnar skrifar 8. maí 2024 11:57 Enn er gosin upp umræða um hið kynlausa tungumál. Kveikjan er pistill Völu Hafstað, sem beinir spjótum að starfsmönnum (starfsfólki) RÚV en Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur stofnunarinnar vísar því á bug að fyrir liggi tilskipanir af hennar hálfu. Eiríkur Rögnvaldsson er sjaldan langt undan í þessari umræðu og Guðmundur Andri hefur tekið til máls. vísir „Íslenska er orða frjósöm móðir/ekki þarf að sníkja, bræður góðir,“ orti Hjálmar Jónsson frá Bólu. Bræður góðir? Hvar eru systurnar? Góðu? Frjó umræða um tungumálið ætti að vera hið besta mál. En frjó umræða er eitt, ofsafengnar deilur um „hið kynlausa“ tungumál er annað. Þar er meira undir. Enn hafa vaknað deilur um þetta atriði sem íslenskan er. Pistill sem Vala Hafstað, skáld og leiðsögumaður, ritaði og birti á Vísi hefur farið víða. Sá sem hins vegar vill standa vörð um þessa nýbreytni í notkun tungmálsins er Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus sem jafnan tekur til máls þegar þessi umræða er annars vegar. Og sparar sig ekki í því. RÚV-ararnir skæðir í misskilinni jafnréttisbaráttu Vala beinir spjótum að starfsmönnum RÚV sem hún fullyrðir að hafi öðrum fremur tekið þátt í hernaði fyrir hina „kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu“. Hún telur þá vera að misskilja stöðu sína og hlutverk. „Hluti þessarar misskildu jafnréttisbaráttu fréttamannanna felst í því að útrýma orðinu maður hvenær sem færi gefst. Að sama skapi má ekki lengur tala um suma, aðra, flesta eða nokkra í hlutlausri merkingu. Í þessari jafnréttisbaráttu sinni hefur fréttamönnunum, ásamt mörgum valdhöfum og athyglisþyrstum álitsgjöfum (sem þrá að þykja víðsýnir og jafnréttissinnaðir) tekist að innleiða orð á borð við starfsfólk, vísindafólk, björgunarfólk, verkafólk, iðnaðarfólk, flóttafólk o.s.frv. í stað starfsmanna, vísindamanna, björgunarmanna, verkamanna, iðnaðarmanna og flóttamanna.“ Vala segir að í samsettum orðum geti þessi nýjung reynst afar óþjál og valdið því að „munnvatn spýtist í óþægilegu magni milli tanna, eins og þegar talað er um starfsfólksstjóra, eða valdið misskilningi eins og orðið starfsfólksfundur, sem hljómar eins og starfsfólkshundur eða -undur.“ Ótal varnarræður Eiríks Eiríkur hefur gripið til varna nú sem fyrr en hans vettvangur er einkum Facebook-hópurinn Málspjall, sem hann stýrir af miklum myndugleika. Hann hefur, í ljósi mikils áhuga á umræðum um kynhlutleysi í málinu, safnað saman hlekkjum á fimmtíu pistla sem hann hefur skrifað um efnið. Í nýlegum pistli sem hann skrifaði um efnið og birti á Málspjallinu eftir að pistill Völu leit dagsins ljós tekur hann til þrjú dæmi sem hann segir að ættu að leiða menn heim sanninn um að merking orðsins maður á þeim tíma var „karlmaður“ og hin almenna merking „karlar og konur“ víðsfjarri í huga flestra málnotenda. „Þótt Ugla í Atómstöð Halldórs Laxness frá 1948 segði „Ég vil kaupa mér kápu fyrir þá penínga sem ég hef unnið mér inn af því ég er maður“ og „Og konur eru líka menn“ sé haft eftir Laufeyju Valdimarsdóttur, kvenréttindakonu og dóttur Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, var það ekki fyrr en með Rauðsokkunum kringum 1970 sem vígorðið „konur eru líka menn“var sett á oddinn,“ skrifar Eiríkur meðal annars. Fólkúð fyrir mannúð Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur er hins vegar maður hófs. Hann tekur á þessu umfjöllunarefni í morgun og veltir fyrir sér ýmsum hliðum þess. Hann segir vandann í manna/fólks-umræðunni meðal annars þann að lengi vel hafði aðeins eitt kyn verið til á opinberu sviði samfélagsins; karlkynið. Þetta hafi breyst og vilji nú margar konur, einkum þær yngri, ekki láta vísa til sín sem „manna“ heldur fremur sem „fólks“. Eiríkur Rögnvaldsson er ávallt til í að lyfta penna ef einhver kvartar undan því að notað sé orðið fólk í staðinn fyrir maður.vísir/vilhelm „Þetta er samkvæmt þeirri bylgju réttindabaráttunnar sem einbeitir sér að málnotkun daglegs lífs og vill uppræta hvers kyns birtingarmyndir misréttis og fordóma sem þar leynast, sem er góðra gjalda vert, en getur birst í smámunasemi, orðhengilshætti og tilhneigingu til oftúlkunar,“ skrifar Guðmundur Andri. Hann segist hafa séð vel meinandi fólk leggja að jöfnu notkun á meiðandi illyrðum í garð svonefndra minnihlutahópa og svo aftur notkun á orðinu 'maður' í almennri merkingu, eins og tíðkast hefur í íslensku gegnum tíðina. Sjálfur segir Guðmundur Andri sér tamt að nota orðið maður almennt, þannig hafi hann verið alinn upp af móður sinni sem starfaði alla tíð sem fréttamaður, hún hefði ekki gegnt öðru starfsheiti. „Augljós vandkvæði eru á því að afleggja orðið 'maður' í almennri merkingu. Það er skrýtið að fara að tala um 'fólkkynið' - 'fólkúð' fyrir mannúð - 'fólksku' í stað mennsku. Og ekki bara skrýtið heldur óþarft og eiginlega óskiljanlegt.“ Mennirnir elska, missa, gráta og sakna Og rithöfundurinn vitnar í ljóðlínur skáldsins Jóhanns Sigurjónssonar, í einu fegursta erindi íslenskra bókmennta: Sofðu lengi, sofðu rótt seint mun best að vakna, mæðan kenna mun þér fljótt meðan hallar degi skjótt að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. „Fjöldaúrsagnir kvenna úr mannkyninu rýra svo óumræðilega svona línur, að ekki sé minnst á plögg á borð við mannréttinda-yfirlýsingu SÞ þar sem talað er um mennina og réttindi þeirra.“ Guðmundur Andri segir menn ranghvolfa augum, að enn sé farið að ræða þetta þreytta umræðuefni þar sem öll sjónarmið eru löngu komin fram. „En þetta er ekki útrætt og verður ekki útkljáð með einhvers konar tilskipunum eða dilkadrætti, sama hversu fínlega er farið í það.“ Guðmundur Andri lýkur sínu máli á að ekki sé hægt að þvinga neinn til aðildar að mannkyninu, sem ekki finnur sig þar. En umræðan hafi leitt af sér óþarfa skautun. Tvíbent jafnréttisbarátta Eiríkur Rögnvaldsson er fljótur til og segir það útbreiddan misskilning í þessu að öll orð snúist um rótina mann. „Það er strámaður sem andstæðingar kynhlutlauss máls halda mjög á lofti, og segja að það sé rökrétt framhald af andstöðu við „maður“. Það má vel vera að það væri „rökrétt“, en málið er mjög oft ekki rökrétt og ég hef aldrei orðið var við andstöðu við orð eins og „mannkyn“ o.þ.h.“ Guðmundur Andri biðst undan því að vera færður í íhaldsdilk en Margrét Elísabet Ólafsdóttir prófessor hjá Listaháskólanum kemur inn á það sem gerir þessa umræðu tvíbenta fyrir þá sem vilja vera í „rétta liðinu“, ef svo má að orði komast. Hér eru engar klárar línur og baráttan getur reynst öfugsnúin: „Ég er persónulega hlynnt því að konur og kvár geri tilkall til þess að vera menn og þar með fullgildir aðilar að mannkyninu og mennskunni. Það mætti leysa þetta með því að greina þarna á milli með því að nota Maður um allt mannkyn sama hvers kyns einstaklingurinn er. Guðmundur Andri Thorsson vill gjalda varhug við þeirri einstefnu að vilja skipta út orðinu maður og setja inn fólk í staðinn. Hann segir það hreinlega ekki ganga upp.vísir/vilhelm Mannfólk er líka til en mér finnst að fólk nái ekki utan um það að vera Maður sem vísar líka í einstaklinginn en ekki einhvern óskilgreindan hóp af fólki. Hvert og eitt okkar getur verið Maður og getur sýnt mennsku og mannúð en fólk er alltaf hópur. Nema einhver geti sýnt fram á annað.“ Guðmundur Andri leyfir sér að segja að sá sé kjarni málsins. Ekki rétt að RÚV hafi bannað orðið maður Einn útgangspunktur greinar Völu, sem er tilefni þessara skrifa og annarra, er beinlínis rangur. Málfarsráðunautur RÚV heitir Anna Sigríður Þráinsdóttir og hún segir engar fyrirskipanir af hennar hálfu, né annarra, liggja fyrir um málnotkun starfsmanna RÚV. „Það er einhver trú úti í samfélaginu um að ég hafi hreinlega bannað orðið maður og skipað samstarfsfólki mínu að tala í hvoru kyni. Þetta er ekki rétt,“ segir Anna Sigríður. Hún segir það hins vegar svo að sumt af samstarfsfólki sínu á stofnuninni kjósi að draga úr karllægni tungumálsins. „Og það er í fullum rétti til þess. Það er ekkert við það sem gengur gegn reglum málsins eða málkerfinu þó komin sé ákveðin hefð á að nota karlkyn um óskilgreinda blandaða hópa fólks, eða þegar kyn er ekki þekkt.“ Anna Sigríður segir grein Völu hafa snúist um að farið er að sjást í fjölmiðlum almennt, ekki bara hjá RÚV, Palestínufólk og Bandaríkjafólk. Anna Sigríður Þráinsdóttir er málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins og hún segir það einfaldlega rangt að fyrir liggi fyrirskipun frá henni, einhver lína þess efnis að tungmálið verði gert kynlaust.Ragnar Visage „Eiríkur Rögnvaldsson hefur skrifað pistla um þetta þar sem hann sýnir fram á að þetta sé nokkuð gamalt í tungumálinu þó það hafi ekki tíðkast á allra síðustu tímum. Ísraelsfólk, til að mynda, mun vera mjög gamalt og eldra en Ísraelsmenn. Það telst ekki vera nein nýjung en hefur vissulega ekki sést mikið.“ Er ekki handvirkt að breyta málnotkun fólks Anna Sigríður ítrekar að það sé ekki fyrirliggjandi nein skipun, hvorki frá henni né öðrum stjórnendum, að ekki sé notað orðið maður. Það megi sjá ef skoðaðar eru fréttir RÚV, að þar er „maður“ notað alveg hreint og karlkyn í almennri kynhlutlausri merkingu. „Ég er ekki handvirkt að reyna að breyta málnotkun fólks, eða skipa fólki að nota tiltekin orð.“ En hvers vegna er fólk almennt þeirrar skoðunar að þessi sé línan hjá RÚV? „Ég veit það ekki. Ég get ekki svarað því. Ég held að það megi rekja þetta nokkur ár aftur í tímann þegar ég talaði fyrir því að það ætti að breyta þessu en það var í kringum 2017. Þá var haldin ráðstefna sem hét „Mál og kyn“ á Akureyri og var helmikil inngildingarráðstefna.“ Anna Sigríður segir þá ráðstefnu hafa verið áhugaverða og hún hafi breytt miklu um hugsunarhátt hennar gagnvart þessum hlutum. „Ég verð að segja að þó ég sé ekki að boða neina byltingu í þessum efnum né skipa samstarfsfólki mínu fyrir finnst mér skipta miklu máli að við leyfum tungumálinu að þjóna okkur. Að það fái að fylgja þeirri þróun og breytingu í samfélaginu og þetta er einn hluti þess.“ Heiftin blossar upp með reglulegu millibili Hún hafi vissulega boðað ákveðnar breytingar en það sé þá til samræmingar. Eins og þegar tekin var um það ákvörðun að nota Belarús í stað Hvíta-Rússlands, en það hafi verið markviss ákvörðun sem tekin var í samráði við fréttstofu. „En með þetta kynhlutleysi, Palestínufólk eða Palestínumenn, mér finnst að það megi nota þetta jafnvel í sömu frétt. Þó það gangi ekki með Belarús og Hvíta Rússland. En það missir enginn vinnuna við slíkt. Við erum ekki að fara að skera upp neina herör. Þetta er oftast ákvörðun sem við tökum. Ég geri það ekki ein heldur í samráði.“ En hvernig stendur á þessari miklu heift sem er um þessi atriði sem hér hefur verið tæpt á? „Þetta blossar alltaf upp með reglulegu millibili og þá verður mikill stormur í ákveðnum hópum. Palestínufólk? Ég set ekki út á það. Það er ekkert lögmál að þetta eigi að vera „menn“. Þar er engin skylda, en við höfum öll okkar skoðanir á notkun tungumálsins og ef okkur er misboðið viðrum við þá skoðun og fólk er að sjálfsögðu í fullum rétti með það.“ „Það syrgir mig að sjá þetta.“ Anna Sigríður veit sem sagt ekki hvað veldur þessari miklu reiði en öll eigum við eitthvað sem má heita uppáhalds í tungumálinu. „Og þegar okkur finnst keyra um þverbak látum við í okkur heyra. Og gott að fólk láti sig þetta varða,“ segir málfarsráðunautur RÚV. Það á sem sagt ekki fyrir málfarsráðunautnum að liggja að barma sér undan umræðu um tungumálið, þó oft geti sú umræða orðið býsna heiftúðug. Pistill eins og sá sem hér er kveikjan sé alltaf af hinu góða og veki upp umræðu um tungumálið. Anna Sigríður segir málvitund fólks breytast hratt og yngri kynslóðir séu með aðra málkennd en þeir sem eldri eru. „Ég sá til dæmis um daginn: „Það syrgir mig að sjá þetta.“ Ég hef ekki vanist þeirri notkun sagnarinnar að syrgja. Fallstjórn og allt mögulegt er að breytast og yngra fólk lætur ekki segja sér hvernig þetta á að vera.“ Jafnréttismál Íslensk fræði Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Íslensk tunga Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Enn hafa vaknað deilur um þetta atriði sem íslenskan er. Pistill sem Vala Hafstað, skáld og leiðsögumaður, ritaði og birti á Vísi hefur farið víða. Sá sem hins vegar vill standa vörð um þessa nýbreytni í notkun tungmálsins er Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus sem jafnan tekur til máls þegar þessi umræða er annars vegar. Og sparar sig ekki í því. RÚV-ararnir skæðir í misskilinni jafnréttisbaráttu Vala beinir spjótum að starfsmönnum RÚV sem hún fullyrðir að hafi öðrum fremur tekið þátt í hernaði fyrir hina „kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu“. Hún telur þá vera að misskilja stöðu sína og hlutverk. „Hluti þessarar misskildu jafnréttisbaráttu fréttamannanna felst í því að útrýma orðinu maður hvenær sem færi gefst. Að sama skapi má ekki lengur tala um suma, aðra, flesta eða nokkra í hlutlausri merkingu. Í þessari jafnréttisbaráttu sinni hefur fréttamönnunum, ásamt mörgum valdhöfum og athyglisþyrstum álitsgjöfum (sem þrá að þykja víðsýnir og jafnréttissinnaðir) tekist að innleiða orð á borð við starfsfólk, vísindafólk, björgunarfólk, verkafólk, iðnaðarfólk, flóttafólk o.s.frv. í stað starfsmanna, vísindamanna, björgunarmanna, verkamanna, iðnaðarmanna og flóttamanna.“ Vala segir að í samsettum orðum geti þessi nýjung reynst afar óþjál og valdið því að „munnvatn spýtist í óþægilegu magni milli tanna, eins og þegar talað er um starfsfólksstjóra, eða valdið misskilningi eins og orðið starfsfólksfundur, sem hljómar eins og starfsfólkshundur eða -undur.“ Ótal varnarræður Eiríks Eiríkur hefur gripið til varna nú sem fyrr en hans vettvangur er einkum Facebook-hópurinn Málspjall, sem hann stýrir af miklum myndugleika. Hann hefur, í ljósi mikils áhuga á umræðum um kynhlutleysi í málinu, safnað saman hlekkjum á fimmtíu pistla sem hann hefur skrifað um efnið. Í nýlegum pistli sem hann skrifaði um efnið og birti á Málspjallinu eftir að pistill Völu leit dagsins ljós tekur hann til þrjú dæmi sem hann segir að ættu að leiða menn heim sanninn um að merking orðsins maður á þeim tíma var „karlmaður“ og hin almenna merking „karlar og konur“ víðsfjarri í huga flestra málnotenda. „Þótt Ugla í Atómstöð Halldórs Laxness frá 1948 segði „Ég vil kaupa mér kápu fyrir þá penínga sem ég hef unnið mér inn af því ég er maður“ og „Og konur eru líka menn“ sé haft eftir Laufeyju Valdimarsdóttur, kvenréttindakonu og dóttur Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, var það ekki fyrr en með Rauðsokkunum kringum 1970 sem vígorðið „konur eru líka menn“var sett á oddinn,“ skrifar Eiríkur meðal annars. Fólkúð fyrir mannúð Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur er hins vegar maður hófs. Hann tekur á þessu umfjöllunarefni í morgun og veltir fyrir sér ýmsum hliðum þess. Hann segir vandann í manna/fólks-umræðunni meðal annars þann að lengi vel hafði aðeins eitt kyn verið til á opinberu sviði samfélagsins; karlkynið. Þetta hafi breyst og vilji nú margar konur, einkum þær yngri, ekki láta vísa til sín sem „manna“ heldur fremur sem „fólks“. Eiríkur Rögnvaldsson er ávallt til í að lyfta penna ef einhver kvartar undan því að notað sé orðið fólk í staðinn fyrir maður.vísir/vilhelm „Þetta er samkvæmt þeirri bylgju réttindabaráttunnar sem einbeitir sér að málnotkun daglegs lífs og vill uppræta hvers kyns birtingarmyndir misréttis og fordóma sem þar leynast, sem er góðra gjalda vert, en getur birst í smámunasemi, orðhengilshætti og tilhneigingu til oftúlkunar,“ skrifar Guðmundur Andri. Hann segist hafa séð vel meinandi fólk leggja að jöfnu notkun á meiðandi illyrðum í garð svonefndra minnihlutahópa og svo aftur notkun á orðinu 'maður' í almennri merkingu, eins og tíðkast hefur í íslensku gegnum tíðina. Sjálfur segir Guðmundur Andri sér tamt að nota orðið maður almennt, þannig hafi hann verið alinn upp af móður sinni sem starfaði alla tíð sem fréttamaður, hún hefði ekki gegnt öðru starfsheiti. „Augljós vandkvæði eru á því að afleggja orðið 'maður' í almennri merkingu. Það er skrýtið að fara að tala um 'fólkkynið' - 'fólkúð' fyrir mannúð - 'fólksku' í stað mennsku. Og ekki bara skrýtið heldur óþarft og eiginlega óskiljanlegt.“ Mennirnir elska, missa, gráta og sakna Og rithöfundurinn vitnar í ljóðlínur skáldsins Jóhanns Sigurjónssonar, í einu fegursta erindi íslenskra bókmennta: Sofðu lengi, sofðu rótt seint mun best að vakna, mæðan kenna mun þér fljótt meðan hallar degi skjótt að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. „Fjöldaúrsagnir kvenna úr mannkyninu rýra svo óumræðilega svona línur, að ekki sé minnst á plögg á borð við mannréttinda-yfirlýsingu SÞ þar sem talað er um mennina og réttindi þeirra.“ Guðmundur Andri segir menn ranghvolfa augum, að enn sé farið að ræða þetta þreytta umræðuefni þar sem öll sjónarmið eru löngu komin fram. „En þetta er ekki útrætt og verður ekki útkljáð með einhvers konar tilskipunum eða dilkadrætti, sama hversu fínlega er farið í það.“ Guðmundur Andri lýkur sínu máli á að ekki sé hægt að þvinga neinn til aðildar að mannkyninu, sem ekki finnur sig þar. En umræðan hafi leitt af sér óþarfa skautun. Tvíbent jafnréttisbarátta Eiríkur Rögnvaldsson er fljótur til og segir það útbreiddan misskilning í þessu að öll orð snúist um rótina mann. „Það er strámaður sem andstæðingar kynhlutlauss máls halda mjög á lofti, og segja að það sé rökrétt framhald af andstöðu við „maður“. Það má vel vera að það væri „rökrétt“, en málið er mjög oft ekki rökrétt og ég hef aldrei orðið var við andstöðu við orð eins og „mannkyn“ o.þ.h.“ Guðmundur Andri biðst undan því að vera færður í íhaldsdilk en Margrét Elísabet Ólafsdóttir prófessor hjá Listaháskólanum kemur inn á það sem gerir þessa umræðu tvíbenta fyrir þá sem vilja vera í „rétta liðinu“, ef svo má að orði komast. Hér eru engar klárar línur og baráttan getur reynst öfugsnúin: „Ég er persónulega hlynnt því að konur og kvár geri tilkall til þess að vera menn og þar með fullgildir aðilar að mannkyninu og mennskunni. Það mætti leysa þetta með því að greina þarna á milli með því að nota Maður um allt mannkyn sama hvers kyns einstaklingurinn er. Guðmundur Andri Thorsson vill gjalda varhug við þeirri einstefnu að vilja skipta út orðinu maður og setja inn fólk í staðinn. Hann segir það hreinlega ekki ganga upp.vísir/vilhelm Mannfólk er líka til en mér finnst að fólk nái ekki utan um það að vera Maður sem vísar líka í einstaklinginn en ekki einhvern óskilgreindan hóp af fólki. Hvert og eitt okkar getur verið Maður og getur sýnt mennsku og mannúð en fólk er alltaf hópur. Nema einhver geti sýnt fram á annað.“ Guðmundur Andri leyfir sér að segja að sá sé kjarni málsins. Ekki rétt að RÚV hafi bannað orðið maður Einn útgangspunktur greinar Völu, sem er tilefni þessara skrifa og annarra, er beinlínis rangur. Málfarsráðunautur RÚV heitir Anna Sigríður Þráinsdóttir og hún segir engar fyrirskipanir af hennar hálfu, né annarra, liggja fyrir um málnotkun starfsmanna RÚV. „Það er einhver trú úti í samfélaginu um að ég hafi hreinlega bannað orðið maður og skipað samstarfsfólki mínu að tala í hvoru kyni. Þetta er ekki rétt,“ segir Anna Sigríður. Hún segir það hins vegar svo að sumt af samstarfsfólki sínu á stofnuninni kjósi að draga úr karllægni tungumálsins. „Og það er í fullum rétti til þess. Það er ekkert við það sem gengur gegn reglum málsins eða málkerfinu þó komin sé ákveðin hefð á að nota karlkyn um óskilgreinda blandaða hópa fólks, eða þegar kyn er ekki þekkt.“ Anna Sigríður segir grein Völu hafa snúist um að farið er að sjást í fjölmiðlum almennt, ekki bara hjá RÚV, Palestínufólk og Bandaríkjafólk. Anna Sigríður Þráinsdóttir er málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins og hún segir það einfaldlega rangt að fyrir liggi fyrirskipun frá henni, einhver lína þess efnis að tungmálið verði gert kynlaust.Ragnar Visage „Eiríkur Rögnvaldsson hefur skrifað pistla um þetta þar sem hann sýnir fram á að þetta sé nokkuð gamalt í tungumálinu þó það hafi ekki tíðkast á allra síðustu tímum. Ísraelsfólk, til að mynda, mun vera mjög gamalt og eldra en Ísraelsmenn. Það telst ekki vera nein nýjung en hefur vissulega ekki sést mikið.“ Er ekki handvirkt að breyta málnotkun fólks Anna Sigríður ítrekar að það sé ekki fyrirliggjandi nein skipun, hvorki frá henni né öðrum stjórnendum, að ekki sé notað orðið maður. Það megi sjá ef skoðaðar eru fréttir RÚV, að þar er „maður“ notað alveg hreint og karlkyn í almennri kynhlutlausri merkingu. „Ég er ekki handvirkt að reyna að breyta málnotkun fólks, eða skipa fólki að nota tiltekin orð.“ En hvers vegna er fólk almennt þeirrar skoðunar að þessi sé línan hjá RÚV? „Ég veit það ekki. Ég get ekki svarað því. Ég held að það megi rekja þetta nokkur ár aftur í tímann þegar ég talaði fyrir því að það ætti að breyta þessu en það var í kringum 2017. Þá var haldin ráðstefna sem hét „Mál og kyn“ á Akureyri og var helmikil inngildingarráðstefna.“ Anna Sigríður segir þá ráðstefnu hafa verið áhugaverða og hún hafi breytt miklu um hugsunarhátt hennar gagnvart þessum hlutum. „Ég verð að segja að þó ég sé ekki að boða neina byltingu í þessum efnum né skipa samstarfsfólki mínu fyrir finnst mér skipta miklu máli að við leyfum tungumálinu að þjóna okkur. Að það fái að fylgja þeirri þróun og breytingu í samfélaginu og þetta er einn hluti þess.“ Heiftin blossar upp með reglulegu millibili Hún hafi vissulega boðað ákveðnar breytingar en það sé þá til samræmingar. Eins og þegar tekin var um það ákvörðun að nota Belarús í stað Hvíta-Rússlands, en það hafi verið markviss ákvörðun sem tekin var í samráði við fréttstofu. „En með þetta kynhlutleysi, Palestínufólk eða Palestínumenn, mér finnst að það megi nota þetta jafnvel í sömu frétt. Þó það gangi ekki með Belarús og Hvíta Rússland. En það missir enginn vinnuna við slíkt. Við erum ekki að fara að skera upp neina herör. Þetta er oftast ákvörðun sem við tökum. Ég geri það ekki ein heldur í samráði.“ En hvernig stendur á þessari miklu heift sem er um þessi atriði sem hér hefur verið tæpt á? „Þetta blossar alltaf upp með reglulegu millibili og þá verður mikill stormur í ákveðnum hópum. Palestínufólk? Ég set ekki út á það. Það er ekkert lögmál að þetta eigi að vera „menn“. Þar er engin skylda, en við höfum öll okkar skoðanir á notkun tungumálsins og ef okkur er misboðið viðrum við þá skoðun og fólk er að sjálfsögðu í fullum rétti með það.“ „Það syrgir mig að sjá þetta.“ Anna Sigríður veit sem sagt ekki hvað veldur þessari miklu reiði en öll eigum við eitthvað sem má heita uppáhalds í tungumálinu. „Og þegar okkur finnst keyra um þverbak látum við í okkur heyra. Og gott að fólk láti sig þetta varða,“ segir málfarsráðunautur RÚV. Það á sem sagt ekki fyrir málfarsráðunautnum að liggja að barma sér undan umræðu um tungumálið, þó oft geti sú umræða orðið býsna heiftúðug. Pistill eins og sá sem hér er kveikjan sé alltaf af hinu góða og veki upp umræðu um tungumálið. Anna Sigríður segir málvitund fólks breytast hratt og yngri kynslóðir séu með aðra málkennd en þeir sem eldri eru. „Ég sá til dæmis um daginn: „Það syrgir mig að sjá þetta.“ Ég hef ekki vanist þeirri notkun sagnarinnar að syrgja. Fallstjórn og allt mögulegt er að breytast og yngra fólk lætur ekki segja sér hvernig þetta á að vera.“
Jafnréttismál Íslensk fræði Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Íslensk tunga Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira