„Ekkert sjálfgefið að valta yfir lið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. maí 2024 21:50 Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega ánægður með frammistöðu íslenska liðsins í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er eitthvað sem þú reiknar ekki með sem þjálfari,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sannkallaðan stórsigur gegn Eistum í kvöld, 50-25. „Ég vildi vinna leikinn stórt og ég vildi fara með gott forskot úr í seinni leikinn, en 25 mörk er kannski aðeins meira en ég reiknaði með,“ bætti Snorri við. „Við byrjuðum betur en þeir og héldum svo bara áfram, en það er ekkert sjálfgefið að valta yfir lið. Ég er ánægður með mitt lið og ég er ánægður með strákana, einbeitinguna í byrjun og við töluðum um það að gefa þeim aldrei smjörþefinn af einu eða neinu og við gerðum það. Við byrjuðum leikinn frábærlega og gáfum tóninn og svo bara héldum við áfram.“ Hann segir það einnig ekki sjálfgefið að halda ákefðinni í liðinu allann leikinn líkt og íslenska liðið gerði í kvöld. „Það hefur margoft gerst að lið slaka á, en við bara gerðum það ekki. Við töluðum um það í hálfleik að við vildum bæta í og bæta við forkotið og reyna að fara eins langt með að klára þetta einvígi í þessum leik eins og hægt var. Ég er bara ánægður með það og ég er ánægður með einbeitinguna í liðinu, kraftinn og vinnusemina sem þeir settu í leikinn.“ Snorri nýtti tækifærið í leiknum til að prófa einhverjar nýjungar og mátti til að mynda sjá Viggó Kristjánsson spila stóran hluta leiksins á miðju. „Ég nálgaðist leikinn ekki þannig að ég væri að fara að prófa einhverja hluti. Ég leit bara á þetta sem hindrun í að komast á HM og fyrir mér var þetta bara alvöru leikur sem ég vildi vinna og ég vildi vinna hann eins stórt og mögulegt var.“ „Þetta snýst ekki um einhverja tilraunastarfsemi. Ég hef leikið mér með þetta á æfingum og þetta hefur komið vel út. Svo þessi meiðsli koma upp þá var upplagt að prófa þetta. Viggó getur þetta og gerir þetta í sínu liði og þetta er eitthvað sem við getum leitað í ef á þarf að halda.“ Að lokum segist Snorri ekki hafa áhyggjur af því að hann þurfi að hafa mikið fyrir því að koma mönnum í gírinn fyrir leikinn gegn Eistum ytra á laugardaginn, þrátt fyrir þennan risasigur. „Auðvitað er auðvelt að halla sér aðeins aftur og halda að þetta sé komið og allt svoleiðis, en á sama tíma eru dagarnir sem við höfum með landsliðinu ekki margir og við þurfum að nýta það. Við þurfum bara að bera virðingu fyrir því verkefni og það væri bara lélegt að fara út og skila einhverri slakari frammistöðu þar. Þetta er landsleikur og við erum að spila fyrir Ísland. Ég vil bara fá frammistöðu frá mínum leikmönnum,“ sagði Snorri að lokum. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. 8. maí 2024 22:19 Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima Sjá meira
„Ég vildi vinna leikinn stórt og ég vildi fara með gott forskot úr í seinni leikinn, en 25 mörk er kannski aðeins meira en ég reiknaði með,“ bætti Snorri við. „Við byrjuðum betur en þeir og héldum svo bara áfram, en það er ekkert sjálfgefið að valta yfir lið. Ég er ánægður með mitt lið og ég er ánægður með strákana, einbeitinguna í byrjun og við töluðum um það að gefa þeim aldrei smjörþefinn af einu eða neinu og við gerðum það. Við byrjuðum leikinn frábærlega og gáfum tóninn og svo bara héldum við áfram.“ Hann segir það einnig ekki sjálfgefið að halda ákefðinni í liðinu allann leikinn líkt og íslenska liðið gerði í kvöld. „Það hefur margoft gerst að lið slaka á, en við bara gerðum það ekki. Við töluðum um það í hálfleik að við vildum bæta í og bæta við forkotið og reyna að fara eins langt með að klára þetta einvígi í þessum leik eins og hægt var. Ég er bara ánægður með það og ég er ánægður með einbeitinguna í liðinu, kraftinn og vinnusemina sem þeir settu í leikinn.“ Snorri nýtti tækifærið í leiknum til að prófa einhverjar nýjungar og mátti til að mynda sjá Viggó Kristjánsson spila stóran hluta leiksins á miðju. „Ég nálgaðist leikinn ekki þannig að ég væri að fara að prófa einhverja hluti. Ég leit bara á þetta sem hindrun í að komast á HM og fyrir mér var þetta bara alvöru leikur sem ég vildi vinna og ég vildi vinna hann eins stórt og mögulegt var.“ „Þetta snýst ekki um einhverja tilraunastarfsemi. Ég hef leikið mér með þetta á æfingum og þetta hefur komið vel út. Svo þessi meiðsli koma upp þá var upplagt að prófa þetta. Viggó getur þetta og gerir þetta í sínu liði og þetta er eitthvað sem við getum leitað í ef á þarf að halda.“ Að lokum segist Snorri ekki hafa áhyggjur af því að hann þurfi að hafa mikið fyrir því að koma mönnum í gírinn fyrir leikinn gegn Eistum ytra á laugardaginn, þrátt fyrir þennan risasigur. „Auðvitað er auðvelt að halla sér aðeins aftur og halda að þetta sé komið og allt svoleiðis, en á sama tíma eru dagarnir sem við höfum með landsliðinu ekki margir og við þurfum að nýta það. Við þurfum bara að bera virðingu fyrir því verkefni og það væri bara lélegt að fara út og skila einhverri slakari frammistöðu þar. Þetta er landsleikur og við erum að spila fyrir Ísland. Ég vil bara fá frammistöðu frá mínum leikmönnum,“ sagði Snorri að lokum.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. 8. maí 2024 22:19 Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Eistland 50-25 | Stigu bensínið í botn frá fyrstu mínútu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Eistum í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2025. Lokatölur 50-25, en seinni leikur liðanna fer fram í Eistlandi á laugardaginn. 8. maí 2024 22:19