Skilja má auglýsinguna sem svo að iPadinn hafi gert þessa hluti úrelta en hann birtist eins og bjargvætturinn þegar eyðileggingin er yfirstaðinn, undir orðunum „Öflugasti iPadinn er einnig sá þynnsti“.
Það var Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, sem deildi auglýsingunni á Twitter þar sem hann skoraði á fólk að ímynda sér hvað væri hægt að skapa með nýja töfratækinu.
Meet the new iPad Pro: the thinnest product we’ve ever created, the most advanced display we’ve ever produced, with the incredible power of the M4 chip. Just imagine all the things it’ll be used to create. pic.twitter.com/6PeGXNoKgG
— Tim Cook (@tim_cook) May 7, 2024
Það var hins vegar fjarri hugum margra, sem þótti síður en svo sniðugt að gefa í skyn að listhneigð mannanna yrði fullnægt með þessari nýjustu afurð Apple.
Leikarinn Hugh Grant var þeirra á meðal og sagði á Twitter að auglýsingin endurspeglaði tortímingu mennskunnar, í boði Kísildals. Þá sagði kvikmyndagerðakonan Justine Bateman að gervigreind og tæknin almennt miðuðu nú að því að eyðileggja listirnar og samfélagið almennt.
Eins og fyrr segir brást Apple við gagnrýninni með því að biðjast afsökunar. Talsmaður þess sagði sköpunargáfuna innbyggða í erfðaefni fyrirtækisins og vörum þess væri ætlað að valdefla skapandi einstaklinga út um allan heim.
Auglýsingin er enn á samfélagsmiðlum en fregnir herma að hún muni ekki birtast í sjónvarpi.