Þá hafði frammistaðan meiri áhrif á fólk með meiri menntun en fólk með minni.
Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúls Gallup en sextán prósent svarenda sögðu kappræðurnar hafa haft mikil áhrif á hug þeirra. Ríflega 44 prósent sögðu áhrifin nokkur og þá sögðu 24 prósent áhrifin lítil. Sextán prósent sögðu áhrifin engin.
Um átta af hverjum tíu sem myndu kjósa Höllu Tómasdóttur sögðu kappræðurnar hafa haft mikil áhrif á þau og hvernig þau munu kjósa. Aðeins 34 prósent þeirra sem myndu kjósa Höllu Hrund sögðu kappræðurnar áhrifamiklar.
Ný könnun Gallup sem birt var í gær sýndi að fylgi Höllu Hrundar fór úr 36 prósentum í 25. Þá gefur hún til kynna að fylgi Höllu Tómasdóttur hafi aukist úr fjórum í ellefu prósent.
Niðurstöðurnar um áhrif kappræðnanna eru í samræmi við það.