Illa orðað samningsákvæði varð KA að falli Valur Páll Eiríksson skrifar 15. maí 2024 11:05 Arnar Grétarsson er í dag þjálfari Vals og var í viðræðum við félagið undir lok tímabilsins 2022. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Óvandvirkni við samningagerð virðist hafa reynst KA dýrkeypt í dómsmáli liðsins og Arnars Grétarssonar, fyrrum þjálfara liðsins, ef rýnt er í dóm Héraðsdóms. KA var í gær dæmt til að greiða Arnari tæpar níu milljónir í vangoldin laun vegna samningsákvæðis sem sneri að bónusgreiðslum. Deilan sneri að ákvæði sem sagði til um að Arnar ætti rétt á einum tíunda hluta af Evróputekjum KA. Vísir hefur dóminn undir höndum. Samningsákvæðið sem deilt var um var eftirfarandi: „Tryggi KA sér þátttökurétt fær þjálfari sem nemur 10% af allri þeirri fjárhæð sem félag fær greitt frá UEFA vegna þátttöku í Evrópukeppni. Þetta á eingöngu við það fjármagn sem er vegna leikjanna, en nær ekki til ferðagreiðslna eða þeirra greiðslna sem eru óháðar leikjum í Evrópukeppni.“ Deilumálin vegna ákvæðisins sneru að stærstum hluta um tvennt. Í fyrsta lagi var deilt um hvort Arnar hafi verið þjálfari liðsins þegar það tryggði sér sæti í Evrópukeppni með árangri þess sumarið 2022. Arnar var þjálfari KA í fyrstu 22 deildarleikjum sumarsins en samkvæmt dómnum var hann settur í einhliða leyfi af KA þegar komið var í síðustu fimm leikina í úrslitakeppninni, þegar Hallgrímur Jónasson tók við stjórnartaumunum. Arnar var skikkaður í leyfið vegna viðræðna hans við annað félag, Val, sem hann tók við að tímabilinu loknu. Samkvæmt dómi felldi KA ekki niður rétt Arnars til bónusgreiðslna með því að afþakka starfskrafta hans í síðustu fimm leikjunum. Ekki fallist á rök um trúnaðarbrest KA færði fyrir rétti rök fyrir því að um trúnaðarbrest væri að ræða af hálfu Arnars að ræða við annað félag meðan hann var samningsbundinn KA. Það var ekki fallist á þar sem Arnar hefði fyrir það ýtt eftir viðræðum um nýjan samning við KA, það hafi dregist á langinn vegna efasemda innan stjórnar KA. Það þyki eðlilegt að Arnar hafi rætt við Val þar sem hann átti aðeins mánuð eftir af samningi sínum við KA á þeim tímapunkti. Hann hafi að auki upplýst KA um viðræðurnar við Val. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, hafi þá fyrir dómi sagt „alþekkt“ að þjálfarar ættu í samningaviðræðum undir lok leiktíða. „Ekkert í samningi aðila takmarkaði frelsi stefnanda til þess að bregðast við sýndum áhuga annars félags á starfskröftum hans (…) Er það því niðurstaða dómsins að stefnandi hafi verið þjálfari KA í skilningi ákvæðisins þegar félagið tryggði sér þátttökurétt í Evrópukeppninni,“ segir í dómnum. Í öðru lagi snýst deilan um setninguna: „fær þjálfari sem nemur 10% af allri þeirri fjárhæð sem félag fær greitt frá UEFA vegna þátttöku í Evrópukeppni“. KA-menn vildu meina að Arnar ætti rétt á greiðslum fyrir það að koma liðinu í Evrópukeppni en ekki árangurinn sem náðist þegar í hana var komið sumarið 2023, en KA komst alla leið í þriðju umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Ákvæðið skýrt Samkvæmt dómi fæst ekki annað skilið úr setningunni en að ákvæðið eigi við um allar þær greiðslur sem KA fær frá UEFA vegna þátttöku í Evrópukeppninni. Í dómnum segir: „Að mati dómsins er ekkert í orðalagi ákvæðisins sem rennir stoðum undir þann skilning stefnda að rétturinn takmarkist við greiðslur vegna fyrstu umferðar Evrópukeppninnar. Þvert á móti er sérstaklega tekið fram að 10% skuli vera af allri þeirri fjárhæð sem félagið fái greitt fyrir þátttöku í keppninni. Verður það ekki skýrt á annan veg en að þar sé átt við heildargreiðslur UEFA til félagsins fyrir þátttöku í keppninni.“ Hafi KA viljað takmarka rétt Arnars til greiðslna við fyrstu umferðina hefði þurft að taka það fram í samningnum. Því refsast KA fyrir það að hafa ekki tilgreint um slíkt í samningnum. KA fékk frá UEFA 850 þúsund evrur vegna þátttöku liðsins í Evrópukeppnum sambandsins sumarið 2023. Skýrt var að 300 þúsund af þeim voru eyrnamerktar ferðakostnaði, hundrað þúsund fyrir hverja umferð sem KA tók þátt í. KA fékk því 550 þúsund evrur frá UEFA fyrir þátttökuna ef ferðakostnaður er dreginn frá. Í samræmi við það var KA skylt að greiða Arnari 55 þúsund evrur, tíu prósent af þeim 550 þúsund evrum sem KA hlaut frá UEFA. Það gerir 7.969.500 krónur og ofan á það bættust 10,17 prósenta orlofshlutfall. KA var því gert að greiða Arnari 8.779.998 krónur, auk dráttarvaxta og tveggja milljón króna málskostnað. Ekki liggur fyrir hvort KA hyggist áfrýja dómnum. Íslenski boltinn Fótbolti KA Besta deild karla Dómsmál Dómstólar Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Leik lokið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Deilan sneri að ákvæði sem sagði til um að Arnar ætti rétt á einum tíunda hluta af Evróputekjum KA. Vísir hefur dóminn undir höndum. Samningsákvæðið sem deilt var um var eftirfarandi: „Tryggi KA sér þátttökurétt fær þjálfari sem nemur 10% af allri þeirri fjárhæð sem félag fær greitt frá UEFA vegna þátttöku í Evrópukeppni. Þetta á eingöngu við það fjármagn sem er vegna leikjanna, en nær ekki til ferðagreiðslna eða þeirra greiðslna sem eru óháðar leikjum í Evrópukeppni.“ Deilumálin vegna ákvæðisins sneru að stærstum hluta um tvennt. Í fyrsta lagi var deilt um hvort Arnar hafi verið þjálfari liðsins þegar það tryggði sér sæti í Evrópukeppni með árangri þess sumarið 2022. Arnar var þjálfari KA í fyrstu 22 deildarleikjum sumarsins en samkvæmt dómnum var hann settur í einhliða leyfi af KA þegar komið var í síðustu fimm leikina í úrslitakeppninni, þegar Hallgrímur Jónasson tók við stjórnartaumunum. Arnar var skikkaður í leyfið vegna viðræðna hans við annað félag, Val, sem hann tók við að tímabilinu loknu. Samkvæmt dómi felldi KA ekki niður rétt Arnars til bónusgreiðslna með því að afþakka starfskrafta hans í síðustu fimm leikjunum. Ekki fallist á rök um trúnaðarbrest KA færði fyrir rétti rök fyrir því að um trúnaðarbrest væri að ræða af hálfu Arnars að ræða við annað félag meðan hann var samningsbundinn KA. Það var ekki fallist á þar sem Arnar hefði fyrir það ýtt eftir viðræðum um nýjan samning við KA, það hafi dregist á langinn vegna efasemda innan stjórnar KA. Það þyki eðlilegt að Arnar hafi rætt við Val þar sem hann átti aðeins mánuð eftir af samningi sínum við KA á þeim tímapunkti. Hann hafi að auki upplýst KA um viðræðurnar við Val. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, hafi þá fyrir dómi sagt „alþekkt“ að þjálfarar ættu í samningaviðræðum undir lok leiktíða. „Ekkert í samningi aðila takmarkaði frelsi stefnanda til þess að bregðast við sýndum áhuga annars félags á starfskröftum hans (…) Er það því niðurstaða dómsins að stefnandi hafi verið þjálfari KA í skilningi ákvæðisins þegar félagið tryggði sér þátttökurétt í Evrópukeppninni,“ segir í dómnum. Í öðru lagi snýst deilan um setninguna: „fær þjálfari sem nemur 10% af allri þeirri fjárhæð sem félag fær greitt frá UEFA vegna þátttöku í Evrópukeppni“. KA-menn vildu meina að Arnar ætti rétt á greiðslum fyrir það að koma liðinu í Evrópukeppni en ekki árangurinn sem náðist þegar í hana var komið sumarið 2023, en KA komst alla leið í þriðju umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Ákvæðið skýrt Samkvæmt dómi fæst ekki annað skilið úr setningunni en að ákvæðið eigi við um allar þær greiðslur sem KA fær frá UEFA vegna þátttöku í Evrópukeppninni. Í dómnum segir: „Að mati dómsins er ekkert í orðalagi ákvæðisins sem rennir stoðum undir þann skilning stefnda að rétturinn takmarkist við greiðslur vegna fyrstu umferðar Evrópukeppninnar. Þvert á móti er sérstaklega tekið fram að 10% skuli vera af allri þeirri fjárhæð sem félagið fái greitt fyrir þátttöku í keppninni. Verður það ekki skýrt á annan veg en að þar sé átt við heildargreiðslur UEFA til félagsins fyrir þátttöku í keppninni.“ Hafi KA viljað takmarka rétt Arnars til greiðslna við fyrstu umferðina hefði þurft að taka það fram í samningnum. Því refsast KA fyrir það að hafa ekki tilgreint um slíkt í samningnum. KA fékk frá UEFA 850 þúsund evrur vegna þátttöku liðsins í Evrópukeppnum sambandsins sumarið 2023. Skýrt var að 300 þúsund af þeim voru eyrnamerktar ferðakostnaði, hundrað þúsund fyrir hverja umferð sem KA tók þátt í. KA fékk því 550 þúsund evrur frá UEFA fyrir þátttökuna ef ferðakostnaður er dreginn frá. Í samræmi við það var KA skylt að greiða Arnari 55 þúsund evrur, tíu prósent af þeim 550 þúsund evrum sem KA hlaut frá UEFA. Það gerir 7.969.500 krónur og ofan á það bættust 10,17 prósenta orlofshlutfall. KA var því gert að greiða Arnari 8.779.998 krónur, auk dráttarvaxta og tveggja milljón króna málskostnað. Ekki liggur fyrir hvort KA hyggist áfrýja dómnum.
Íslenski boltinn Fótbolti KA Besta deild karla Dómsmál Dómstólar Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Leik lokið: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira