Eins og fram hefur komið var myndin ein af opnunarmyndum hátíðarinnar og sýnd í flokknum Official Selection, Un Certain Regard. Flokkurinn er í aðalkeppni hátíðarinnar og gengu aðstandendur myndarinnar rauða dregilinn fyrir heimsfrumsýninguna.
Leikararnir féllust svo í faðma eftir sýninguna, enda átakanleg en falleg saga sem þau sögðu. Myndin gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússibanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr.
Leikarar eru Elín Hall, Mikael Kaaber, Katla Njálsdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Ágúst Wigum og Baldur Einarsson. Rúnar Rúnarsson skrifar handrit myndarinnar, leikstýrir og framleiðir ásamt Heather Millard.