Áfall þegar samskipti Katrínar og Kára voru birt Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 19. maí 2024 12:25 „Maður missir eiginlega fæturna þegar maður fær ekki stuðning hjá sínum eigin stjórnvöldum,“ segir Helga um bréf Katrínar til Kára. Vísir Helga Þórisdóttir segist muna mjög vel eftir föstudeginum fjórtánda janúar 2022, eins og það hafi gerst í gær, þegar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, birti samskipti hans við Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra. „Ég hef notað orðið áfall, og það er eiginlega bara nákvæmlega það sem gerðist,“ segir Helga í samtali við fréttastofu. „Ég get sagt þér það að tilfinningin þegar forsætisráðherra í manns eigin landi ákveður að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en að styðja við stofnunina sína það var alveg gríðarlegt sjokk. Þarna var þetta svo ofboðslega viðkvæmt því að þarna var forstjóri þessa sterka fyrirtækis búinn að hóta Persónuvernd málshöfðun,“ segir Helga. Sjá einnig: Segir Helgu fara með rangt mál Þessi samskipti rata nú aftur til umfjöllunar, meðal annars vegna þess að bæði Helga og Katrín eru í forsetaframboði. Kári, sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við Katrínu, vill meina að ráðherrann hafi ekki verið að styðja einkafyrirtæki frekar en Persónuvernd, heldur hafi hún verið að styðja sóttvarnalækni og fólkið í landinu. Þetta kom fram í tilkynningu frá honum. Samskipti Kára og Katrínar sem hér eru til umfjöllunar voru síðar gerð opinber í heild sinni á vef stjórnarráðsins. Kári skrifaði í fyrstu opið bréf á Vísi þar sem hann fór fram á að ríkisstjórnin myndi lýsa vanþóknun sinni á ákvörðun Persónuverndar. Katrín svaraði honum með bréfi og sagði að Persónuvernd væri sjálfstæð stofnun sem starfaði á grundvelli laga. Helga segir að sér hafi fundist það svar í lagi. „Potar í hana eins og honum einum er lagið“ Þessu bréfi svaraði Kári og sagðist hissa á því að engan stuðning væri að finna í bréfi Katrínar. Aftur sagðist hann vilja að ríkisstjórnin myndi lýsa vanþóknun sinni á ákvörðun Persónuverndar. „Hann potar í hana eins og honum einum er lagið,“ segir Helga um þetta svar Kára. Í öðru bréfi Katrínar áréttaði hún að úrskurður Persónuverndar hefði komið sér mjög á óvart. Hún væri sammála mati sóttvarnalæknis að umrædd vinnsla persónuupplýsinga hafi verið hluti af opinberum sóttvarnaráðstöfunum. „Það er svarið sem allt þetta snýst um,“ segir Helga. Missir fæturna þegar stjórnvöld styðji ekki stofnanir sínar „Það að hún skyldi hoppa á hans vagn og veita honum byr undir báða vængi með því að segja: „Já það hlýtur að vera eitthvað meira til í þínum málflutningi,“ - heldur en í málflutningi þeirra sem starfa af heilindum hjá Persónuvernd. Maður missir eiginlega fæturna þegar maður fær ekki stuðning hjá sínum eigin stjórnvöldum.“ Þess má geta að í tilkynningu sinni sagði Kári að hann hefði ekki hótað málshöfðun, heldur sagst ætla í mál sem hann og gerði. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Persónuverndar úr gildi. Helga segir að niðurstöðunni hafi verið áfrýjað til Landsréttar þar sem málið bíði nú. Helga segir Katrínu aldrei hafa verið í samskiptum við hana vegna málsins. „Hvorki fyrr né síðar.“ Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Sjá meira
„Ég hef notað orðið áfall, og það er eiginlega bara nákvæmlega það sem gerðist,“ segir Helga í samtali við fréttastofu. „Ég get sagt þér það að tilfinningin þegar forsætisráðherra í manns eigin landi ákveður að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en að styðja við stofnunina sína það var alveg gríðarlegt sjokk. Þarna var þetta svo ofboðslega viðkvæmt því að þarna var forstjóri þessa sterka fyrirtækis búinn að hóta Persónuvernd málshöfðun,“ segir Helga. Sjá einnig: Segir Helgu fara með rangt mál Þessi samskipti rata nú aftur til umfjöllunar, meðal annars vegna þess að bæði Helga og Katrín eru í forsetaframboði. Kári, sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við Katrínu, vill meina að ráðherrann hafi ekki verið að styðja einkafyrirtæki frekar en Persónuvernd, heldur hafi hún verið að styðja sóttvarnalækni og fólkið í landinu. Þetta kom fram í tilkynningu frá honum. Samskipti Kára og Katrínar sem hér eru til umfjöllunar voru síðar gerð opinber í heild sinni á vef stjórnarráðsins. Kári skrifaði í fyrstu opið bréf á Vísi þar sem hann fór fram á að ríkisstjórnin myndi lýsa vanþóknun sinni á ákvörðun Persónuverndar. Katrín svaraði honum með bréfi og sagði að Persónuvernd væri sjálfstæð stofnun sem starfaði á grundvelli laga. Helga segir að sér hafi fundist það svar í lagi. „Potar í hana eins og honum einum er lagið“ Þessu bréfi svaraði Kári og sagðist hissa á því að engan stuðning væri að finna í bréfi Katrínar. Aftur sagðist hann vilja að ríkisstjórnin myndi lýsa vanþóknun sinni á ákvörðun Persónuverndar. „Hann potar í hana eins og honum einum er lagið,“ segir Helga um þetta svar Kára. Í öðru bréfi Katrínar áréttaði hún að úrskurður Persónuverndar hefði komið sér mjög á óvart. Hún væri sammála mati sóttvarnalæknis að umrædd vinnsla persónuupplýsinga hafi verið hluti af opinberum sóttvarnaráðstöfunum. „Það er svarið sem allt þetta snýst um,“ segir Helga. Missir fæturna þegar stjórnvöld styðji ekki stofnanir sínar „Það að hún skyldi hoppa á hans vagn og veita honum byr undir báða vængi með því að segja: „Já það hlýtur að vera eitthvað meira til í þínum málflutningi,“ - heldur en í málflutningi þeirra sem starfa af heilindum hjá Persónuvernd. Maður missir eiginlega fæturna þegar maður fær ekki stuðning hjá sínum eigin stjórnvöldum.“ Þess má geta að í tilkynningu sinni sagði Kári að hann hefði ekki hótað málshöfðun, heldur sagst ætla í mál sem hann og gerði. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Persónuverndar úr gildi. Helga segir að niðurstöðunni hafi verið áfrýjað til Landsréttar þar sem málið bíði nú. Helga segir Katrínu aldrei hafa verið í samskiptum við hana vegna málsins. „Hvorki fyrr né síðar.“
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Sjá meira