„Viðurkenning á því að þetta er blaðamennska sem hann var að stunda“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. maí 2024 21:01 Kristinn Hrafnsson var viðstaddur réttarhöldin í dag og lýsti andrúmsloftinu í salnum sem rafmögnuðu. Chris J Ratcliffe/Getty Ákvörðun dómstóls í Bretlandi um framsal Julian Assange til Bandaríkjanna markar kaflaskil í máli blaðamannsins að mati ritstjóra WikiLeaks Áfrýjunarbeiðni Assange var síðasti möguleiki hans til að stöðva framsal sitt til Bandaríkjanna, þar sem hann á yfir höfði sér ákæru í sautján liðum og 175 ára fangelsisdóm fyrir njósnir. „Þetta hefði getað endað í dag og hann framseldur. Þess í stað þá ákvað dómurinn að gefa honum leyfi til áfrýjunar á ákaflega mikilvægum forsendum, það er að segja á þeim forsendum og hætta sé á því að Julian fái ekki að njóta verndar eins og aðrir blaðamenn á grundvelli fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem er nokkurs konar verndarskjöldur blaðamanna,“ segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks. Ákvörðunin hafi markað kaflaskil enda í fyrsta sinn sem tekist er á um efnisatriði málsins. „Þau féllu honum í vil og í þessu felst viðurkenning á því að þetta er blaðamennska sem hann var að stunda og þar með er verið að ákæra einhvern fyrir að stunda blaðamennsku.“ Kristinn var staddur í réttarsalnum og segir að andrúmsloftið hafi verið rafmagnað. Þegar kom að því að lesa upp úrskurðarorðin hafi dómari áréttað að engin frammíköll yrðu leyfð og hélt Kristinn þá að málið hefði farið á versta veg. „En hið þveröfuga varð ofan á, þannig þetta var sigur.“ Lokaður inni í fimm ár Assange var ekki viðstaddur réttarhöldin enda hefur heilsu hans hrakað. „Skal svo sem engan undra eftir að hafa verið lokaður inni í varðhaldi í fimm ár í mesta öryggisfangelsi Bretlands. Það er ekki nokkurt fordæmi fyrir því að einhver hafi setið í varðhaldi við slíkar aðstæður svona lengi hér í Bretlandi.“ Assange hafi sagt niðurstöðuna mikinn létti þegar Stella eiginkona hans færði honum fréttirnar í dag. „Við vonum núna að þegar hann er kominn með þetta áfrýjunarleyfi að það verði loksins liðkað til og hann fái að ganga laus á meðan hann undirbýr þessi réttarhöld, í farbanni eða undir einhvers konar eftirliti.“ Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin Fjölmiðlar Erlend sakamál Tengdar fréttir Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. 14. maí 2024 12:00 Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24 Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Áfrýjunarbeiðni Assange var síðasti möguleiki hans til að stöðva framsal sitt til Bandaríkjanna, þar sem hann á yfir höfði sér ákæru í sautján liðum og 175 ára fangelsisdóm fyrir njósnir. „Þetta hefði getað endað í dag og hann framseldur. Þess í stað þá ákvað dómurinn að gefa honum leyfi til áfrýjunar á ákaflega mikilvægum forsendum, það er að segja á þeim forsendum og hætta sé á því að Julian fái ekki að njóta verndar eins og aðrir blaðamenn á grundvelli fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem er nokkurs konar verndarskjöldur blaðamanna,“ segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks. Ákvörðunin hafi markað kaflaskil enda í fyrsta sinn sem tekist er á um efnisatriði málsins. „Þau féllu honum í vil og í þessu felst viðurkenning á því að þetta er blaðamennska sem hann var að stunda og þar með er verið að ákæra einhvern fyrir að stunda blaðamennsku.“ Kristinn var staddur í réttarsalnum og segir að andrúmsloftið hafi verið rafmagnað. Þegar kom að því að lesa upp úrskurðarorðin hafi dómari áréttað að engin frammíköll yrðu leyfð og hélt Kristinn þá að málið hefði farið á versta veg. „En hið þveröfuga varð ofan á, þannig þetta var sigur.“ Lokaður inni í fimm ár Assange var ekki viðstaddur réttarhöldin enda hefur heilsu hans hrakað. „Skal svo sem engan undra eftir að hafa verið lokaður inni í varðhaldi í fimm ár í mesta öryggisfangelsi Bretlands. Það er ekki nokkurt fordæmi fyrir því að einhver hafi setið í varðhaldi við slíkar aðstæður svona lengi hér í Bretlandi.“ Assange hafi sagt niðurstöðuna mikinn létti þegar Stella eiginkona hans færði honum fréttirnar í dag. „Við vonum núna að þegar hann er kominn með þetta áfrýjunarleyfi að það verði loksins liðkað til og hann fái að ganga laus á meðan hann undirbýr þessi réttarhöld, í farbanni eða undir einhvers konar eftirliti.“
Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin Fjölmiðlar Erlend sakamál Tengdar fréttir Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. 14. maí 2024 12:00 Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24 Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. 14. maí 2024 12:00
Biden segist vera að íhuga að falla frá málinu gegn Assange Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að yfirvöld vestanhafs væru að íhuga að verða við beiðni stjórnvalda í Ástralíu um að fella niður ákærur á hendur Julian Assange. 11. apríl 2024 07:24
Assange verður ekki framseldur strax Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 26. mars 2024 11:20