„Menn eru gríðarlega súrir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. maí 2024 22:06 Rúnar Kristinsson var nokkuð brattur þrátt fyrir vonbrigði kvöldsins. vísir / anton brink Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur eftir 1-1 jafntefli liðs hans Fram við ÍA í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Það er þrátt fyrir að Fram hafi komist yfir og fengið upplagt tækifæri til að skora undir lokin. „Við vorum mjög nálægt eftir þennan algjöra deddara á síðustu sekúndu. En þetta var jafn leikur og ég held að jafntefli hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann vill ekki kenna Viktori Bjarka Daðasyni um, sem fékk gullið tækifæri til að skora í lokin. Aðeins sé um að ræða eitt af fjölmörgum færum sem Fram fékk í leiknum. „Menn eru gríðarlega súrir að við höfum ekki náð þessu en við áttum nokkur önnur færi í seinni hálfleik sem við hefðum getað gert betur í svo það er ekki við neinn að sakast.“ Rúnar tekur þá helst til það jákvæða út úr leiknum. „Það er fyrir öllu fyrir okkur líka að vera ekki að tapa. Við erum að safna stigum og höfum bætt okkur sem lið. Við getum ekki gert kröfu á að vinna alla leiki.“ Fram komst yfir á 65. mínútu með marki Guðmundar Magnússonar en ÍA jafnaði um tíu mínútum síðar. Skagamenn höfðu þá nánast ekkert ógnað eftir mark Fram og kom markið gott sem upp úr engu. Stórkostleg fyrirgjöf Guðfinns Þórs Leóssonar fann þá Viktor Jónsson á teignum sem kom boltanum í netið. Aðspurður hvort einbeitingarskorti hafi verið um að kenna segir Rúnar: „Nei, alls ekki. Mínir menn gerðu í raun allt rétt, við vorum að reyna að loka á fyrirgjöf Skagamanna, við erum að loka réttu megin. Boltinn fór utar í teiginn en þeir ná að lauma sér á bakvið okkur. Það var einn með markanef sem tróð sér á fjær. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir öll mörk,“ „Það er ennþá maí og skítkalt. Sumarið á eftir að koma almennilega og við þurfum að halda áfram að einbeita okkur á því að fá fleiri stig. Við getum byggt ofan á fullt af hlutum en líka bætt ýmislegt,“ segir Rúnar. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram ÍA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira
„Við vorum mjög nálægt eftir þennan algjöra deddara á síðustu sekúndu. En þetta var jafn leikur og ég held að jafntefli hafi verið nokkuð sanngjörn úrslit,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann vill ekki kenna Viktori Bjarka Daðasyni um, sem fékk gullið tækifæri til að skora í lokin. Aðeins sé um að ræða eitt af fjölmörgum færum sem Fram fékk í leiknum. „Menn eru gríðarlega súrir að við höfum ekki náð þessu en við áttum nokkur önnur færi í seinni hálfleik sem við hefðum getað gert betur í svo það er ekki við neinn að sakast.“ Rúnar tekur þá helst til það jákvæða út úr leiknum. „Það er fyrir öllu fyrir okkur líka að vera ekki að tapa. Við erum að safna stigum og höfum bætt okkur sem lið. Við getum ekki gert kröfu á að vinna alla leiki.“ Fram komst yfir á 65. mínútu með marki Guðmundar Magnússonar en ÍA jafnaði um tíu mínútum síðar. Skagamenn höfðu þá nánast ekkert ógnað eftir mark Fram og kom markið gott sem upp úr engu. Stórkostleg fyrirgjöf Guðfinns Þórs Leóssonar fann þá Viktor Jónsson á teignum sem kom boltanum í netið. Aðspurður hvort einbeitingarskorti hafi verið um að kenna segir Rúnar: „Nei, alls ekki. Mínir menn gerðu í raun allt rétt, við vorum að reyna að loka á fyrirgjöf Skagamanna, við erum að loka réttu megin. Boltinn fór utar í teiginn en þeir ná að lauma sér á bakvið okkur. Það var einn með markanef sem tróð sér á fjær. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir öll mörk,“ „Það er ennþá maí og skítkalt. Sumarið á eftir að koma almennilega og við þurfum að halda áfram að einbeita okkur á því að fá fleiri stig. Við getum byggt ofan á fullt af hlutum en líka bætt ýmislegt,“ segir Rúnar.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram ÍA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Körfubolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Sjá meira