Deilan um boltann fer alla leið í Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 22. maí 2024 11:57 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur veitt Samkeppnieftirlitinu leyfi til þess að áfrýja dómi Landsréttar í máli Símans á hendur eftirlitinu vegna risasektar í deilu um enska boltann. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ágreiningur málsins lúti að því hvort Síminn hafi brotið gegn ákvæðum tveggja sátta sem hann gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2015. Málið hafi einkum lotið að því hvort Síminn hefði beitt ólögmætri samtvinnun sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu við sölu á áskrift að útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sem sýnd var á sjónvarpsrásinni Símanum Sport. Þurftu að endurgreiða milljónirnar tvö hundruð Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Áfrýjunarnefndar samkeppnismála úr gildi og dæmdi ríkið til þess að endurgreiða Símanum 200 milljóna króna stjórnvaldssekt. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Dómstólarnir voru einnig samhljóða um sýknu Símans af kröfu eftirlitsins um að Símanum yrði gert að greiða hálfan milljarð í stjórnvaldssekt. Áfrýjunarnefndin hafð ekki fallist á þá kröfu og eftirlitið vildi fá þeirri ákvörðun hnekkt. Dómurinn myndi óbreyttur draga tennurnar úr eftirlitinu Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Samkeppniseftirlitið hafi byggt á því að úrslit málsins hefði verulega almenna þýðingu fyrir beitingu samkeppnisreglna og varði afar mikilvæga almannahagsmuni. Eftirlitið hafi vísað til þess að dómur Landsréttar dragi úr skilvirkri framkvæmd samkeppnisréttar og takmarki möguleika Samkeppniseftirlitsins til þess að gæta almannahagsmuna með gerð stjórnvaldssátta. Ef ákvæði sáttar yrðu túlkuð með þeim hætti að sýna þurfi fram á sömu atriði og við beitingu tiltekinnar greinar samkeppnislaga myndi ekki þjóna neinum tilgangi að ljúka málum með sátt. Jafnframt telji eftirlitið að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi og efni. Ákvæði sáttarinnar séu skýrð án tillits til forsögu, úrlausna Samkeppniseftirlitsins, áfrýjunefndar samkeppnismála og dómstóla. Enn fremur sé málsatvikalýsingu í dómi Landsréttar ábótavant og ekki tekin afstaða til fjölmargra málsástæðna eftirlitsins og rökstuðningi dómsins því áfátt. Að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi, einkum um réttaráhrif og túlkun stjórnvaldssátta á sviði samkeppnisréttar. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því samþykkt. Samkeppnismál Síminn Fótbolti Bretland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bjóða enska boltann á þúsund krónur í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins Vodafone hefur brugðist við úrskurði Samkeppniseftirlitsins, þar sem Síminn var sektaður um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrði í sáttum við eftirlitið, með því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á Enska boltann á 1000 krónur á mánuði út yfirstandandi keppnistímabil. 9. júní 2020 09:01 Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15 Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13 Mest lesið Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar segir að ágreiningur málsins lúti að því hvort Síminn hafi brotið gegn ákvæðum tveggja sátta sem hann gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2015. Málið hafi einkum lotið að því hvort Síminn hefði beitt ólögmætri samtvinnun sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu við sölu á áskrift að útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sem sýnd var á sjónvarpsrásinni Símanum Sport. Þurftu að endurgreiða milljónirnar tvö hundruð Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Áfrýjunarnefndar samkeppnismála úr gildi og dæmdi ríkið til þess að endurgreiða Símanum 200 milljóna króna stjórnvaldssekt. Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Dómstólarnir voru einnig samhljóða um sýknu Símans af kröfu eftirlitsins um að Símanum yrði gert að greiða hálfan milljarð í stjórnvaldssekt. Áfrýjunarnefndin hafð ekki fallist á þá kröfu og eftirlitið vildi fá þeirri ákvörðun hnekkt. Dómurinn myndi óbreyttur draga tennurnar úr eftirlitinu Í ákvörðun Hæstaréttar segir að Samkeppniseftirlitið hafi byggt á því að úrslit málsins hefði verulega almenna þýðingu fyrir beitingu samkeppnisreglna og varði afar mikilvæga almannahagsmuni. Eftirlitið hafi vísað til þess að dómur Landsréttar dragi úr skilvirkri framkvæmd samkeppnisréttar og takmarki möguleika Samkeppniseftirlitsins til þess að gæta almannahagsmuna með gerð stjórnvaldssátta. Ef ákvæði sáttar yrðu túlkuð með þeim hætti að sýna þurfi fram á sömu atriði og við beitingu tiltekinnar greinar samkeppnislaga myndi ekki þjóna neinum tilgangi að ljúka málum með sátt. Jafnframt telji eftirlitið að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi og efni. Ákvæði sáttarinnar séu skýrð án tillits til forsögu, úrlausna Samkeppniseftirlitsins, áfrýjunefndar samkeppnismála og dómstóla. Enn fremur sé málsatvikalýsingu í dómi Landsréttar ábótavant og ekki tekin afstaða til fjölmargra málsástæðna eftirlitsins og rökstuðningi dómsins því áfátt. Að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi, einkum um réttaráhrif og túlkun stjórnvaldssátta á sviði samkeppnisréttar. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því samþykkt.
Samkeppnismál Síminn Fótbolti Bretland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bjóða enska boltann á þúsund krónur í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins Vodafone hefur brugðist við úrskurði Samkeppniseftirlitsins, þar sem Síminn var sektaður um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrði í sáttum við eftirlitið, með því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á Enska boltann á 1000 krónur á mánuði út yfirstandandi keppnistímabil. 9. júní 2020 09:01 Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15 Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13 Mest lesið Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Fleiri fréttir Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sjá meira
Bjóða enska boltann á þúsund krónur í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins Vodafone hefur brugðist við úrskurði Samkeppniseftirlitsins, þar sem Síminn var sektaður um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrði í sáttum við eftirlitið, með því að bjóða viðskiptavinum sínum upp á Enska boltann á 1000 krónur á mánuði út yfirstandandi keppnistímabil. 9. júní 2020 09:01
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir vegna enska boltans Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að sekta Símann um 500 milljónir króna fyrir brot gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur gert við eftirlitið á undanförnum árum. 28. maí 2020 20:15
Síminn fær ensku úrvalsdeildina Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningaréttinn frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil. 6. nóvember 2018 16:13