Höfða mál gegn hundrað lögregluþjónum vegna árásarinnar í Uvalde Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2024 21:00 Nokkrir af fjölskyldumeðlimum þeirra sem dóu í árásinni í Uvalde árið 2022. Þau tilkynnti samkomulag sem gert var við forsvarsmenn borgarinnar og að þau ætluðu að höfða mál gegn 92 lögregluþjónum. AP/Eric Gay Foreldrar og fjölskyldumeðlimir nítján af 21 sem skotin voru til bana í grunnskóla í Uvalde í Texas árið 2022, ætla að höfða mál gegn nærri því hundrað lögregluþjónum á vegum Texas-ríkis sem komu að viðbrögðum yfirvalda við árásinni. Nítján börn og tveir kennarar voru skotnir til bana í árásinni en viðbrögð lögreglunnar hafa verið harðlega gagnrýnd úr öllum áttum frá því árásin átti sér stað. Fjölskyldumeðlimirnir barnanna hafa einnig gert samkomulag við borgina þar sem þau fá tvær milljónir dala og forsvarsmenn borgarinnar hafa heitið því að bæta staðla og þjálfun lögreglunnar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nærri því tvö ár eru liðin frá því táningur ruddist þungvopnaður inn í skólann Robb-skólann í Uvalde og skaut nítján börn og tvo kennara til bana. Ekki liggur fyrir hvort umræddir fjölskyldumeðlimir sem hafa höfðað mál séu eingöngu foreldrar barnanna sem dóu í árásinni eða hvort fjölskyldumeðlimir kennaranna koma einnig að málinu. Vel á fjórða hundruð lögregluþjóna, frá ýmsum löggæsluembættum, mættu á vettvang en biðu í rúmlega sjötíu mínútur áður en þeir réðust til atlögu gegn árásarmanninum. Á þeim tíma voru börn sem þóttust vera dáin í skólastofunum tveimur þar sem árásarmaðurinn var að hringja í Neyðarlínuna og biðja um aðstoð. Þá birtu starfsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna skýrslu í janúar þar sem fram kom að fjöldi mistaka hefðu verið gerð af lögreglu í kjölfar árásarinnar. Fyrr á þessu ári var svokallaður ákærudómstóll skipaður í Texas, vegna rannsóknar sem endar mögulega á því að embættismenn og lögregluþjónar sem komu að viðbrögðunum við árásinni verði ákærðir. Yfirmaður almannavarna í Texas hefur meðal annars lýst viðbrögðunum sem „ömurlegu klúðri“ og sagt að lögregluþjónar hefðu átt að fella árásarmanninn um leið og þeir mættu á vettvang. Sjá einnig: Hefðu átt að stoppa byssumanninn eftir þrjár mínútur Í lögsókn fjölskyldnanna segir að lögregluþjónar á vegum Texas-ríkis hafi ekki fylgt starfsreglum sínum vegna skotárása. Kennarar og nemendur hafi gert það, með því að læsa hurðum, slökkva ljós og fela sig og þess vegna hafi þau setið föst í skólanum að bíða eftir lögregluþjónum sem voru ekki á leiðinni. AP hefur eftir einum lögmanni fjölskyldnanna að lögregluþjónarnir hafi svikið fjölskyldurnar og fórnarlömb árásarmannsins. Ríkislögregla Texas hafi haft alla burði til að bregðast fljótt við en það hafi ekki verið gert. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Fjölskyldumeðlimirnir barnanna hafa einnig gert samkomulag við borgina þar sem þau fá tvær milljónir dala og forsvarsmenn borgarinnar hafa heitið því að bæta staðla og þjálfun lögreglunnar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Nærri því tvö ár eru liðin frá því táningur ruddist þungvopnaður inn í skólann Robb-skólann í Uvalde og skaut nítján börn og tvo kennara til bana. Ekki liggur fyrir hvort umræddir fjölskyldumeðlimir sem hafa höfðað mál séu eingöngu foreldrar barnanna sem dóu í árásinni eða hvort fjölskyldumeðlimir kennaranna koma einnig að málinu. Vel á fjórða hundruð lögregluþjóna, frá ýmsum löggæsluembættum, mættu á vettvang en biðu í rúmlega sjötíu mínútur áður en þeir réðust til atlögu gegn árásarmanninum. Á þeim tíma voru börn sem þóttust vera dáin í skólastofunum tveimur þar sem árásarmaðurinn var að hringja í Neyðarlínuna og biðja um aðstoð. Þá birtu starfsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna skýrslu í janúar þar sem fram kom að fjöldi mistaka hefðu verið gerð af lögreglu í kjölfar árásarinnar. Fyrr á þessu ári var svokallaður ákærudómstóll skipaður í Texas, vegna rannsóknar sem endar mögulega á því að embættismenn og lögregluþjónar sem komu að viðbrögðunum við árásinni verði ákærðir. Yfirmaður almannavarna í Texas hefur meðal annars lýst viðbrögðunum sem „ömurlegu klúðri“ og sagt að lögregluþjónar hefðu átt að fella árásarmanninn um leið og þeir mættu á vettvang. Sjá einnig: Hefðu átt að stoppa byssumanninn eftir þrjár mínútur Í lögsókn fjölskyldnanna segir að lögregluþjónar á vegum Texas-ríkis hafi ekki fylgt starfsreglum sínum vegna skotárása. Kennarar og nemendur hafi gert það, með því að læsa hurðum, slökkva ljós og fela sig og þess vegna hafi þau setið föst í skólanum að bíða eftir lögregluþjónum sem voru ekki á leiðinni. AP hefur eftir einum lögmanni fjölskyldnanna að lögregluþjónarnir hafi svikið fjölskyldurnar og fórnarlömb árásarmannsins. Ríkislögregla Texas hafi haft alla burði til að bregðast fljótt við en það hafi ekki verið gert.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira