Fyrr í vikunni lenti annað flug í þvílíkri ókyrrð að breskur maður á áttræðisaldri lét lífið og tugir slösuðust.
Flugið var á vegum flugfélagsins Qatar Airways og það lenti á tilætluðum áfangastað skömmu fyrir eitt í dag. Viðbragðsaðilar voru komnir á vettvang og tóku á móti slösuðum farþegum og áhafnarmeðlimum við komu þeirra til Írlands.
Hlúð var að hinum slösuðu og gáð að öllum farþegum áður en stigið var frá borði. Heimferð flugvélarinnar hafi verið seinkað örlítið.
Paul Mocc, einn farþeganna lýsti því að farþegar þeyttust upp að lofti flugvélarinnar og að matur og drykkur hafi flogið um alla vél. Eftir að ókyrrðina lægði hafi hann séð áhafnarmeðlimi haltra um ganginn með plástra. Þessu lýsti hann í samtali við ríkisútvarp Írlands.