Senua’s Saga: Hellblade 2: Merkilega flott stafræn upplifun Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2024 08:46 Senua’s Saga: Hellblade 2 er merkilega flottur leikur og áhrifamikill en hann getur á köflum verið merkilega langdreginn. Það er þótt það taki bara nokkrar klukkustundir að spila sig í gegnum hann. Auk grafíkarinnar stendur hljóð leiksins uppúr. Leikurinn fjallar um stríðskonuna Senua frá Orkneyjum og gerist á elleftu öld. Hann er framhald leiksins Hellblade Senuas Sacrifice frá 2017. Sá leikur snerist um för hennar til að bjarga sál kærasta hennar eftir að víkingar myrtu alla íbúa þorps hennar. Að þessu sinni er hún komin til Íslands og er markmið hennar að stöðva íslenska þrælahaldara. Eins og gengur og gerist gengur það ekki alveg eftir og hún lendir í miklum vandræðum. Senua þjáist einnig af alvarlegum geðrænum vandræðum og leikurinn sýnir það á mjög merkilegan og áhrifamikinn máta, eins og gert var í fyrri leiknum. Veikindi hennar virðast þó á köflum vera orðin einhvers konar ofurkraftar. Farþegi í sögunni Söguskipun spilar stóra rullu í þessum leik, sem má vel líkja við stafræna kvikmynd frekar en tölvuleik. Mér hefur oft liðið eins og farþega í sögunni, frekar en einhverjum sem keyrir söguna áfram. Ég er ekki að segja að það sé endilega slæmt (þó það geti verið leiðinlegt), heldur vil ég benda á hvernig upplifunin er. Þó hann líti vel út og sagan geti verið áhugaverð á köflum, þá er eitt það helsta sem ég hef út á leikinn að setja, er það hvað maður ver miklum tíma í að gera lítið annað en að halda inni takkanum til að fara áfram. Krefjandi bardagar hjálpa verulega til þar en þó ekki lengi, þar sem þeir verða frekar einsleitir. Maður berst líka aldrei við fleiri en einn óvin í einu. Þegar kemur að bardagakerfinu getur maður sveiflað sverðinu með tveimur mismunandi árásum. Þar að auki getur Senua varist sumum árásum óvina og komið sér undan öðrum. Þetta er að mestu frekar einfalt en maður þarf að læra árásir óvina. Það á einnig við gátur sem maður þarf að leysa reglulega til að komast áfram í gegnum leikinn. Gáturnar snúast flestar um að að finna rúnir eða aðra hluti í umhverfi leiksins. Það er sjaldan mjög erfitt en getur verið tímafrekt. Einnig er hægt að finna hluti í umhverfinu sem geta bætt við söguna og ýmislegt annað. Þau Aldís Amah Hamilton og Guðmundur Ingi Þorvaldsson fara með nokkuð stór hlutverk í leiknum og má segja það sama um sjálft Ísland. Starfsmenn Ninja Theory, sem framleiða leikinn, komu hingað til lands við framleiðslu leiksins. Framúrskarandi grafík Senua’s Saga: Hellblade 2 er gerður með Unreal 5 grafíkvélinni og eins og áður hefur komið fram, lítur hann fáránlega vel út. Bæði í beinni spilun og þegar maður horfir á myndbönd í leiknum. Skiptingin á milli myndbanda og spilunar er fáránlega góð. Ég hef oft ekki verið viss um það hvort ég sé að hreyfa Senua eða ekki. Raddirnar sem Senua heyrir eru líka mjög vel útfærðar. Maður verður að spila þetta með góð heyrnartól og þá heyrir maður raddirnar úr öllum áttum. Þetta er nánast eins og einhverskonar hryllings ASMR á köflum. Hreyfingar persóna leiksins eru einnig merkilega vel gerðar. Það er eiginlega ótrúlegt hvað persónur leiksins líta vel út og það sama á við umhverfið. Umhverfið byggir á raunverulegum myndum sem teknar voru á Íslandi og á köflum lítur leikurinn út eins og maður sé að horfa á ljósmynd. Ég hvet þá sem spila leikinn til að nýta sér ljósmyndakerfi leiksins, sem hægt er að nota bæði við spilun og í myndböndum. Staðirnir sem Senua fer í gegnum í leiknum, eiga sér flestir hliðstæðu í raunveruleikanum, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Samantekt-ish Senua’s Saga: Hellblade 2 er einkar áhrifamikill og ofbeldisfullur leikur, með áhugaverða sögu, á köflum. Hann lítur fáránlega vel út og hljómar einhvern veginn enn betur, hvernig sem það er nú hægt. Þó það taki ekki langan tíma að klára leikinn, getur hann þó verið þreytandi þar sem maður tekur á löngum köflum lítinn þátt í að keyra hann áfram. Ég á auðvelt með að ímynda mér að leikurinn sé ekki allra en réttara væri að lýsa honum sem stafrænni upplifun, frekar en leik. Leikjadómar Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Leikurinn fjallar um stríðskonuna Senua frá Orkneyjum og gerist á elleftu öld. Hann er framhald leiksins Hellblade Senuas Sacrifice frá 2017. Sá leikur snerist um för hennar til að bjarga sál kærasta hennar eftir að víkingar myrtu alla íbúa þorps hennar. Að þessu sinni er hún komin til Íslands og er markmið hennar að stöðva íslenska þrælahaldara. Eins og gengur og gerist gengur það ekki alveg eftir og hún lendir í miklum vandræðum. Senua þjáist einnig af alvarlegum geðrænum vandræðum og leikurinn sýnir það á mjög merkilegan og áhrifamikinn máta, eins og gert var í fyrri leiknum. Veikindi hennar virðast þó á köflum vera orðin einhvers konar ofurkraftar. Farþegi í sögunni Söguskipun spilar stóra rullu í þessum leik, sem má vel líkja við stafræna kvikmynd frekar en tölvuleik. Mér hefur oft liðið eins og farþega í sögunni, frekar en einhverjum sem keyrir söguna áfram. Ég er ekki að segja að það sé endilega slæmt (þó það geti verið leiðinlegt), heldur vil ég benda á hvernig upplifunin er. Þó hann líti vel út og sagan geti verið áhugaverð á köflum, þá er eitt það helsta sem ég hef út á leikinn að setja, er það hvað maður ver miklum tíma í að gera lítið annað en að halda inni takkanum til að fara áfram. Krefjandi bardagar hjálpa verulega til þar en þó ekki lengi, þar sem þeir verða frekar einsleitir. Maður berst líka aldrei við fleiri en einn óvin í einu. Þegar kemur að bardagakerfinu getur maður sveiflað sverðinu með tveimur mismunandi árásum. Þar að auki getur Senua varist sumum árásum óvina og komið sér undan öðrum. Þetta er að mestu frekar einfalt en maður þarf að læra árásir óvina. Það á einnig við gátur sem maður þarf að leysa reglulega til að komast áfram í gegnum leikinn. Gáturnar snúast flestar um að að finna rúnir eða aðra hluti í umhverfi leiksins. Það er sjaldan mjög erfitt en getur verið tímafrekt. Einnig er hægt að finna hluti í umhverfinu sem geta bætt við söguna og ýmislegt annað. Þau Aldís Amah Hamilton og Guðmundur Ingi Þorvaldsson fara með nokkuð stór hlutverk í leiknum og má segja það sama um sjálft Ísland. Starfsmenn Ninja Theory, sem framleiða leikinn, komu hingað til lands við framleiðslu leiksins. Framúrskarandi grafík Senua’s Saga: Hellblade 2 er gerður með Unreal 5 grafíkvélinni og eins og áður hefur komið fram, lítur hann fáránlega vel út. Bæði í beinni spilun og þegar maður horfir á myndbönd í leiknum. Skiptingin á milli myndbanda og spilunar er fáránlega góð. Ég hef oft ekki verið viss um það hvort ég sé að hreyfa Senua eða ekki. Raddirnar sem Senua heyrir eru líka mjög vel útfærðar. Maður verður að spila þetta með góð heyrnartól og þá heyrir maður raddirnar úr öllum áttum. Þetta er nánast eins og einhverskonar hryllings ASMR á köflum. Hreyfingar persóna leiksins eru einnig merkilega vel gerðar. Það er eiginlega ótrúlegt hvað persónur leiksins líta vel út og það sama á við umhverfið. Umhverfið byggir á raunverulegum myndum sem teknar voru á Íslandi og á köflum lítur leikurinn út eins og maður sé að horfa á ljósmynd. Ég hvet þá sem spila leikinn til að nýta sér ljósmyndakerfi leiksins, sem hægt er að nota bæði við spilun og í myndböndum. Staðirnir sem Senua fer í gegnum í leiknum, eiga sér flestir hliðstæðu í raunveruleikanum, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Samantekt-ish Senua’s Saga: Hellblade 2 er einkar áhrifamikill og ofbeldisfullur leikur, með áhugaverða sögu, á köflum. Hann lítur fáránlega vel út og hljómar einhvern veginn enn betur, hvernig sem það er nú hægt. Þó það taki ekki langan tíma að klára leikinn, getur hann þó verið þreytandi þar sem maður tekur á löngum köflum lítinn þátt í að keyra hann áfram. Ég á auðvelt með að ímynda mér að leikurinn sé ekki allra en réttara væri að lýsa honum sem stafrænni upplifun, frekar en leik.
Leikjadómar Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira