Fær ekki að bjóða sig fram fyrir Verkamannaflokkinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. maí 2024 08:39 Í bréfinu sem birtist í Observer virtist Abbott vilja meina að ekki væri hægt að bera saman kynþáttafórdóma gegn gyðingum annars vegar og svörtum hins vegar. epa/Vickie Flores Diane Abbott, fyrsta svarta þingkona Bretlands, hefur greint frá því að hún muni ekki fá að bjóða sig fram fyrir Verkamannaflokkinn í komandi þingkosningum. Abbott, sem hefur setið á þingi frá 1987, var vikið tímabundið úr flokknum í fyrra eftir að hún ritaði bréf til birtingar í Observer þar sem hún virtist gera lítið úr gyðingaandúð og gerði því skóna að gyðinga og aðrir minnihlutahópar á borð við Róma-fólk sættu fordómum á pari við rauðhærða. Rannsókn var hafin á framgöngu Abbott og hún skikkuð til að sitja námskeið um gyðingaandúð. Það gerði hún og í kjölfarið var hún tekin aftur inn í flokkinn og endurheimti hlutverk sitt innan þingflokksins. Henni hefur hins vegar verið tilkynnt að hún muni ekki fá að bjóða sig fram fyrir Verkamannaflokkinn í kosningunum 4. júlí næstkomandi og stendur því frammi fyrir því að velja á milli þess að fara fram sem óháður þingmaður eða sækjast ekki eftir endurkjöri. Abbott var skuggainnanríkisráðherra þegar Jeremy Corbyn var formaður Verkamannaflokksins en hann var ítrekað sakaður um að leyfa gyðingaandúð að líðast innan flokksins og að lokum vikið úr flokknum vegna viðbragða sinna við skýrslu um málið. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Abbott, sem hefur setið á þingi frá 1987, var vikið tímabundið úr flokknum í fyrra eftir að hún ritaði bréf til birtingar í Observer þar sem hún virtist gera lítið úr gyðingaandúð og gerði því skóna að gyðinga og aðrir minnihlutahópar á borð við Róma-fólk sættu fordómum á pari við rauðhærða. Rannsókn var hafin á framgöngu Abbott og hún skikkuð til að sitja námskeið um gyðingaandúð. Það gerði hún og í kjölfarið var hún tekin aftur inn í flokkinn og endurheimti hlutverk sitt innan þingflokksins. Henni hefur hins vegar verið tilkynnt að hún muni ekki fá að bjóða sig fram fyrir Verkamannaflokkinn í kosningunum 4. júlí næstkomandi og stendur því frammi fyrir því að velja á milli þess að fara fram sem óháður þingmaður eða sækjast ekki eftir endurkjöri. Abbott var skuggainnanríkisráðherra þegar Jeremy Corbyn var formaður Verkamannaflokksins en hann var ítrekað sakaður um að leyfa gyðingaandúð að líðast innan flokksins og að lokum vikið úr flokknum vegna viðbragða sinna við skýrslu um málið.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira