„Þetta er mjög erfiður dagur hjá okkur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. maí 2024 19:01 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir krefjandi rekstrarumhverfi hafa kallað á hagræðingaraðgerðir með uppsögnum. Vísir/Sigurjón Icelandair sagði upp um tíu prósent af skrifstofufólki félagsins í dag, alls átta tíu og tveimur einstaklingum. Forstjóri félagsins segir þetta erfiðan dag en krefjandi rekstrarumhverfi, mikil verðbólga og hækkandi launakostnaður hafi kallað á hagræðingaraðgerðir. Icelandair sagði upp starfsfólki úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins en þar störfuðu fyrir um átta hundruð manns. Engar uppsagnir voru hjá áhöfnum en alls starfa um fjögur þúsund og fimm hundruð manns hjá félaginu í sumar. „Það er fyrst að segja að þetta er mjög erfiður dagur hjá okkur. Þetta eru í raun uppsagnir í öllum deildum félagsins nema í framleiðslutengdum deildum. Þetta eru uppsagnir á skrifstofunni hér á Reykjavíkurflugvelli, á skrifstofunni í Hafnarfirði, á starfsstöðinni í Keflavík og í Evrópu. Samtals eru þetta áttatíu og tveir starfsmenn sem láta af störfum í dag því miður. Krefjandi aðstæður og minni eftirspurn Hann segir að endurreisn félagsins eftir kórónuveirufaraldurinn hafi lokið í fyrra þegar þúsundir starfsmanna hafi verið ráðnir eða endurráðnir. Krefjandi aðstæður í efnahagslífinu hafi hins vegar kallað á aðhaldsaðgerðir nú. „Nú erum við að einblína á að auka skilvirkni í rekstrinum. Þetta er því miður liður í því. Þá er rekstrarumhverfið krefjandi. Við erum að horfa á hækkanir á mörgum kostnaðarliðum. Verðbólgan er mikil og launakostnaður er að hækka meira en í samkeppnislöndum. Þá höfum við séð aðeins minnkandi eftirspurn eftir Íslandi.Nú er komið enn eitt eldgosið og jarðhræringarnar spila inni í þar. Svo er það samkeppnishæfni landsins. Ísland er dýrari en mörg lönd sem við erum að keppa við. Við erum því að velta við öllum steinum við í rekstrinum,“ segir Bogi. Þurfi að styrkja ferðaþjónustuna Það þurfi að efla ferðaþjónustuna enn frekar. „Við verðum að vinna saman að því að styrkja íslenska ferðaþjónustu til framtíðar,“ segir Bogi að lokum. Gengi Icelandair lækkaði um ríflega þrjú prósent í Kauphöllinni við tíðindin í dag og hefur þá lækkað um fjórðung á þessu ári. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Icelandair Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Icelandair sagði upp starfsfólki úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins en þar störfuðu fyrir um átta hundruð manns. Engar uppsagnir voru hjá áhöfnum en alls starfa um fjögur þúsund og fimm hundruð manns hjá félaginu í sumar. „Það er fyrst að segja að þetta er mjög erfiður dagur hjá okkur. Þetta eru í raun uppsagnir í öllum deildum félagsins nema í framleiðslutengdum deildum. Þetta eru uppsagnir á skrifstofunni hér á Reykjavíkurflugvelli, á skrifstofunni í Hafnarfirði, á starfsstöðinni í Keflavík og í Evrópu. Samtals eru þetta áttatíu og tveir starfsmenn sem láta af störfum í dag því miður. Krefjandi aðstæður og minni eftirspurn Hann segir að endurreisn félagsins eftir kórónuveirufaraldurinn hafi lokið í fyrra þegar þúsundir starfsmanna hafi verið ráðnir eða endurráðnir. Krefjandi aðstæður í efnahagslífinu hafi hins vegar kallað á aðhaldsaðgerðir nú. „Nú erum við að einblína á að auka skilvirkni í rekstrinum. Þetta er því miður liður í því. Þá er rekstrarumhverfið krefjandi. Við erum að horfa á hækkanir á mörgum kostnaðarliðum. Verðbólgan er mikil og launakostnaður er að hækka meira en í samkeppnislöndum. Þá höfum við séð aðeins minnkandi eftirspurn eftir Íslandi.Nú er komið enn eitt eldgosið og jarðhræringarnar spila inni í þar. Svo er það samkeppnishæfni landsins. Ísland er dýrari en mörg lönd sem við erum að keppa við. Við erum því að velta við öllum steinum við í rekstrinum,“ segir Bogi. Þurfi að styrkja ferðaþjónustuna Það þurfi að efla ferðaþjónustuna enn frekar. „Við verðum að vinna saman að því að styrkja íslenska ferðaþjónustu til framtíðar,“ segir Bogi að lokum. Gengi Icelandair lækkaði um ríflega þrjú prósent í Kauphöllinni við tíðindin í dag og hefur þá lækkað um fjórðung á þessu ári.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Icelandair Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira