Sigvaldi skoraði tíu mörk og markahæstur í liði Kolstad sem sigraði Elverum, 34-30, í þriðja úrslitaleik liðanna um norska meistaratitilinn. Úrslit leiksins réðust í framlengingu.
Kolstad vann einvígið 2-1 og varð þar með norskur meistari annað árið í röð.
Bjarki var fjarri góðu gamni þegar Veszprém sótti Pick Szeged heim í öðrum úrslitaleik liðanna. Veszprém vann þann fyrri, 35-28, og hafði aftur betur í dag, 30-34.
Þetta var annar meistaratitilinn sem Veszprém vinnur í röð og sá 28. alls.
2⃣8⃣🏆☝️ pic.twitter.com/8wc6eWll5X
— VeszprémHandballTeam (@telekomveszprem) May 29, 2024
Bjarki gekk í raðir Veszprém fyrir tveimur árum eftir að hafa leikið í Þýskalandi í níu ár.