Veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2024 18:21 Sánchez forsætisráðherra stendur og klappar ásamt Maríu Jesús Montero, fjármálaráðherra, þegar lögin voru samþykkt í neðri deild spænska þingsins í dag. Við hlið þeirra situr Yolanda Díaz, atvinnuráðherra og leiðtogi vinstriflokksins Sameiningarhreyfingarinnar. AP/Bernat Armangue Spænska þingið samþykkti umdeild lög sem veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf vegna ólöglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og tilraunar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017. Naumur minnihluti þingheims greiddi atkvæði með frumvarpinu. Ríkisstjórn Pedro Sánchez og Sósíalistaflokks hans lagði frumvarpið að lögunum fram til þess að fella niður sakamál gegn um fjögur hundruð Katalónum. Margir þeirra tóku þátt í að skipuleggja þjóðaratkvæðagreiðslu í Katalóníu sem var haldin í trássi við vilja landsstjórnarinnar árið 2017. Stjórnlagadómstóll Spánar taldi atkvæðagreiðsluna ólöglega. Lögregumenn sem réðust á kjósendur í atkvæðagreiðslunni fá einnig sakaruppgjöf samkvæmt lögunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á meðal þeirra sem hagnast á lögunum er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu sem átti frumkvæðið að atkvæðagreiðslunni fyrir sjö árum. Hann hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu og komist undan því að vera framseldur til Spánar í krafti stöðu sinnar sem Evrópuþingmaður. Sósíalistaflokkur Sánchez þurfti að reiða sig á stuðning flokks Puigdemont, Saman fyrir Katalóníu, og annars flokks katalónskra sjálfstæðissinna til þess að mynda minnihlutastjórn eftir kosningar sem skiluðu hvorugum stóru flokkanna afgerandi meirihluta í fyrra. Sakaruppgjöfin var forsenda stuðnings Katalónanna við stjórnina. Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, kallaði sakaruppgjöfina „pólitíska spillingu“ á hitafundi í spænska þinginu þegar lögin voru samþykkt. Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Samkomulag í höfn við katalónska aðskilnaðarsinna Þingmaður spænskra sósíalista, Santos Cerdan, tilkynnti í dag að samkomulag hefði nást milli Spænska sósíalíska verkamannaflokksins og flokks katalónskra aðskilnaðarsinna Junts um að veita Junts-liðum sakaruppgjöf fyrir ólögmæta sjálfstæðisyfirlýsingu sína árið 2017. Þetta gerir sósíalistaflokki Pedro Sanchez, sitjandi forsætisráðherra, líklega kleift að mynda nýja ríkisstjórn. 9. nóvember 2023 16:18 Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49 Vinstristjórn gæti setið áfram með stuðningi sjálfstæðissinna Pedro Sánchez, leiðtogi spænska Sósíalistaflokksins, þokaðist nær því að mynda nýja minnihlutastjórn eftir að fulltrúi flokksins var kjörinn forseti neðri deildar þingsins með meirihluta atkvæða í morgun. Flokkar katalónskra sjálfstæðissinna greiddu atkvæði með þingforsetanum. 17. ágúst 2023 10:54 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira
Ríkisstjórn Pedro Sánchez og Sósíalistaflokks hans lagði frumvarpið að lögunum fram til þess að fella niður sakamál gegn um fjögur hundruð Katalónum. Margir þeirra tóku þátt í að skipuleggja þjóðaratkvæðagreiðslu í Katalóníu sem var haldin í trássi við vilja landsstjórnarinnar árið 2017. Stjórnlagadómstóll Spánar taldi atkvæðagreiðsluna ólöglega. Lögregumenn sem réðust á kjósendur í atkvæðagreiðslunni fá einnig sakaruppgjöf samkvæmt lögunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Á meðal þeirra sem hagnast á lögunum er Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu sem átti frumkvæðið að atkvæðagreiðslunni fyrir sjö árum. Hann hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu og komist undan því að vera framseldur til Spánar í krafti stöðu sinnar sem Evrópuþingmaður. Sósíalistaflokkur Sánchez þurfti að reiða sig á stuðning flokks Puigdemont, Saman fyrir Katalóníu, og annars flokks katalónskra sjálfstæðissinna til þess að mynda minnihlutastjórn eftir kosningar sem skiluðu hvorugum stóru flokkanna afgerandi meirihluta í fyrra. Sakaruppgjöfin var forsenda stuðnings Katalónanna við stjórnina. Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi Lýðflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, kallaði sakaruppgjöfina „pólitíska spillingu“ á hitafundi í spænska þinginu þegar lögin voru samþykkt.
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Samkomulag í höfn við katalónska aðskilnaðarsinna Þingmaður spænskra sósíalista, Santos Cerdan, tilkynnti í dag að samkomulag hefði nást milli Spænska sósíalíska verkamannaflokksins og flokks katalónskra aðskilnaðarsinna Junts um að veita Junts-liðum sakaruppgjöf fyrir ólögmæta sjálfstæðisyfirlýsingu sína árið 2017. Þetta gerir sósíalistaflokki Pedro Sanchez, sitjandi forsætisráðherra, líklega kleift að mynda nýja ríkisstjórn. 9. nóvember 2023 16:18 Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49 Vinstristjórn gæti setið áfram með stuðningi sjálfstæðissinna Pedro Sánchez, leiðtogi spænska Sósíalistaflokksins, þokaðist nær því að mynda nýja minnihlutastjórn eftir að fulltrúi flokksins var kjörinn forseti neðri deildar þingsins með meirihluta atkvæða í morgun. Flokkar katalónskra sjálfstæðissinna greiddu atkvæði með þingforsetanum. 17. ágúst 2023 10:54 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Sjá meira
Samkomulag í höfn við katalónska aðskilnaðarsinna Þingmaður spænskra sósíalista, Santos Cerdan, tilkynnti í dag að samkomulag hefði nást milli Spænska sósíalíska verkamannaflokksins og flokks katalónskra aðskilnaðarsinna Junts um að veita Junts-liðum sakaruppgjöf fyrir ólögmæta sjálfstæðisyfirlýsingu sína árið 2017. Þetta gerir sósíalistaflokki Pedro Sanchez, sitjandi forsætisráðherra, líklega kleift að mynda nýja ríkisstjórn. 9. nóvember 2023 16:18
Ætlar að selja stuðning við nýja ríkisstjórn dýrt Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna í útlegð lagði fram afdráttarlausar kröfur þegar fulltrúi starfandi ríkisstjórnar Spánar leitaði til hans um stuðning við myndun nýrrar stjórnar á mánudag. Hann setur það sem skilyrði að spænsk stjórnvöld felli niður öll dómsmál á hendur sjálfstæðissinnum. 6. september 2023 08:49
Vinstristjórn gæti setið áfram með stuðningi sjálfstæðissinna Pedro Sánchez, leiðtogi spænska Sósíalistaflokksins, þokaðist nær því að mynda nýja minnihlutastjórn eftir að fulltrúi flokksins var kjörinn forseti neðri deildar þingsins með meirihluta atkvæða í morgun. Flokkar katalónskra sjálfstæðissinna greiddu atkvæði með þingforsetanum. 17. ágúst 2023 10:54