Friðartillaga Ísraela sem Biden kynnti virðist fá hljómgrunn Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2024 23:44 Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann kynnti friðartillögur Ísraela í Hvíta húsinu í dag. AP/Evan Vucci Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti nýja friðaráætlun Ísraela sem felur í sér vopnahlé gegn því að Hamas-samtökin frelsi alla gísla í haldi þeirra. Hamas-liðar eru sagðir hafa tekið vel í tillögurnar. „Það er kominn tími til þess að þessu stríði ljúki og að dagurinn á eftir hefjist,“ sagði Biden þegar hann kynnti tillöguna í dag. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, er sagður hafa heimilað samninganefnd sinni að leggja tillöguna fram. Stríðinu ljúki þó ekki fyrr en Ísraelar ná öllum markmiðum sínum um endurheimt gíslanna og fullnaðarsigri á Hamas. Friðartillögurnar eru í þremur áföngum. Sá fyrsti felst í sex vikna vopnahléi þar sem Ísraelsher væri dreginn til baka frá öllum „byggðum svæðum“ Gasastrandarinnar. Palestínumenn gætu snúið heim til sín og neyðaraðstoð yrði leyft að flæða inn. Þá hefðu Ísraelar og Hamas skipti á einhverjum gíslanna sem Hamas-liðar tóku í árás sinni 7. október, þar á meðal eldra fólki og konum, og hundruðum palestínskra fanga. Annar áfangi áætlunarinnar felur í sér að Hamas og ísraelsk stjórnvöld setjist niður og semji um varanlegan frið. Vopnahléð yrði framlengt svo lengi sem viðræðurnar héldu áfram. Þriðji áfanginn felur í sér meiriháttar endurbyggingu Gasa með aðstoð Bandaríkjastjórnar og alþjóðasamfélagsins. Erfitt að komast úr áfanga eitt yfir í tvö Hamas sendu frá sér yfirlýsingu og lýstu sig tilbúin til þess að taka þátt á uppbyggilegan hátt í viðræðum um varanlegt vopnahlé, brotthvarf Ísraelshers, endurreisn Gasa, endurkomu íbúa þar og fangaskiptum ef Ísraelar gæfu sig í þær af fullri alvöru, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þetta er virkileg örlagastund. Hamas segist vilja vopnahlé. Þessi samningur er tækifæri til þess að sanna að þeim sé alvara,“ sagði Biden í dag. Hann viðurkenndi þó að það gæti reynst þrautinni þyngra að komast úr áfanga eitt yfir í tvö með viðræðum stríðandi fylkinga. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Ísraelsmenn taka yfir landamærin að Egyptalandi Ísraelsmenn hafa nú stjórn á öllum landamærum Gasa eftir að þeir tóku yfir þann kafla sem liggur að Egyptalandi. Hætta er á að þetta muni flækja samskipti stjórnvalda í Ísrael og Egyptalandi. 30. maí 2024 07:20 Segja árásir og aðgerðir Ísrael enn innan „rauðu línanna“ Bandaríkjastjórn er ekki á því að full innrás Ísraelsmanna sé hafin í Rafah í suðurhluta Gasa og því hafi Ísraelsmenn ekki farið yfir svokallaðar „rauðar línur“ sem Bandaríkjamenn hafa dregið. 29. maí 2024 07:05 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
„Það er kominn tími til þess að þessu stríði ljúki og að dagurinn á eftir hefjist,“ sagði Biden þegar hann kynnti tillöguna í dag. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, er sagður hafa heimilað samninganefnd sinni að leggja tillöguna fram. Stríðinu ljúki þó ekki fyrr en Ísraelar ná öllum markmiðum sínum um endurheimt gíslanna og fullnaðarsigri á Hamas. Friðartillögurnar eru í þremur áföngum. Sá fyrsti felst í sex vikna vopnahléi þar sem Ísraelsher væri dreginn til baka frá öllum „byggðum svæðum“ Gasastrandarinnar. Palestínumenn gætu snúið heim til sín og neyðaraðstoð yrði leyft að flæða inn. Þá hefðu Ísraelar og Hamas skipti á einhverjum gíslanna sem Hamas-liðar tóku í árás sinni 7. október, þar á meðal eldra fólki og konum, og hundruðum palestínskra fanga. Annar áfangi áætlunarinnar felur í sér að Hamas og ísraelsk stjórnvöld setjist niður og semji um varanlegan frið. Vopnahléð yrði framlengt svo lengi sem viðræðurnar héldu áfram. Þriðji áfanginn felur í sér meiriháttar endurbyggingu Gasa með aðstoð Bandaríkjastjórnar og alþjóðasamfélagsins. Erfitt að komast úr áfanga eitt yfir í tvö Hamas sendu frá sér yfirlýsingu og lýstu sig tilbúin til þess að taka þátt á uppbyggilegan hátt í viðræðum um varanlegt vopnahlé, brotthvarf Ísraelshers, endurreisn Gasa, endurkomu íbúa þar og fangaskiptum ef Ísraelar gæfu sig í þær af fullri alvöru, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þetta er virkileg örlagastund. Hamas segist vilja vopnahlé. Þessi samningur er tækifæri til þess að sanna að þeim sé alvara,“ sagði Biden í dag. Hann viðurkenndi þó að það gæti reynst þrautinni þyngra að komast úr áfanga eitt yfir í tvö með viðræðum stríðandi fylkinga.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Ísraelsmenn taka yfir landamærin að Egyptalandi Ísraelsmenn hafa nú stjórn á öllum landamærum Gasa eftir að þeir tóku yfir þann kafla sem liggur að Egyptalandi. Hætta er á að þetta muni flækja samskipti stjórnvalda í Ísrael og Egyptalandi. 30. maí 2024 07:20 Segja árásir og aðgerðir Ísrael enn innan „rauðu línanna“ Bandaríkjastjórn er ekki á því að full innrás Ísraelsmanna sé hafin í Rafah í suðurhluta Gasa og því hafi Ísraelsmenn ekki farið yfir svokallaðar „rauðar línur“ sem Bandaríkjamenn hafa dregið. 29. maí 2024 07:05 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Ísraelsmenn taka yfir landamærin að Egyptalandi Ísraelsmenn hafa nú stjórn á öllum landamærum Gasa eftir að þeir tóku yfir þann kafla sem liggur að Egyptalandi. Hætta er á að þetta muni flækja samskipti stjórnvalda í Ísrael og Egyptalandi. 30. maí 2024 07:20
Segja árásir og aðgerðir Ísrael enn innan „rauðu línanna“ Bandaríkjastjórn er ekki á því að full innrás Ísraelsmanna sé hafin í Rafah í suðurhluta Gasa og því hafi Ísraelsmenn ekki farið yfir svokallaðar „rauðar línur“ sem Bandaríkjamenn hafa dregið. 29. maí 2024 07:05