Ræddi ekki við aðra flokka og segir skilið við Sjálfstæðisflokk Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. október 2024 20:34 Einar Bárðarson Vísir/Vilhelm „Ég hef verið flokksbundinn Sjálfstæðismaður frá því að ég var sextán ára og síðustu ár hefur hjartað mitt ekki alveg slegið í takt sem almennur flokksmaður. Á fimmtudaginn var haft samband við mig og mér var boðið þessa stöðu. Ég hef aðstoðað Ásmund Einar Daðason og Lilju Dögg í góðum málum og eftir snarpa ígrundun gaf ég kost á mér gagnvart þessari bón og mér var boðið þetta formlega í gærkvöldi.“ Þetta segir Einar Þór Bárðarson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi sem skipar annað sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, spurður hvort að hann hafi sóst eftir sæti á lista hjá öðrum flokki en Framsókn eða hvort að aðrir flokkar hafi komið að tali við hann áður en hann ákvað að láta slag standa með Framsókn. „Ég ræddi þetta við mína konu og börnin mín við kvöldmat í gær og fékk samþykki þeirra og þá hugsaði ég með mér að ef fólk vill nýta mig til góðra verka þá er ég klár.“ Einar hefur verið skráður í Sjálfstæðisflokkinn í fjölmörg ár og gegnt ýmsum störfum fyrir flokkinn. Hann segir nú skilið við flokkinn og lítur fram á veg með Framsókn. Hann tekur fram að hann hafi ekki átt í neinum viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn um sæti á lista fyrir komandi alþingiskosningar sem verða þann 30. nóvember. Ekki jafn róttækur til hægri og margir Sjálfstæðismenn „Ég hef lengi starfað með Sjálfstæðisflokknum og var á tímabili í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Ég var síðast í umhverfis- og samgöngunefnd hjá flokknum. Mér bauðst að taka sæti með Lilju og ég hef verið að vinna með henni í skapandi greinum og hafði áhuga á að leggja henni lið í þeirri vinnu og í öðrum góðum málum,“ segir Einar. Hann bætir við að undanfarið hafi leiðir hans og Sjálfstæðisflokksins farið í ólíkar áttir. „Ég hef kannski ekki verið jafn róttækur til hægri eins og margir Sjálfstæðismenn. Þannig hef ég kannski eins og margir aðrir ekki náð að staðsetja mig almennilega í Sjálfstæðisflokknum. Ég finn mig mjög vel í því sem að Lilja hefur verið að gera, að finna skapandi greinum rými. Ég hef mjög mikinn áhuga á að taka þátt í þeirri vinnu og öðrum störfum og öðrum ákvörðunum sem þarf að taka inn á þingi.“ Lilja hafði samband á fimmtudaginn Hann segir framboð sitt hafa komið til með þeim hætti að hann hafði samband við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, þegar að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti að þing yrði rofið og boðaði til kosninga 13. október. „Ég hef mikinn áhuga á því að ryðja Lilju brautargengi, því hún er hálfnuð með þessa vinnu í kringum skapandi greinar og ég bauð henni aðstoð í þeirri vinnu. Hún hafði síðan samband við mig á fimmtudaginn og spurði hvort hún mætti setja nafnið mitt inn. Síðan var það kjördæmisráðið sem fór yfir það. Þegar maður fær svona tækifæri og er boðið að taka sæti sem trúnaðarmaður við flokkinn ofarlega og leggja sitt að mörkum til þess að gera samfélagið betra þá er ég er tilbúinn til þess.“ Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Þetta segir Einar Þór Bárðarson, sjálfstætt starfandi ráðgjafi sem skipar annað sæti lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, spurður hvort að hann hafi sóst eftir sæti á lista hjá öðrum flokki en Framsókn eða hvort að aðrir flokkar hafi komið að tali við hann áður en hann ákvað að láta slag standa með Framsókn. „Ég ræddi þetta við mína konu og börnin mín við kvöldmat í gær og fékk samþykki þeirra og þá hugsaði ég með mér að ef fólk vill nýta mig til góðra verka þá er ég klár.“ Einar hefur verið skráður í Sjálfstæðisflokkinn í fjölmörg ár og gegnt ýmsum störfum fyrir flokkinn. Hann segir nú skilið við flokkinn og lítur fram á veg með Framsókn. Hann tekur fram að hann hafi ekki átt í neinum viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn um sæti á lista fyrir komandi alþingiskosningar sem verða þann 30. nóvember. Ekki jafn róttækur til hægri og margir Sjálfstæðismenn „Ég hef lengi starfað með Sjálfstæðisflokknum og var á tímabili í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Ég var síðast í umhverfis- og samgöngunefnd hjá flokknum. Mér bauðst að taka sæti með Lilju og ég hef verið að vinna með henni í skapandi greinum og hafði áhuga á að leggja henni lið í þeirri vinnu og í öðrum góðum málum,“ segir Einar. Hann bætir við að undanfarið hafi leiðir hans og Sjálfstæðisflokksins farið í ólíkar áttir. „Ég hef kannski ekki verið jafn róttækur til hægri eins og margir Sjálfstæðismenn. Þannig hef ég kannski eins og margir aðrir ekki náð að staðsetja mig almennilega í Sjálfstæðisflokknum. Ég finn mig mjög vel í því sem að Lilja hefur verið að gera, að finna skapandi greinum rými. Ég hef mjög mikinn áhuga á að taka þátt í þeirri vinnu og öðrum störfum og öðrum ákvörðunum sem þarf að taka inn á þingi.“ Lilja hafði samband á fimmtudaginn Hann segir framboð sitt hafa komið til með þeim hætti að hann hafði samband við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, þegar að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti að þing yrði rofið og boðaði til kosninga 13. október. „Ég hef mikinn áhuga á því að ryðja Lilju brautargengi, því hún er hálfnuð með þessa vinnu í kringum skapandi greinar og ég bauð henni aðstoð í þeirri vinnu. Hún hafði síðan samband við mig á fimmtudaginn og spurði hvort hún mætti setja nafnið mitt inn. Síðan var það kjördæmisráðið sem fór yfir það. Þegar maður fær svona tækifæri og er boðið að taka sæti sem trúnaðarmaður við flokkinn ofarlega og leggja sitt að mörkum til þess að gera samfélagið betra þá er ég er tilbúinn til þess.“
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira