Sunak og Starmer tókust á um skatta, útlendingamál og NHS Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júní 2024 07:55 Starmer og Sunak mættust í gær í fyrstu kappræðunum fyrir kosningar. Getty/ITV/Jonathan Hordle Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, og Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, mættust í gær í fyrstu kappræðum sínum fyrir þingkosningarnar í Bretlandi sem fara fram 4. júlí næstkomandi. Leiðtogarnir tókust á um skatta, heilbrigðiskerfið og innflytjendur en Starmer sagði atkvæði til handa Íhaldsflokknum jafngilda því að afhenda brennuvargi eldspýtur. Sunak ráðlagði áhorfendum hins vegar að byrja að safna fyrir útsvarinu ef það sæi fyrir sér að Verkamannaflokkurinn kæmist til valda. „Verkamannaflokkurinn mun hækka skattana ykkar. Það er í erfðaefninu þeirra. Starfið þitt, bíllinn þinn, eftirlaunin þín; Verkamannaflokkurinn mun skattleggja það,“ sagði Sunak og hélt því fram að stefnumál Verkamannaflokksins myndi kosta fjölskyldur 2.000 pund á ársgrundvelli. 'This is shocking.' Sir @Keir_Starmer responds to @RishiSunak claims the Labour Party would not keep the country as safe as the Conservatives. #ITVDebatehttps://t.co/1jKrS2Dy5n pic.twitter.com/z3MTC5XDpE— ITV News (@itvnews) June 4, 2024 Þessu hafnaði Starmer og sagði töluna uppspuna Íhaldsflokksins byggðan á skálduðum stefnumálum. Starmer sagði aðeins eina ástæðu fyrir því að forsætisráðherrann hefði boðað til þingkosninga í sumar; hann vissi að áætlanir hans í efnahags- og útlendingamálum myndu ekki ganga eftir. Hvað varðar útlendingamálin hét Starmer því að Bretland yrði áfram aðili að Mannréttindasáttmála Evrópu en Sunak gaf í skyn að Íhaldsflokkurinn myndi mögulega ganga frá borði; ef valið stæði á milli þess að treysta landamærin eða eiga aðild að „erlendum dómstól“ myndi hann forgangsraða öryggi landsins. „Við munum ekki draga okkur úr alþjóðlegum sáttmálum og alþjóðalögum sem njóta virðingar um allan heim,“ sagði Starmer hins vegar. „Því ég vil að Bretland sé virtur þátttakandi á hinu alþjóðlega sviði, ekki úrhrak sem er ósammála alþjóðalögum.“ Leiðtogarnir ræddu heilbrigðiskerfið og voru á öndverðum meiði þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir myndu nýta sér einkarekna þjónustu til að komast framhjá biðlistum. Sunak sagði já en Starmer nei. 'If you had loved ones on a waiting list for surgery, would you use private healthcare?' @julie_etch asks. 'Yes', says @RishiSunak; 'No', says Sir @Keir_Starmer#ITVDebatehttps://t.co/1jKrS2Dy5n pic.twitter.com/ca2HfJv5lt— ITV News (@itvnews) June 4, 2024 Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Sjá meira
Leiðtogarnir tókust á um skatta, heilbrigðiskerfið og innflytjendur en Starmer sagði atkvæði til handa Íhaldsflokknum jafngilda því að afhenda brennuvargi eldspýtur. Sunak ráðlagði áhorfendum hins vegar að byrja að safna fyrir útsvarinu ef það sæi fyrir sér að Verkamannaflokkurinn kæmist til valda. „Verkamannaflokkurinn mun hækka skattana ykkar. Það er í erfðaefninu þeirra. Starfið þitt, bíllinn þinn, eftirlaunin þín; Verkamannaflokkurinn mun skattleggja það,“ sagði Sunak og hélt því fram að stefnumál Verkamannaflokksins myndi kosta fjölskyldur 2.000 pund á ársgrundvelli. 'This is shocking.' Sir @Keir_Starmer responds to @RishiSunak claims the Labour Party would not keep the country as safe as the Conservatives. #ITVDebatehttps://t.co/1jKrS2Dy5n pic.twitter.com/z3MTC5XDpE— ITV News (@itvnews) June 4, 2024 Þessu hafnaði Starmer og sagði töluna uppspuna Íhaldsflokksins byggðan á skálduðum stefnumálum. Starmer sagði aðeins eina ástæðu fyrir því að forsætisráðherrann hefði boðað til þingkosninga í sumar; hann vissi að áætlanir hans í efnahags- og útlendingamálum myndu ekki ganga eftir. Hvað varðar útlendingamálin hét Starmer því að Bretland yrði áfram aðili að Mannréttindasáttmála Evrópu en Sunak gaf í skyn að Íhaldsflokkurinn myndi mögulega ganga frá borði; ef valið stæði á milli þess að treysta landamærin eða eiga aðild að „erlendum dómstól“ myndi hann forgangsraða öryggi landsins. „Við munum ekki draga okkur úr alþjóðlegum sáttmálum og alþjóðalögum sem njóta virðingar um allan heim,“ sagði Starmer hins vegar. „Því ég vil að Bretland sé virtur þátttakandi á hinu alþjóðlega sviði, ekki úrhrak sem er ósammála alþjóðalögum.“ Leiðtogarnir ræddu heilbrigðiskerfið og voru á öndverðum meiði þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir myndu nýta sér einkarekna þjónustu til að komast framhjá biðlistum. Sunak sagði já en Starmer nei. 'If you had loved ones on a waiting list for surgery, would you use private healthcare?' @julie_etch asks. 'Yes', says @RishiSunak; 'No', says Sir @Keir_Starmer#ITVDebatehttps://t.co/1jKrS2Dy5n pic.twitter.com/ca2HfJv5lt— ITV News (@itvnews) June 4, 2024
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Sjá meira