Hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir banaslysið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. júní 2024 14:31 Mynd frá vettvangi við Reyjkanesvirkjun árið 2017. Vísir/GVA Umsögn Vinnueftirlitsins varpar nýju ljósi á banaslys sem varð fyrir sjö árum síðan í svefnskála fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi. Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, lést í slysinu eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings inn í svefnskálanum. Herbergisfélagi Adams var einnig í lífshættulegu ástandi eftir atvikið. Rannsakandi málsins segir í samtali við Vísi að atvikið hafi ekki þurft að eiga sér stað og að auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Heimildin greindi fyrst frá. Í umsögn Vinnueftirlitsins vegna slyssins sem Vísir hefur undir höndum kemur fram að sambærilegt atvik hafi átt sér stað með sömu borholu fjórum árum fyrir banaslysið, árið 2013. Reykjanesvirkjun er í eigu HS Orku en þrátt fyrir að atvikið árið 2013 hafi verið skráð í dagbók fyrirtækisins og kallað eftir betri umgengni um borholuna var ekkert gert. HS Orka gerði ekki nauðsynlegar ráðstafanir Í umsögninni kemur skýrt fram að HS Orka hafi ekki gert nauðsynlegar varúðar- og öryggisráðstafanir þrátt fyrir að fyrirtækið hafi verið meðvitað um vankanta er vörðuðu borholuna. Þrátt fyrir þetta sá lögreglan á Suðurnesjum ekki ástæðu til að rannsaka hvort HS Orka bæri ábyrgð á banaslysinu vegna vanrækslu á að bæta úr þeim göllum sem komu í ljós árið 2013. Málið var fellt niður en tryggingafélag HS Orku gerði samkomulag um bætur við aðstandendur Adams. Jóhannes Helgason, sem vann að rannsókn málsins fyrir hönd Vinnueftirlitsins, segir í samtali við Vísi að HS Orka hafi veitt Vinnueftirlitinu upplýsingar um gallana sem komu upp árið 2013 af eigin frumkvæði. „Þeir voru ekki að fela þetta en þeir hafa fundið þetta eftir að slysið varð. Ég veit ekki hvort að þetta frávik hafi verið borið undir lögregluna á sínum tíma,“ segir Jóhannes. Hefði ekki þurft að gerast Spurður hvort að honum finnist að HS Orka hefði átt að bera ábyrgð sökum gáleysislegrar vanrækslu segir Jóhannes að það sé auðvitað túlkunaratriði. Hann bætir þó við: „Það hefði verið heppilegra ef það hefði verið bætt úr þessu, þá hefði þetta ekki gerst. Það hefði þurft tiltölulega einfalda aðgerð til að bæta úr þessu. Þá hefði þetta ekki farið á þennan veg. Þetta er lögreglunnar að meta en mér fannst þetta gáleysislegt þegar eitthvað svona alvarlegt kemur upp og það er ekki leiðrétt. Þeir voru búnir að sjá hættuna og lagfærðu þetta ekki. Það hefði ekki komið okkur á óvart ef þetta hefði farið þá leið að þetta hefði verið metið sem gáleysi.“ Skortur á svörum frá lögreglunni Vinnueftirlitið sendi lögreglunni á Suðurnesjum beiðni um að taka skýrslu af ýmsum aðilum tengdum málinu sex dögum eftir banaslysið. Þar á meðal var forstjóri HS Orku en lögreglan var beðin um að spyrja hann að ýmsu tengdu borholunni en þar má helst nefna hvort að starfsmenn fyrirtækisins hefðu áður orðið varir við frávik vegna gasmengunar í kaldavatnskerfinu. Í umsögninni lýsir Vinnueftirlitið skorti á svörum frá lögreglunni varðandi skýrslutökur af málsaðilum og svör við spurningum. Þá kemur jafnframt fram að öryggisstjórnkerfi HS Orku hafi verið ófullnægjandi. „Þrýstingsmælir á borholu virkaði ekki sem skyldi og boð um það bárust ekki inn í öryggisstjórnunarkerfi fyrirtækisins. Ekki var búið að uppfæra/raungera áhættumat í samræmi við upplýsingar frá árinu 2013,“ stendur í niðurstöðukafla Vinnueftirlitsins. Sváfu í gömlu mötuneyti Jóhannes tekur fram að svefnskálinn svokallaði sem Adam og herbergisfélaginn gistu í á vegum fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi hafi í raun verið mötuneyti. „Upphaflega var þetta mötuneyti. Þetta var allavega ekki í notkun nema sá látni gisti þarna og tilgangurinn var sá að hann og herbergisfélaginn hans gætu stokkið til og unnið ef eitthvað kæmi upp á.“ Spurður hvort að Adam hafi búið þarna þau sex ár sem hann vann fyrir fyrirtækið segir Jóhannes að hann geti ekki svarað því en tekur fram að þeir hafi verið með eitthvað dót þarna. „Þeir voru með eitthvað dót þarna en sá látni átti kærustu sem bjó í Keflavík minni mig, svo kannski hafa þeir átt eitthvað annað heimili þó að þeir hafi oft gist þarna.“ Lögreglumál Jarðhiti Reykjanesbær Vinnuslys Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í svefnskála á Suðurnesjum Starfsmaður fiskverkunar Háteigs í ellefu ár. 10. febrúar 2017 12:38 Röð atvika leiddi til banaslyssins í húsnæði Háteigs Rannsókn HS Orku og Vinnueftirlitsins á banaslysinu í húsnæði Háteigs á Reykjanesi í febrúar 2017 er nú lokið. 4. október 2018 20:02 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Skólans ekki borgarinnar að útvega túlk Veðurstofa geti sagt fyrir um eldgos með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Sjá meira
Herbergisfélagi Adams var einnig í lífshættulegu ástandi eftir atvikið. Rannsakandi málsins segir í samtali við Vísi að atvikið hafi ekki þurft að eiga sér stað og að auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Heimildin greindi fyrst frá. Í umsögn Vinnueftirlitsins vegna slyssins sem Vísir hefur undir höndum kemur fram að sambærilegt atvik hafi átt sér stað með sömu borholu fjórum árum fyrir banaslysið, árið 2013. Reykjanesvirkjun er í eigu HS Orku en þrátt fyrir að atvikið árið 2013 hafi verið skráð í dagbók fyrirtækisins og kallað eftir betri umgengni um borholuna var ekkert gert. HS Orka gerði ekki nauðsynlegar ráðstafanir Í umsögninni kemur skýrt fram að HS Orka hafi ekki gert nauðsynlegar varúðar- og öryggisráðstafanir þrátt fyrir að fyrirtækið hafi verið meðvitað um vankanta er vörðuðu borholuna. Þrátt fyrir þetta sá lögreglan á Suðurnesjum ekki ástæðu til að rannsaka hvort HS Orka bæri ábyrgð á banaslysinu vegna vanrækslu á að bæta úr þeim göllum sem komu í ljós árið 2013. Málið var fellt niður en tryggingafélag HS Orku gerði samkomulag um bætur við aðstandendur Adams. Jóhannes Helgason, sem vann að rannsókn málsins fyrir hönd Vinnueftirlitsins, segir í samtali við Vísi að HS Orka hafi veitt Vinnueftirlitinu upplýsingar um gallana sem komu upp árið 2013 af eigin frumkvæði. „Þeir voru ekki að fela þetta en þeir hafa fundið þetta eftir að slysið varð. Ég veit ekki hvort að þetta frávik hafi verið borið undir lögregluna á sínum tíma,“ segir Jóhannes. Hefði ekki þurft að gerast Spurður hvort að honum finnist að HS Orka hefði átt að bera ábyrgð sökum gáleysislegrar vanrækslu segir Jóhannes að það sé auðvitað túlkunaratriði. Hann bætir þó við: „Það hefði verið heppilegra ef það hefði verið bætt úr þessu, þá hefði þetta ekki gerst. Það hefði þurft tiltölulega einfalda aðgerð til að bæta úr þessu. Þá hefði þetta ekki farið á þennan veg. Þetta er lögreglunnar að meta en mér fannst þetta gáleysislegt þegar eitthvað svona alvarlegt kemur upp og það er ekki leiðrétt. Þeir voru búnir að sjá hættuna og lagfærðu þetta ekki. Það hefði ekki komið okkur á óvart ef þetta hefði farið þá leið að þetta hefði verið metið sem gáleysi.“ Skortur á svörum frá lögreglunni Vinnueftirlitið sendi lögreglunni á Suðurnesjum beiðni um að taka skýrslu af ýmsum aðilum tengdum málinu sex dögum eftir banaslysið. Þar á meðal var forstjóri HS Orku en lögreglan var beðin um að spyrja hann að ýmsu tengdu borholunni en þar má helst nefna hvort að starfsmenn fyrirtækisins hefðu áður orðið varir við frávik vegna gasmengunar í kaldavatnskerfinu. Í umsögninni lýsir Vinnueftirlitið skorti á svörum frá lögreglunni varðandi skýrslutökur af málsaðilum og svör við spurningum. Þá kemur jafnframt fram að öryggisstjórnkerfi HS Orku hafi verið ófullnægjandi. „Þrýstingsmælir á borholu virkaði ekki sem skyldi og boð um það bárust ekki inn í öryggisstjórnunarkerfi fyrirtækisins. Ekki var búið að uppfæra/raungera áhættumat í samræmi við upplýsingar frá árinu 2013,“ stendur í niðurstöðukafla Vinnueftirlitsins. Sváfu í gömlu mötuneyti Jóhannes tekur fram að svefnskálinn svokallaði sem Adam og herbergisfélaginn gistu í á vegum fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi hafi í raun verið mötuneyti. „Upphaflega var þetta mötuneyti. Þetta var allavega ekki í notkun nema sá látni gisti þarna og tilgangurinn var sá að hann og herbergisfélaginn hans gætu stokkið til og unnið ef eitthvað kæmi upp á.“ Spurður hvort að Adam hafi búið þarna þau sex ár sem hann vann fyrir fyrirtækið segir Jóhannes að hann geti ekki svarað því en tekur fram að þeir hafi verið með eitthvað dót þarna. „Þeir voru með eitthvað dót þarna en sá látni átti kærustu sem bjó í Keflavík minni mig, svo kannski hafa þeir átt eitthvað annað heimili þó að þeir hafi oft gist þarna.“
Lögreglumál Jarðhiti Reykjanesbær Vinnuslys Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í svefnskála á Suðurnesjum Starfsmaður fiskverkunar Háteigs í ellefu ár. 10. febrúar 2017 12:38 Röð atvika leiddi til banaslyssins í húsnæði Háteigs Rannsókn HS Orku og Vinnueftirlitsins á banaslysinu í húsnæði Háteigs á Reykjanesi í febrúar 2017 er nú lokið. 4. október 2018 20:02 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Skólans ekki borgarinnar að útvega túlk Veðurstofa geti sagt fyrir um eldgos með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Sjá meira
Nafn mannsins sem lést í svefnskála á Suðurnesjum Starfsmaður fiskverkunar Háteigs í ellefu ár. 10. febrúar 2017 12:38
Röð atvika leiddi til banaslyssins í húsnæði Háteigs Rannsókn HS Orku og Vinnueftirlitsins á banaslysinu í húsnæði Háteigs á Reykjanesi í febrúar 2017 er nú lokið. 4. október 2018 20:02