Fannst yfirgefin tveggja daga gömul en lifir góða lífinu í dag Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júní 2024 15:20 Það væsir ekki um kálfinn unga, sem enn á eftir að fá nafn. Hreindýragarðurinn Hálfs mánaðar gamall hreindýrskálfur er nýjasti íbúinn í Hreindýragarðinum á bænum Vínlandi á Héraði rétt við Egilsstaði. Nýliðinn hefur vakið mikla lukku þrátt fyrir að mikil vinna liggi að baki því að sjá um móðurlausan kálf. Kolbrún Edda er einn af umsjónarmönnum Hreindýragarðsins. Hún segir bænum hafa borist símtal þess efnis að lítill hreindýrskálfur hafi fundist yfirgefinn upp í fjalli nálægt Ormsstöðum utan við Egilsstaði. Björn Magnússon hreindýrabóndi og afi Eddu hafi stokkið af stað og verið meira en viðbúin þessu, en fyrir eiga þau hreindýratarfa sem fundust árið 2021, Mosa og Garp. Eftir að Mosi og Garpur fundust, aðeins nokkurra daga gamlir, gekk Björn þeim í móðurstað. Sama átti sér stað þegar nýjasti kálfurinn fannst. „Afi hefur síðustu ár verið að vinna í því að stækka og betrumbæta Hreindýragarðinn og hefur aðsóknin verið fram úr okkar væntingum. Með því að hugsa um tarfana okkar tvo hefur hann verið að byggja kofa og fleiri hólf, ef það skyldu finnast fleiri kálfar eða hreindýr í neyð, og hefur hann búið þar síðustu vikur, með litlu hreindýrabeljuna okkar,“ segir Edda. Kálfurinn var á stærð við fót fyrstu dagana. Hreindýragarðurinn Hún hafi einungis verið eins eða tveggja daga gömul þegar hún kom í Hreindýragarðinn. „Hún hefur dafnað afar vel og er um hálfs mánaða í dag. Það er brjáluð vinna að vera með móðurlausan hreindýrskálf og hefur afi verið hjá henni allan sólahringinn, dag og nótt, að hlúa að henni og passa að hún fái allt sem hún þurfi.“ Edda segir svipaða vinnu felast í því að sjá um hreindýrskálf og ungabarn. Fyrir utan að sofa þurfi með kálfinn úti og blanda nýja mjólk á tveggja tíma fresti. Hreindýragarðurinn virðist afar vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn sem eiga leið um Austurlandið. „Við höfum verið að fá mikið af gestum þrátt fyrir lítið af auglýsingum, en í vetur fengum við gesti hvern einasta dag, þrátt fyrir að vera ekki með opnunartíma. Og síðasta sumar voru um fjögur þúsund manns,“ segir Edda. Enn á eftir að gefa kálfinum nafn, en í færslu Hreindýragarðsins á Instagram eru fylgjendur beðnir um tillögur að nafni á kálfinn. Lumar þú á góðu nafni? Kálfurinn vex hratt úr grasi. Hreindýragarðurinn Íbúar passa vel upp á að hún sé nærð.Hreindýragarðurinn Mosi og Garpur ásamt Birni hreindýrabónda.Hreindýragarðurinn Dýr Landbúnaður Múlaþing Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Sjá meira
Kolbrún Edda er einn af umsjónarmönnum Hreindýragarðsins. Hún segir bænum hafa borist símtal þess efnis að lítill hreindýrskálfur hafi fundist yfirgefinn upp í fjalli nálægt Ormsstöðum utan við Egilsstaði. Björn Magnússon hreindýrabóndi og afi Eddu hafi stokkið af stað og verið meira en viðbúin þessu, en fyrir eiga þau hreindýratarfa sem fundust árið 2021, Mosa og Garp. Eftir að Mosi og Garpur fundust, aðeins nokkurra daga gamlir, gekk Björn þeim í móðurstað. Sama átti sér stað þegar nýjasti kálfurinn fannst. „Afi hefur síðustu ár verið að vinna í því að stækka og betrumbæta Hreindýragarðinn og hefur aðsóknin verið fram úr okkar væntingum. Með því að hugsa um tarfana okkar tvo hefur hann verið að byggja kofa og fleiri hólf, ef það skyldu finnast fleiri kálfar eða hreindýr í neyð, og hefur hann búið þar síðustu vikur, með litlu hreindýrabeljuna okkar,“ segir Edda. Kálfurinn var á stærð við fót fyrstu dagana. Hreindýragarðurinn Hún hafi einungis verið eins eða tveggja daga gömul þegar hún kom í Hreindýragarðinn. „Hún hefur dafnað afar vel og er um hálfs mánaða í dag. Það er brjáluð vinna að vera með móðurlausan hreindýrskálf og hefur afi verið hjá henni allan sólahringinn, dag og nótt, að hlúa að henni og passa að hún fái allt sem hún þurfi.“ Edda segir svipaða vinnu felast í því að sjá um hreindýrskálf og ungabarn. Fyrir utan að sofa þurfi með kálfinn úti og blanda nýja mjólk á tveggja tíma fresti. Hreindýragarðurinn virðist afar vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn sem eiga leið um Austurlandið. „Við höfum verið að fá mikið af gestum þrátt fyrir lítið af auglýsingum, en í vetur fengum við gesti hvern einasta dag, þrátt fyrir að vera ekki með opnunartíma. Og síðasta sumar voru um fjögur þúsund manns,“ segir Edda. Enn á eftir að gefa kálfinum nafn, en í færslu Hreindýragarðsins á Instagram eru fylgjendur beðnir um tillögur að nafni á kálfinn. Lumar þú á góðu nafni? Kálfurinn vex hratt úr grasi. Hreindýragarðurinn Íbúar passa vel upp á að hún sé nærð.Hreindýragarðurinn Mosi og Garpur ásamt Birni hreindýrabónda.Hreindýragarðurinn
Dýr Landbúnaður Múlaþing Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Sjá meira