„Orð munu seint ná utan um það þakklæti sem býr mér í brjósti fyrir stuðninginn og traustið sem þið hafið sýnt mér. En hér eru myndir sem sýna að enginn gerir neitt merkilegt einn - við gerðum þetta saman! Ég stend á öxlum ykkar og vonast til að lána ykkur mínar og þjóna þannig þegar ég tek við þann 1. ágúst næstkomandi,“ segir Halla í færslunni.
Þar þakkar hún heillaóskir og kveðjur og segir þær skipa hana, og fjölskylduna, miklu máli. Með færslunni deilir hún myndum úr kosningabaráttu sinni.