„Komið með mér að fá mér tattú í andlitið. Veit ég hvað ég ætla að fá mér? Nei. En það kemur í ljós,“ segir Eyrún Telma í myndbandinu. Því næst má sjá staðsetningu húðflúranna sem eru á sitthvoru eyranu og lítið fiðrildi á annarri kinnini.
Watch on TikTok
Rúnar Hroði og Eyrún Telma eru líklega flúruðustu hjón landsins og stefna bæði að svokölluðu full body suit eða fullskreyttum líkama af húðflúrum. Þrátt fyrir að fólki finnst þau oft líta vígalega út eru þau fjölskyldufólk sem lifir hæglætislífi með tvíbura sonum sínum.
„Mér hefur alltaf langað að vera þannig að falla ekki alveg inn í normið. Ég var byrjuð að fá mér nokkur þegar við kynnumst en síðan eftir það var hann að vinna á tattústofu og auðvelt aðgengi. Ég fékk margar spurningar eftir að við byrjuðum saman, hvort ég væri að gera þetta fyrir kærastann minn og ég sagði alltaf, nei ég er að gera þetta fyrir mig,“ sagði Eyrún þættinum Afbrigði árið 2021. Þættirnir sem eru í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur fjalla um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíl.
Brot úr þættinum má sjá hér að neðan.