Alcaraz, sem situr í þriðja sæti heimslistans í tennis, þurfti heldur betur að hafa fyrir hlutunum í dag. Hann sigraði fyrsta settið 6-3 áður en hann tapaði næstu tveimur 6-2 og 7-5.
Spánverjinn sneri taflinu þó við að lokum og vann 6-1 sigur í fjórða setti og kláraði oddasettið 6-2.
🏆 Carlos 🏆 Alcaraz 🏆
— #AusOpen (@AustralianOpen) June 9, 2024
3x Grand Slam champion. VAMOS❗️ pic.twitter.com/oX38M6QZhB
Með sigrinum varð Alcaraz sá yngsti í sögunni til að vinna risamót á öllum þremur keppnisyfirborðunum, en leikið er á leir á Opna franska. Alcaraz, sem er aðeins 21 árs gamall, lék öll sín yngri ár á leir og er nú loks búinn að bæta honum í safnið.