Spegilmynd af samfélaginu muni búa á Heklureit Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 11. júní 2024 20:31 Fyrstu íbúðir fara í almenna sölu í ágúst. Vísir/Einar ONNO ehf. Heklureiturinn svokallaði í Reykjavík er að taka algerum stakkaskiptum. Ný íbúðarhús eru að rísa þar sem áður voru verkstæði. Framkvæmdastjóri Heklureits segir allt að 440 íbúðir munu rísa á reitnum og þær fyrstu verði afhentar haustið 2025. Heimir Már hitti Örn Kjartansson framkvæmdastjóra Heklureits í kvöldfréttum. Hann segir að alls muni fimm hús rísa á Heklureitnum og fyrstu íbúðirnar verði afhentar haustið 2025. „Og í fyrsta húsinu eru 84 íbúðir, í því næsta 102. Þannig að þetta mun koma í almenna sölu, fyrsta húsið, í ágúst en við erum þegar búin að selja í forsölu einhverja 21 íbúð. Þannig að það er áhugi.“ Hekluhúsið sem nú stendur við Laugarveg mun þannig víkja fyrir nýjum íbúðarhúsum. Örn segir að rísa muni stór og myndarlegur þéttingarreitur. „Það var náttúrlega Hekla sem seldi þannig að þeir vita hvenær þeir eiga að fara. Hérna er heimild fyrir allt að 440 íbúðum í þessum fimm byggingum. En þetta verður ekki allt byggt í einu, en hægt og rólega,“ segir Örn og að borgarmyndin breytist því mikið. Þannig að Laugavegurinn er að breytast mikið og tengjast miðborginni? „Algjörlega, og verður tekinn allur í gegn í leiðinni, og gerðar hérna góðar gönguleiðir og hjólaleiðir, eins uppi í Brautarholti. Þannig að þetta verður mikil breyting þegar þetta verður búið.“ Aðspurður segir Örn íbúðirnar í húsunum fyrir allar stéttir fólks. „Við erum með frá 45 fermetrum upp í 270 fermetra og allt þar á milli. Þannig að hérna mun vera spegilmynd af borginni.“ Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Heimir Már hitti Örn Kjartansson framkvæmdastjóra Heklureits í kvöldfréttum. Hann segir að alls muni fimm hús rísa á Heklureitnum og fyrstu íbúðirnar verði afhentar haustið 2025. „Og í fyrsta húsinu eru 84 íbúðir, í því næsta 102. Þannig að þetta mun koma í almenna sölu, fyrsta húsið, í ágúst en við erum þegar búin að selja í forsölu einhverja 21 íbúð. Þannig að það er áhugi.“ Hekluhúsið sem nú stendur við Laugarveg mun þannig víkja fyrir nýjum íbúðarhúsum. Örn segir að rísa muni stór og myndarlegur þéttingarreitur. „Það var náttúrlega Hekla sem seldi þannig að þeir vita hvenær þeir eiga að fara. Hérna er heimild fyrir allt að 440 íbúðum í þessum fimm byggingum. En þetta verður ekki allt byggt í einu, en hægt og rólega,“ segir Örn og að borgarmyndin breytist því mikið. Þannig að Laugavegurinn er að breytast mikið og tengjast miðborginni? „Algjörlega, og verður tekinn allur í gegn í leiðinni, og gerðar hérna góðar gönguleiðir og hjólaleiðir, eins uppi í Brautarholti. Þannig að þetta verður mikil breyting þegar þetta verður búið.“ Aðspurður segir Örn íbúðirnar í húsunum fyrir allar stéttir fólks. „Við erum með frá 45 fermetrum upp í 270 fermetra og allt þar á milli. Þannig að hérna mun vera spegilmynd af borginni.“
Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira