Guðrún vill lagabreytingar ekki pólitísk afskipti Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 12. júní 2024 19:22 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, segist vilja breyta lögum svo hægt sé að vísa burt fólki sem fengið hefur hér hæli en brýtur lög ítrekað. Vísir/Steingrímur Dúi Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir mjög mikilvægt og hollt að minna stjórnmálamenn og alla sem vinna í stjórnmálum á það að meðferð sakamála geti aldrei lotið pólitískum afskiptum. Það segir Guðrún um yfirlýsingu sína sem birtist á vef stjórnarráðsins um það sama. Tilefni tilkynningar hennar var erindi fjármálaráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, um netsölu áfengis sem hann sendi lögreglu í gær. Guðrún sagði lögreglu og ríkissaksóknara bera að rannsaka sakamál á Íslandi. Engum í ríkisstjórn bæri að senda erindi á lögreglu um að hefja rannsókn. Það sé hlutverk hennar sjálfrar og ríkissaksóknara. Sigurður Ingi hefur sagt að hann hafi ekki verið að hvetja til sakamálarannsóknar, heldur hafi hann verið að benda á gildandi lög. Guðrún segir það hennar hlutverk að vernda réttarríkið og hún standi vörð um það með sínu bréfi. „Við sem störfum í pólitík getum ekki sagt lögreglunni eða ríkissaksóknara hvaða mál þau eigi að rannsaka, hvernig eða hvenær,“ segir Guðrún í viðtalinu sem er hægt að horfa á í heild sinni hér að ofan. Um netsöluna sjálfa og fyrirkomulagið segir Guðrún að hún telji nauðsynlegt að ná utan um fyrirkomulag á sölu á áfengi og sérstaklega á erlendu netverslununum sem starfa hér á landi. Hún sagði Sjálfstæðisflokkinn oft hafa lagt fram frumvörp sem svo ekki hafa náð fram að ganga. „Það er Alþingis að setja ramman um fyrirkomulag sölu og ég skipti mér ekki af því að lögreglan rannsaki ekki eitthvað,“ segir Guðrún og að ef íbúar landsins séu ekki sáttir geti þeir lagt fram kæru. Eðlilegast væri að löggjafinn myndi ná utan um söluna á þessari viðkvæmu vöru í erlendum netverslunum og að innlendar netverslanir standi jafnfætis. „Alþingi verður að ákveða fyrirkomulag á sölu á þessari viðkvæmu vöru.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. 12. júní 2024 16:54 Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Tilefni tilkynningar hennar var erindi fjármálaráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, um netsölu áfengis sem hann sendi lögreglu í gær. Guðrún sagði lögreglu og ríkissaksóknara bera að rannsaka sakamál á Íslandi. Engum í ríkisstjórn bæri að senda erindi á lögreglu um að hefja rannsókn. Það sé hlutverk hennar sjálfrar og ríkissaksóknara. Sigurður Ingi hefur sagt að hann hafi ekki verið að hvetja til sakamálarannsóknar, heldur hafi hann verið að benda á gildandi lög. Guðrún segir það hennar hlutverk að vernda réttarríkið og hún standi vörð um það með sínu bréfi. „Við sem störfum í pólitík getum ekki sagt lögreglunni eða ríkissaksóknara hvaða mál þau eigi að rannsaka, hvernig eða hvenær,“ segir Guðrún í viðtalinu sem er hægt að horfa á í heild sinni hér að ofan. Um netsöluna sjálfa og fyrirkomulagið segir Guðrún að hún telji nauðsynlegt að ná utan um fyrirkomulag á sölu á áfengi og sérstaklega á erlendu netverslununum sem starfa hér á landi. Hún sagði Sjálfstæðisflokkinn oft hafa lagt fram frumvörp sem svo ekki hafa náð fram að ganga. „Það er Alþingis að setja ramman um fyrirkomulag sölu og ég skipti mér ekki af því að lögreglan rannsaki ekki eitthvað,“ segir Guðrún og að ef íbúar landsins séu ekki sáttir geti þeir lagt fram kæru. Eðlilegast væri að löggjafinn myndi ná utan um söluna á þessari viðkvæmu vöru í erlendum netverslunum og að innlendar netverslanir standi jafnfætis. „Alþingi verður að ákveða fyrirkomulag á sölu á þessari viðkvæmu vöru.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. 12. júní 2024 16:54 Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. 12. júní 2024 16:54
Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06