Auglýsti hlaðvarp Miðflokksins í pontu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2024 23:39 Bergþór Ólason þingmaður og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins fóru með ræðu fyrir hönd flokksins í eldhúdagsumræðum í kvöld. Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins uppskar hlátur í lok ræðu sinnar í eldhúsdagsumræðum í kvöld þegar hann auglýsti hlaðvarp flokksins, Sjónvarpslausa fimmtudaga, sem hann og Sigmundur Davíð flokksbróðir hans halda uppi. Í ræðu sinni sagði Bergþór að þingið sem senn verður slitið sé með þeim undarlegustu á líftíma ríkisstjórnarinnar. Þá skaut hann föstum skotum á ríkisstjórnarflokkana þrjá og sagði þrautagöngu þeirra hafa orðið átakanlega augljósa á liðnum vikum. „Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins nýtur þess nú að kjamsa á nýrri ríkisstofnun, Mannréttindastofnun, ofan á allar hinar stofnanirnar sem höndla með þau mál og ófjármögnuðu listamannalaunin og ófjármagnaða þjóðaróperan, allt hlýtur þetta að vekja gleði. Vinstri grænir gleðjast svo yfir því að hafa samþykkt ný útlendingalög, sem eru til bóta þótt enn sé of skammt gengið. Breyting á lögreglulögum er þeim eflaust mjúkur biti undir tönn, enda útilokað fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sjá það mál ekki klárast, það væri beinlínis niðurlægjandi fyrir flokkinn. En Vinstri grænir fá Mannréttindastofnun sína, þannig að þeir kyngja rest. Framsóknarmennirnir halda svo áfram baráttunni við sjálfa sig þar sem minkurinn er kominn í hænsnakofann en samt virðist meiri hluti lykilfrumvarpa flokksins ekki fjármagnaður að fullu og augljóslega ætlunin að senda vandamálið yfir á næstu ríkisstjórn,“ sagði Bergþór í ræðu sinni. Sendi Grindvíkingum og bændum kveðju Hann sendi Grindvíkingum og bændum að auki kveðju. Sagðist vona að það takist að standa með þeim Grindvíkingum varðandi þær lausnir sem þeim eru boðnar. „Við bændur landsins vil ég segja, Standið ykkur vel í baráttunni sem þið standið í eftir veðurskotið fyrir norðan og austan.“ Þá endaði hann ræðu sína, sem var sú síðasta í kvöld, á að senda landsmönnum sumarkveðju en tókst að auki að lauma inn lítilli auglýsingu. „Góðir landsmenn. Ég held að sumarið eigi eftir að verða afbragðsgott. Við í þingflokki Miðflokksins ætlum að flandra um og reyna að hitta sem flesta. En til að sumarið verði enn þá betra en annars yrði hvet ég ykkur til að hlusta á Sjónvarpslausa fimmtudaga sem koma í loftið á hverjum fimmtudegi,“ sagði Bergþór og viðstaddir hlógu. „Þar munum við í þingflokki Miðflokksins halda áfram að bæta, hressa og kæta.“ Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Í ræðu sinni sagði Bergþór að þingið sem senn verður slitið sé með þeim undarlegustu á líftíma ríkisstjórnarinnar. Þá skaut hann föstum skotum á ríkisstjórnarflokkana þrjá og sagði þrautagöngu þeirra hafa orðið átakanlega augljósa á liðnum vikum. „Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins nýtur þess nú að kjamsa á nýrri ríkisstofnun, Mannréttindastofnun, ofan á allar hinar stofnanirnar sem höndla með þau mál og ófjármögnuðu listamannalaunin og ófjármagnaða þjóðaróperan, allt hlýtur þetta að vekja gleði. Vinstri grænir gleðjast svo yfir því að hafa samþykkt ný útlendingalög, sem eru til bóta þótt enn sé of skammt gengið. Breyting á lögreglulögum er þeim eflaust mjúkur biti undir tönn, enda útilokað fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sjá það mál ekki klárast, það væri beinlínis niðurlægjandi fyrir flokkinn. En Vinstri grænir fá Mannréttindastofnun sína, þannig að þeir kyngja rest. Framsóknarmennirnir halda svo áfram baráttunni við sjálfa sig þar sem minkurinn er kominn í hænsnakofann en samt virðist meiri hluti lykilfrumvarpa flokksins ekki fjármagnaður að fullu og augljóslega ætlunin að senda vandamálið yfir á næstu ríkisstjórn,“ sagði Bergþór í ræðu sinni. Sendi Grindvíkingum og bændum kveðju Hann sendi Grindvíkingum og bændum að auki kveðju. Sagðist vona að það takist að standa með þeim Grindvíkingum varðandi þær lausnir sem þeim eru boðnar. „Við bændur landsins vil ég segja, Standið ykkur vel í baráttunni sem þið standið í eftir veðurskotið fyrir norðan og austan.“ Þá endaði hann ræðu sína, sem var sú síðasta í kvöld, á að senda landsmönnum sumarkveðju en tókst að auki að lauma inn lítilli auglýsingu. „Góðir landsmenn. Ég held að sumarið eigi eftir að verða afbragðsgott. Við í þingflokki Miðflokksins ætlum að flandra um og reyna að hitta sem flesta. En til að sumarið verði enn þá betra en annars yrði hvet ég ykkur til að hlusta á Sjónvarpslausa fimmtudaga sem koma í loftið á hverjum fimmtudegi,“ sagði Bergþór og viðstaddir hlógu. „Þar munum við í þingflokki Miðflokksins halda áfram að bæta, hressa og kæta.“
Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira