„Það er erfitt að koma hingað og sækja stig“ Hinrik Wöhler skrifar 15. júní 2024 16:46 Guðni Eiríksson á hliðarlínunni fyrr í sumar. vísir/anton brink Breukelen Woodard skoraði eina mark leiksins á 29. mínútu þegar FH marði Keflavík á Kaplakrikavelli í Bestu deild kvenna í dag. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var ánægður með spilamennsku liðsins framan af leik þó að færanýtingin hefði mátt verið betri. „Mér fannst fyrri hálfleikur nokkuð góður hjá okkur. Við hefðum getað gert út um leikinn þá þar sem við fengum góðar stöður en nýttum færin ekki vel. Gerðum vel í föstum leikatriðum og skoruðum mark sem reyndist sigurmarkið,“ sagði Guðni skömmu eftir leik. „Í seinni hálfleik fór leikurinn úr því að vera með eitthvað upplegg í það að ‚grinda' sigur sem var raunin, sem betur fer.“ Guðni segir að uppleggið hafi gengið upp að vissu leyti og var sáttur með frammistöðu liðsins. Hann þakkar meðal annars markverði sínum, Aldísi Guðlaugsdóttur, fyrir stigin þrjú á heimavelli í dag. „Mér fannst í raun og veru stöðurnar sem við vorum að koma okkur í ágætar. Við vissum að þær myndu sækja upp á hægri væng þeirra þar sem þær eru hættulegar og með góða leikmenn og þær gerðu það. Þær komust full oft í gegnum okkur þar en sköpuðum sér nokkur álitleg færi og þá munaði um minna að hafa Aldísi í markinu sem gerði þetta virkilega vel. Hún á stóran þátt í því að við fengum ekki á okkur mark og það er jákvætt. Það eru tveir deildarleikir að baki og við höfum ekki fengið á okkur mark í þeim, það er gott,“ sagði Guðni en FH vann sannfærandi sigur á Fylki í umferðinni á undan. Keflavík gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu tvisvar sinnum í leiknum en Atli Haukur Arnarsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. Guðni var sammála dómara leiksins þegar hann var spurður út í atvikin. „Hvorugt þessara atvika áttu að vera vítaspyrna, að mínu mati. Ég er ansi langt frá þessu og það má vel vera að sjónvarpsupptaka sýni eitthvað allt annað en ég held ekki.“ Styrkja stöðu sína í deildinni Með sigrinum ná FH-ingar að slíta sig frá miðjupakkanum og eru tveimur stigum eftir Þór/KA í þriðja sæti en Akureyringar eiga þó leik til góða. „Við styrkjum stöðu okkar í fjórða sæti deildarinnar með þessum sigri og náum að skilja okkur aðeins frá liðunum fyrir neðan okkur eða liðunum sem eru í tíunda til sjöunda sæti. Það er jákvætt og við erum brött,“ sagði Guðni. FH hefur sótt sjö stig í síðustu þremur leikjum og eru með 13 stig í fjórða sæti deildarinnar. Guðni segist vera mjög ánægður með gengi liðsins að undanförnu. „Stigasöfnunin er góð á heimavelli og þetta er mjög sterkur heimavöllur. Það er erfitt að koma hingað og sækja stig og við viljum halda því áfram. Þetta er algjörlega vígi okkar og hér sækjum við stigin sem eru í boði,“ bætti Guðni við að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH varði forskotið og tók öll stigin Keflavík heimsótti FH í Hafnarfjörð í dag. Gestirnir voru á beinu brautinni eftir með tvo sigurleiki í röð eftir fimm tapleiki í beit í upphafi tímabils. 15. júní 2024 16:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
„Mér fannst fyrri hálfleikur nokkuð góður hjá okkur. Við hefðum getað gert út um leikinn þá þar sem við fengum góðar stöður en nýttum færin ekki vel. Gerðum vel í föstum leikatriðum og skoruðum mark sem reyndist sigurmarkið,“ sagði Guðni skömmu eftir leik. „Í seinni hálfleik fór leikurinn úr því að vera með eitthvað upplegg í það að ‚grinda' sigur sem var raunin, sem betur fer.“ Guðni segir að uppleggið hafi gengið upp að vissu leyti og var sáttur með frammistöðu liðsins. Hann þakkar meðal annars markverði sínum, Aldísi Guðlaugsdóttur, fyrir stigin þrjú á heimavelli í dag. „Mér fannst í raun og veru stöðurnar sem við vorum að koma okkur í ágætar. Við vissum að þær myndu sækja upp á hægri væng þeirra þar sem þær eru hættulegar og með góða leikmenn og þær gerðu það. Þær komust full oft í gegnum okkur þar en sköpuðum sér nokkur álitleg færi og þá munaði um minna að hafa Aldísi í markinu sem gerði þetta virkilega vel. Hún á stóran þátt í því að við fengum ekki á okkur mark og það er jákvætt. Það eru tveir deildarleikir að baki og við höfum ekki fengið á okkur mark í þeim, það er gott,“ sagði Guðni en FH vann sannfærandi sigur á Fylki í umferðinni á undan. Keflavík gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu tvisvar sinnum í leiknum en Atli Haukur Arnarsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. Guðni var sammála dómara leiksins þegar hann var spurður út í atvikin. „Hvorugt þessara atvika áttu að vera vítaspyrna, að mínu mati. Ég er ansi langt frá þessu og það má vel vera að sjónvarpsupptaka sýni eitthvað allt annað en ég held ekki.“ Styrkja stöðu sína í deildinni Með sigrinum ná FH-ingar að slíta sig frá miðjupakkanum og eru tveimur stigum eftir Þór/KA í þriðja sæti en Akureyringar eiga þó leik til góða. „Við styrkjum stöðu okkar í fjórða sæti deildarinnar með þessum sigri og náum að skilja okkur aðeins frá liðunum fyrir neðan okkur eða liðunum sem eru í tíunda til sjöunda sæti. Það er jákvætt og við erum brött,“ sagði Guðni. FH hefur sótt sjö stig í síðustu þremur leikjum og eru með 13 stig í fjórða sæti deildarinnar. Guðni segist vera mjög ánægður með gengi liðsins að undanförnu. „Stigasöfnunin er góð á heimavelli og þetta er mjög sterkur heimavöllur. Það er erfitt að koma hingað og sækja stig og við viljum halda því áfram. Þetta er algjörlega vígi okkar og hér sækjum við stigin sem eru í boði,“ bætti Guðni við að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH varði forskotið og tók öll stigin Keflavík heimsótti FH í Hafnarfjörð í dag. Gestirnir voru á beinu brautinni eftir með tvo sigurleiki í röð eftir fimm tapleiki í beit í upphafi tímabils. 15. júní 2024 16:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Leik lokið: FH varði forskotið og tók öll stigin Keflavík heimsótti FH í Hafnarfjörð í dag. Gestirnir voru á beinu brautinni eftir með tvo sigurleiki í röð eftir fimm tapleiki í beit í upphafi tímabils. 15. júní 2024 16:15
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti