„Árstíðarsveifla“ ástæða 57 uppsagna Ólafur Björn Sverrisson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 17. júní 2024 21:47 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. Vísir/Sigurjón Fimmtíu og sjö flugmönnum var sagt upp störfum hjá flugfélaginu Icelandair á föstudag. Forstjórinn segir ástæðuna árstíðarsveiflu en hann segir auk þess minni eftirspurn eftir Íslandi sem hafi áhrif á reksturinn. Áttatíu og tveimur starfsmönnum var sagt upp á skrifstofum félagsins í lok maí. Þær uppsagnir segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair að tengist ekki uppsögnum fyrir helgi. „Það er mikil árstíðarsveifla í okkar rekstri og í íslenskri ferðaþjónustu. Hún hefur eiginlega aukist eftir Covid. Við þurfum því færri flugmenn á veturna heldur en sumri. Þessar uppsagnir taka gildi frá og með október og við vonumst til þess að þessir flugmenn komi aftur til okkar í vor,“ segir Bogi sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er erfitt að grípa til uppsagna en það er engu að síður staðan núna,“ bætir Bogi við. Hann segir frekari uppsagnir ekki í kortunum. „Útlitið til lengri tíma er mjög gott. Við erum að sjá minni eftirspurn eftir Íslandi sem ferðamannalandi núna heldur en við sáum í fyrra, og við reiknuðum með. Það eru nokkrir þættir sem spila þar inn í. Atburðirnir á Reykjanesi, Ísland er orðið dýrt í samanburði við samkeppnislöndin og síðan eru stjórnvöld hér að setja minni fjármuni í markaðssetningu á landinu.“ Markaðskerfið sé hins vegar svegjanlegt, með tengimörkuðum yfir hafið. „Þess vegna erum við með viðamikla áætlun núna og svo verður í vetur líka. Þannig til lengri tíma er útlitið mjög gott fyrir Icelandair og Ísland sem ferðamannaland. Fjárhagsstaða félagsins gríðarlega sterk þannig við erum bara mjög brött á framtíðina.“ Bogi viðurkennir að minni eftirspurn hafi haft áhrif á reksturinn. „En við getum nýtt sveigjanleika í leiðarkerfinu með því að breyta áherslum og það hefur bara gengið vel. En eftirspurnin hefur aðeins gefið eftir og við þurfum að bregðast við því í sameiningu,“ segir Bogi. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Vistaskipti Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16. júní 2024 12:21 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Áttatíu og tveimur starfsmönnum var sagt upp á skrifstofum félagsins í lok maí. Þær uppsagnir segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair að tengist ekki uppsögnum fyrir helgi. „Það er mikil árstíðarsveifla í okkar rekstri og í íslenskri ferðaþjónustu. Hún hefur eiginlega aukist eftir Covid. Við þurfum því færri flugmenn á veturna heldur en sumri. Þessar uppsagnir taka gildi frá og með október og við vonumst til þess að þessir flugmenn komi aftur til okkar í vor,“ segir Bogi sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er erfitt að grípa til uppsagna en það er engu að síður staðan núna,“ bætir Bogi við. Hann segir frekari uppsagnir ekki í kortunum. „Útlitið til lengri tíma er mjög gott. Við erum að sjá minni eftirspurn eftir Íslandi sem ferðamannalandi núna heldur en við sáum í fyrra, og við reiknuðum með. Það eru nokkrir þættir sem spila þar inn í. Atburðirnir á Reykjanesi, Ísland er orðið dýrt í samanburði við samkeppnislöndin og síðan eru stjórnvöld hér að setja minni fjármuni í markaðssetningu á landinu.“ Markaðskerfið sé hins vegar svegjanlegt, með tengimörkuðum yfir hafið. „Þess vegna erum við með viðamikla áætlun núna og svo verður í vetur líka. Þannig til lengri tíma er útlitið mjög gott fyrir Icelandair og Ísland sem ferðamannaland. Fjárhagsstaða félagsins gríðarlega sterk þannig við erum bara mjög brött á framtíðina.“ Bogi viðurkennir að minni eftirspurn hafi haft áhrif á reksturinn. „En við getum nýtt sveigjanleika í leiðarkerfinu með því að breyta áherslum og það hefur bara gengið vel. En eftirspurnin hefur aðeins gefið eftir og við þurfum að bregðast við því í sameiningu,“ segir Bogi.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Vistaskipti Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16. júní 2024 12:21 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. 16. júní 2024 12:21