Í færslunni má sjá myndskeið af syni þeirra koma gangandi inn í stofurými, þar sem þau sitja ásamt fjölskyldu sinni, með bláa blöðru í hendinni. Blái liturinn gefur til að kynna að um dreng sé að ræða.
Að lokum má sjá þegar Greta og Elvar skera fallega kynjaköku með bláu kremi innan í.
Greta og Elvar kynntust þegar hann þjálfaði hana í líkamsræktarþjálfuninni Boot Camp. Þau trúlofuðu sig síðan í janúar árið 2018 og gengu í hjónaband þann 29 apríl árið 2023 í Mosfellskirkju.