Hakkaður illa á Facebook og fær engin svör Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2024 12:18 Gunnlaugur segist gjarnan vilja ræða við einhvern hjá Facebook en þar er komið að lokuðum dyrum. Hann var hakkaður illilega af þrjótum sem komust inn á bankareikning hans og höfðu þar á brott talsvert fé. getty/aðsend Gunnlaugur B Ólafsson, lífeðlisfræðingur, leiðsögumaður og framhaldsskólakennari, fékk heldur betur að reyna hversu mikilvægur þáttur hversdagsins Facebook er. Hann var hakkaður og það illa. „Þetta er magnað. Maður gengur að þessu sem augljósum og sjálfsögðum hluta hversdagsleikans. Að fara inn á Facebook en svo kemur maður að lokuðum dyrum og enginn ábyrgur,“ segir Gunnlaugur. Fyrir tveimur mánuðum var reikningur Gunnlaugs hakkaður og hann komst ekki inn á reikninginn sinn. Gunnlaugur segir skömm fylgja þessu en ekki sé um neitt að ræða annað en hrista hana af sér. Var gefið samband við hakkarana Þá komst hann að því hversu háður hann er orðinn Facebook. Hann segir af raunum sínum í pistli sem hann kallar „Opið bréf til Mark Zuckerbergs, sem hann birtir á Vísi. En þar kemur fram að tilraunir hans til að hafa samband við Facebook hafi engan árangur borið. Hann leitaði til Opinna kerfa, sem lét honum í té símanúmer en það var úr öskunni í eldinn. Því það símanúmer var við hakkarana sjálfa sem komust inn á bankareikning hans og höfðu þaðan út um 130 þúsund krónur. Gunnlaugur segist skilja það, að teknu tilliti til þess að það eru milljarðar sem nota Facebook og þeir geti ekki verið að spjalla dagana langa við fólk með misalvarleg vandamál. En það sé ekki forsvaranlegt að enginn skuli vera til svara. Enginn nema sæmilega traustvekjandi úlfur í sauðagæru sem kallar sig Mike. Þetta númer fékk Gunnlaugur frá Opnum kerfum. Hann hringdi látlaust í númerið. „Loks náði ég sambandi við „traustvekjandi“ náunga sem kynnti sig sem Mike. Hann var með indverskan framburð“. „Þegar ekkert passar og ekkert símanúmer. Loksins fékk ég þetta símanúmer hjá Opnum kerfum. Ég hringdi fjörutíu sinnum og lendi svo hjá hökkurum. Mér finnst ég verði að öðlast einhvern skilning á þetta mál.“ Illt að missa efnið sem á Facebook var Gunnlaugur segir fæsta gera sér grein fyrir því, hvort sem þeir viðurkenni það eða ekki, hversu mikilvægur hluti lífs hvers og eins notkun Facebook sé. Menn eru alveg háðir þessu. Gamli Facebook-reikningurinn og tilkynningar um að honum hafi nú verið lokað. „Ég hef ekki enn fylgt ráðum sonar míns, að gera nýjan reikning. Þó það geti verið vanmetinn kostur að gleyma, alltaf gott að hreinsa burtu hluta fortíðarinnar, þá eru nú þarna fleiri jákvæðir þættir úr fortíðinni og fjölskyldutengdar minningar. Jólakveðjur og minningarorð.“ Gunnlaugur segist ekki hafa tekið afrit af neinu og á það líklega við um flesta. Þarna voru myndir af þokkalega merkilegum hlutum eins og safn mynda af ræktun hesta, safn mynda af fjöllum sem hann tók sem leiðsögumaður og fjölskyldutengdar minningar. „Allt þetta lét ég liggja þarna. Já, það hefði verið betra að fá einhverja viðvörun.“ Netglæpir Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira
„Þetta er magnað. Maður gengur að þessu sem augljósum og sjálfsögðum hluta hversdagsleikans. Að fara inn á Facebook en svo kemur maður að lokuðum dyrum og enginn ábyrgur,“ segir Gunnlaugur. Fyrir tveimur mánuðum var reikningur Gunnlaugs hakkaður og hann komst ekki inn á reikninginn sinn. Gunnlaugur segir skömm fylgja þessu en ekki sé um neitt að ræða annað en hrista hana af sér. Var gefið samband við hakkarana Þá komst hann að því hversu háður hann er orðinn Facebook. Hann segir af raunum sínum í pistli sem hann kallar „Opið bréf til Mark Zuckerbergs, sem hann birtir á Vísi. En þar kemur fram að tilraunir hans til að hafa samband við Facebook hafi engan árangur borið. Hann leitaði til Opinna kerfa, sem lét honum í té símanúmer en það var úr öskunni í eldinn. Því það símanúmer var við hakkarana sjálfa sem komust inn á bankareikning hans og höfðu þaðan út um 130 þúsund krónur. Gunnlaugur segist skilja það, að teknu tilliti til þess að það eru milljarðar sem nota Facebook og þeir geti ekki verið að spjalla dagana langa við fólk með misalvarleg vandamál. En það sé ekki forsvaranlegt að enginn skuli vera til svara. Enginn nema sæmilega traustvekjandi úlfur í sauðagæru sem kallar sig Mike. Þetta númer fékk Gunnlaugur frá Opnum kerfum. Hann hringdi látlaust í númerið. „Loks náði ég sambandi við „traustvekjandi“ náunga sem kynnti sig sem Mike. Hann var með indverskan framburð“. „Þegar ekkert passar og ekkert símanúmer. Loksins fékk ég þetta símanúmer hjá Opnum kerfum. Ég hringdi fjörutíu sinnum og lendi svo hjá hökkurum. Mér finnst ég verði að öðlast einhvern skilning á þetta mál.“ Illt að missa efnið sem á Facebook var Gunnlaugur segir fæsta gera sér grein fyrir því, hvort sem þeir viðurkenni það eða ekki, hversu mikilvægur hluti lífs hvers og eins notkun Facebook sé. Menn eru alveg háðir þessu. Gamli Facebook-reikningurinn og tilkynningar um að honum hafi nú verið lokað. „Ég hef ekki enn fylgt ráðum sonar míns, að gera nýjan reikning. Þó það geti verið vanmetinn kostur að gleyma, alltaf gott að hreinsa burtu hluta fortíðarinnar, þá eru nú þarna fleiri jákvæðir þættir úr fortíðinni og fjölskyldutengdar minningar. Jólakveðjur og minningarorð.“ Gunnlaugur segist ekki hafa tekið afrit af neinu og á það líklega við um flesta. Þarna voru myndir af þokkalega merkilegum hlutum eins og safn mynda af ræktun hesta, safn mynda af fjöllum sem hann tók sem leiðsögumaður og fjölskyldutengdar minningar. „Allt þetta lét ég liggja þarna. Já, það hefði verið betra að fá einhverja viðvörun.“
Netglæpir Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira