Festu særðan Palestínumann á húdd herjeppa Lovísa Arnardóttir skrifar 23. júní 2024 09:09 Ísraelski herinn segir hermenn sína hafa brotið reglur þegar þeir festu særðan Palestínumann á húdd jeppa síns í miðju áhlaupi hersins í Jenín á Vesturbakkanum í gær. Myndband af atvikinu er í mikilli dreifingu og er fjallað um málið á mörgum stórum erlendum fréttamiðlum. Atvikið átti sér stað snemma á laugardagsmorgun. Á vef BBC segir að ísraelski herinn, IDF, hafi staðfest að atvikið hafi átt sér stað. Í yfirlýsingu frá IDF segir að maðurinn hafi særst í átökunum og að hann væri grunaður um hryðjuverk. Málið er til rannsóknar hjá ísraelska hernum. Myndbandið er hægt að sjá á vef Reuters. Í tilkynningu segir að hryðjuverkamenn hafi byrjað að skjóta á hermenn ísraelska hersins þegar þeir voru staddir í Jenín við handtöku. Einn þeirra grunuðu hafi særst í átökunum og verið handtekinn. Þá segir í yfirlýsingu IDF að það samræmist ekki gildum IDF að taka mann til handtöku með þessum hætti. Fjölskylda mannsins segir að þegar þau hafi óskað eftir því að kallað yrði á sjúkrabíl hafi hermenn tekið manninn, fest hann við húdd bílsins og ekið burt. Í myndbandinu má sjá þá aka fram hjá tveimur sjúkrabílum palestínska Rauða krossins. Í frétt CNN er haft eftir starfsfólki Rauða krossins að ísraelsku hermennirnir hafi neitað þeim um að sinna manninum Maðurinn var að enda fluttur til Rauða krossins þar sem hlynnt var að honum. Ísraelski herinn segir að atvikið verði rannsakað. Í frétt Reuters um málið er rætt við vitni að atvikinu. Þar kemur fram að maðurinn sé frá Jenín og að hann heiti Mujahed Azmi. Tilkynnt hefur verið um aukningu í ofbeldi á Vesturbakkanum allt frá því að stríðið hófst á Gasa í október. Sameinuðu þjóðirnar segja allt að 480 Palestínumenn hafa verið drepna á Vesturbakkanum frá því í október. Það eru hermenn og almennir borgarar. Af þeim eru um 100 börn. Á sama tíma hafa tíu Ísraelar verið drepnir á Vesturbakkanum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Tugir látin í sprengingu við skrifstofu Rauða krossins á Gasa Skrifstofur Rauða krossins á Gasa urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingum seint í gær. Alls létust 22 Palestínumenn í árásinni samkvæmt tilkynningu Rauða krossins. Um var að ræða Palestínumenn sem bjuggu í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. 22. júní 2024 08:37 Stjórnvöld á Kýpur ítreka hlutleysi eftir hótanir Hezbollah Stjórnvöld á Kýpur hafa neyðst til að ítreka að þau eigi ekki þátt né muni þau eiga þátt í neinum stríðum eða átökum eftir hótanir af hálfu Hezbollah samtakanna í Líbanon. 21. júní 2024 07:32 Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. 20. júní 2024 07:53 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Sjá meira
Á vef BBC segir að ísraelski herinn, IDF, hafi staðfest að atvikið hafi átt sér stað. Í yfirlýsingu frá IDF segir að maðurinn hafi særst í átökunum og að hann væri grunaður um hryðjuverk. Málið er til rannsóknar hjá ísraelska hernum. Myndbandið er hægt að sjá á vef Reuters. Í tilkynningu segir að hryðjuverkamenn hafi byrjað að skjóta á hermenn ísraelska hersins þegar þeir voru staddir í Jenín við handtöku. Einn þeirra grunuðu hafi særst í átökunum og verið handtekinn. Þá segir í yfirlýsingu IDF að það samræmist ekki gildum IDF að taka mann til handtöku með þessum hætti. Fjölskylda mannsins segir að þegar þau hafi óskað eftir því að kallað yrði á sjúkrabíl hafi hermenn tekið manninn, fest hann við húdd bílsins og ekið burt. Í myndbandinu má sjá þá aka fram hjá tveimur sjúkrabílum palestínska Rauða krossins. Í frétt CNN er haft eftir starfsfólki Rauða krossins að ísraelsku hermennirnir hafi neitað þeim um að sinna manninum Maðurinn var að enda fluttur til Rauða krossins þar sem hlynnt var að honum. Ísraelski herinn segir að atvikið verði rannsakað. Í frétt Reuters um málið er rætt við vitni að atvikinu. Þar kemur fram að maðurinn sé frá Jenín og að hann heiti Mujahed Azmi. Tilkynnt hefur verið um aukningu í ofbeldi á Vesturbakkanum allt frá því að stríðið hófst á Gasa í október. Sameinuðu þjóðirnar segja allt að 480 Palestínumenn hafa verið drepna á Vesturbakkanum frá því í október. Það eru hermenn og almennir borgarar. Af þeim eru um 100 börn. Á sama tíma hafa tíu Ísraelar verið drepnir á Vesturbakkanum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Tugir látin í sprengingu við skrifstofu Rauða krossins á Gasa Skrifstofur Rauða krossins á Gasa urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingum seint í gær. Alls létust 22 Palestínumenn í árásinni samkvæmt tilkynningu Rauða krossins. Um var að ræða Palestínumenn sem bjuggu í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. 22. júní 2024 08:37 Stjórnvöld á Kýpur ítreka hlutleysi eftir hótanir Hezbollah Stjórnvöld á Kýpur hafa neyðst til að ítreka að þau eigi ekki þátt né muni þau eiga þátt í neinum stríðum eða átökum eftir hótanir af hálfu Hezbollah samtakanna í Líbanon. 21. júní 2024 07:32 Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. 20. júní 2024 07:53 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Sjá meira
Tugir látin í sprengingu við skrifstofu Rauða krossins á Gasa Skrifstofur Rauða krossins á Gasa urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingum seint í gær. Alls létust 22 Palestínumenn í árásinni samkvæmt tilkynningu Rauða krossins. Um var að ræða Palestínumenn sem bjuggu í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. 22. júní 2024 08:37
Stjórnvöld á Kýpur ítreka hlutleysi eftir hótanir Hezbollah Stjórnvöld á Kýpur hafa neyðst til að ítreka að þau eigi ekki þátt né muni þau eiga þátt í neinum stríðum eða átökum eftir hótanir af hálfu Hezbollah samtakanna í Líbanon. 21. júní 2024 07:32
Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. 20. júní 2024 07:53