„Þá er komið hættulegt ástand fyrir þessi stóru lið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 13:11 Víkingskonur unnu Blika og enduðu þar með átta leikja sigurgöngu Kópavogsliðsins. Vísir/Diego Víkingskonur urðu þær fyrstu til að vinna topplið Breiðabliks í Bestu deild kvenna í sumar í síðustu umferð og Bestu mörkin ræddu þennan óvænta en frábæra sigur Vikingsliðsins. Blikarkonur höfðu unnið alla fyrstu átta leikina sína og aðeins fengið á sig samtals tvö mörk í þeim. Þær voru einar á toppnum og búnar að vinna innbyrðis leikinn gegn Val. Víkingsliðið hefur ekki verið allt of sannfærandi að undanförnu en í þessum 2-1 sigri á Blikum minnti liðið á liðið sem varð bikarmeistari í fyrra eftir einmitt sigur á Blikastelpunum í bikarúrslitaleik. Fann hjartað og karakterinn í sínu liði „John (Andrews, þjálfari Víkings), var eðlilega ánægður en hann fann hjartað og karakterinn í sínu liði. Mér fannst ég finna aftur Víkingsliðið frá því í bikarúrslitunum í fyrra. Ég hef aðeins saknað þeirra,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Pressan virðist hafa komið Blikum á óvart og annar leikur sem maður hugsaði til var meistarar meistaranna á móti Val. Það sýnir bara hvað býr í þessu liði,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Þóra Björg Helgadóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður og áttfaldur Íslandsmeistari, er nýjasti sérfræðingur Bestu markanna. Hér er hún með Mist Rúnarsdóttur, öðrum sérfræðingi Bestu markanna.S2 Sport „Þetta er svolítið þetta Víkingslið sem við þekkjum,“ sagði Helena og sendi boltann á Mist. „Já við elskuðum að fylgjast með þeim í Lengjudeildinni í fyrra. Auðvitað er þetta alltaf að vera gríðarlega krefjandi verkefni að koma upp í Bestu deildina og vera að spila þessa toppleiki í hverri einustu umferð,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Einhver sjarmi yfir þessu Víkingsliði „Þær hafa eðlilega ekki náð að vera hundrað prósent í öllum leikjum en þetta er það sem þær geta og þær eru stórkostlegar þegar þær eru í gangi,“ sagði Mist. „Það er bara einhver sjarmi yfir þessu Víkingsliði. Maður tengir nú vel við það að það kvikni aðeins í á móti liði eins og Breiðablik. Ef þær ná að kveikja í þessu á móti hinum liðunum þá er komið hættulegt ástand fyrir þessi stóru lið,“ sagði Þóra. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Víkingsliðið. Klippa: Bestu mörkin: Það er bara einhver sjarmi yfir þessu Víkingsliði Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Sjá meira
Blikarkonur höfðu unnið alla fyrstu átta leikina sína og aðeins fengið á sig samtals tvö mörk í þeim. Þær voru einar á toppnum og búnar að vinna innbyrðis leikinn gegn Val. Víkingsliðið hefur ekki verið allt of sannfærandi að undanförnu en í þessum 2-1 sigri á Blikum minnti liðið á liðið sem varð bikarmeistari í fyrra eftir einmitt sigur á Blikastelpunum í bikarúrslitaleik. Fann hjartað og karakterinn í sínu liði „John (Andrews, þjálfari Víkings), var eðlilega ánægður en hann fann hjartað og karakterinn í sínu liði. Mér fannst ég finna aftur Víkingsliðið frá því í bikarúrslitunum í fyrra. Ég hef aðeins saknað þeirra,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Pressan virðist hafa komið Blikum á óvart og annar leikur sem maður hugsaði til var meistarar meistaranna á móti Val. Það sýnir bara hvað býr í þessu liði,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Þóra Björg Helgadóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður og áttfaldur Íslandsmeistari, er nýjasti sérfræðingur Bestu markanna. Hér er hún með Mist Rúnarsdóttur, öðrum sérfræðingi Bestu markanna.S2 Sport „Þetta er svolítið þetta Víkingslið sem við þekkjum,“ sagði Helena og sendi boltann á Mist. „Já við elskuðum að fylgjast með þeim í Lengjudeildinni í fyrra. Auðvitað er þetta alltaf að vera gríðarlega krefjandi verkefni að koma upp í Bestu deildina og vera að spila þessa toppleiki í hverri einustu umferð,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Einhver sjarmi yfir þessu Víkingsliði „Þær hafa eðlilega ekki náð að vera hundrað prósent í öllum leikjum en þetta er það sem þær geta og þær eru stórkostlegar þegar þær eru í gangi,“ sagði Mist. „Það er bara einhver sjarmi yfir þessu Víkingsliði. Maður tengir nú vel við það að það kvikni aðeins í á móti liði eins og Breiðablik. Ef þær ná að kveikja í þessu á móti hinum liðunum þá er komið hættulegt ástand fyrir þessi stóru lið,“ sagði Þóra. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Víkingsliðið. Klippa: Bestu mörkin: Það er bara einhver sjarmi yfir þessu Víkingsliði
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Sjá meira