„Þetta er það leiðinlegasta sem maður gerir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. júní 2024 22:04 Rúnar Páll Sigmundsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Diego Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, segir að lokatölur í 3-1 tapi gegn FH í kvöld hafi ekki gefið rétta mynd af leik kvöldsins. „Nei, það er alveg hárrétt hjá þér. Bróðurpartinn af þessum leik fannst mér við vera mjög öflugir. Svo þegar við jöfnum í 1-1 hélt ég að við værum að taka þetta,“ sagði Rúnar í leikslok. „Við fáum mjög hættuleg færi sem við nýtum ekki nógu vel. Í fyrri hálfleik fannst mér við vera betri aðilinn og við mættum vel gíraðir í seinni hálfleikinn, gerum fjórar skiptingar og jöfnum leikinn. Fáum svo bara á okkur týpískt mark úr föstu leikatriði. Svo hélt leikurinn áfram og þeir skora þriðja markið og þá fjarar þetta út hjá okkur.“ „Heilt yfir var þetta bara ágætis frammistaða. En þetta er bara það leiðinlegasta sem maður gerir, að tapa fótboltaleikjum. Það venst seint.“ Hann segir það hafa verið eins og að fá blauta tusku í andlitið þegar FH-ingar komust yfir á nýjan leik, aðeins fjórum mínútum eftir að hans menn jöfnuðu metin. „Bara ömurlegt. Síðan kemur þetta þriðja mark bara í kjölsoginu. En það þýðir ekkert að vera að svekkja sig á þessu. Það er bara áfram gakk og næsti leikur.“ Þá segir hann vont að sjá færin sem Fylkismenn misnotuðu í kvöld. „Sindri varði allavega tvisvar sinnum einn á móti markmanni og gerði það vel, en við eigum auðvitað að klára þessi færi. En það er eins og það er, stundum kláraru þetta og stundum ekki. Svona er þetta sport. Þú þarft að nýta þessa möguleika sem þú færð og reyna að forða þessum boltadjöful frá markinu okkar.“ „En við finnum alltaf eitthvað jákvætt. Við reynum bara að byggja á því, það þýðir ekkert annað. Það þýðir ekkert að fara í eitthvað volæði. Það er stutt í næsta leik sem er á móti KR. Við jöfnum okkur á þessu í dag og síðan þurfum við að einbeita okkur að KR á morgun,“ sagði Rúnar að lokum. Besta deild karla Fylkir FH Tengdar fréttir Uppgjör: FH - Fylkir 3-1 | FH-ingar vöknuðu til lífsins á lokamínútunum FH vann sterkan 3-1 sigur er liðið tók á móti Fylki í 11. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 23. júní 2024 18:31 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
„Nei, það er alveg hárrétt hjá þér. Bróðurpartinn af þessum leik fannst mér við vera mjög öflugir. Svo þegar við jöfnum í 1-1 hélt ég að við værum að taka þetta,“ sagði Rúnar í leikslok. „Við fáum mjög hættuleg færi sem við nýtum ekki nógu vel. Í fyrri hálfleik fannst mér við vera betri aðilinn og við mættum vel gíraðir í seinni hálfleikinn, gerum fjórar skiptingar og jöfnum leikinn. Fáum svo bara á okkur týpískt mark úr föstu leikatriði. Svo hélt leikurinn áfram og þeir skora þriðja markið og þá fjarar þetta út hjá okkur.“ „Heilt yfir var þetta bara ágætis frammistaða. En þetta er bara það leiðinlegasta sem maður gerir, að tapa fótboltaleikjum. Það venst seint.“ Hann segir það hafa verið eins og að fá blauta tusku í andlitið þegar FH-ingar komust yfir á nýjan leik, aðeins fjórum mínútum eftir að hans menn jöfnuðu metin. „Bara ömurlegt. Síðan kemur þetta þriðja mark bara í kjölsoginu. En það þýðir ekkert að vera að svekkja sig á þessu. Það er bara áfram gakk og næsti leikur.“ Þá segir hann vont að sjá færin sem Fylkismenn misnotuðu í kvöld. „Sindri varði allavega tvisvar sinnum einn á móti markmanni og gerði það vel, en við eigum auðvitað að klára þessi færi. En það er eins og það er, stundum kláraru þetta og stundum ekki. Svona er þetta sport. Þú þarft að nýta þessa möguleika sem þú færð og reyna að forða þessum boltadjöful frá markinu okkar.“ „En við finnum alltaf eitthvað jákvætt. Við reynum bara að byggja á því, það þýðir ekkert annað. Það þýðir ekkert að fara í eitthvað volæði. Það er stutt í næsta leik sem er á móti KR. Við jöfnum okkur á þessu í dag og síðan þurfum við að einbeita okkur að KR á morgun,“ sagði Rúnar að lokum.
Besta deild karla Fylkir FH Tengdar fréttir Uppgjör: FH - Fylkir 3-1 | FH-ingar vöknuðu til lífsins á lokamínútunum FH vann sterkan 3-1 sigur er liðið tók á móti Fylki í 11. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 23. júní 2024 18:31 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Uppgjör: FH - Fylkir 3-1 | FH-ingar vöknuðu til lífsins á lokamínútunum FH vann sterkan 3-1 sigur er liðið tók á móti Fylki í 11. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 23. júní 2024 18:31