Vandar um við Sigmund Davíð Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2024 10:08 Henry Alexander vonar að Sigmundi Davíð takist ekki að gera svo lítið úr nýrri Mannréttindastofnun að hún missi marks. vísir/vilhelm Henry Alexander Henrysson heimspekingur hefur áhyggjur af því að ný Mannréttindastofnun Íslands, verði flokkspólitískum deilum og glósum að bráð. Henry lýsir þessu í nýjum pistli sem hann birtir á Vísi. Hann bendir á að þeir Miðflokksmenn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og Bergþór Ólason, án þess þó að nefna þá á nafn, hafi viljað glósa um að Mannréttindastofnun væri komið á koppinn á síðustu dögum þingsins. „Í umræðum á Alþingi nýlega gerði þingmaður góðlátlegt grín að ríkisstjórninni. Haft var eftir honum í fjölmiðlum að „VG fái mannréttindastofnunina“ en að „þau kyngi rest“.“ Óheppileg tenging Henrý segir þetta ekki góðan upptakt af mikilvægu starfi sem stofnuninni sé ætlað að sinna. Hann segist enginn áhugamaður um pólitíska framtíða Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs en vert sé að hafa í huga að ein afglöp stjórnmálahreyfingar útiloki ekki að hún hafi rétt fyrir sér í öðru máli. „Vinstri græn mega gjarnan njóta þess að hafa beitt sér í þessu mikilvæga máli.“ Henry Alexander hefur áhyggjur af því að Mannréttindastofnunin verði kennd við Vinstri græn. Þá segir hann mikilvægt að minna að slík sjálfstæð stofnun sem óháður málsvari mannréttinda er forsenda samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Og ef það hefur einhvern tímann verið mikilvægt að standa vörð um mannréttindi þá er það nú. Áskoranirnar eru slíkar í samtímanum að mannréttindabarátta á í vök að verjast.“ Vonar að stofnunin verði ekki kennd við VG Henry ítrekar mikilvægi þess að Mannréttindastofnun Íslands verði ekki flokkspólitískt þrætuepli. „Eins og maður hefur oft fylgst með í íslensku samfélagi þá er það sitthvað að samþykkja lög og að innleiða þau þannig að sómi sé að. Ef mál hafa í umræðunni verið eyrnamerkt sem hugarfóstur tiltekinnar stjórnmálahreyfingar er hætt við að innleiðingin verði í skötulíki.“ Henry segir að vonandi fagni fleiri stofnun stofnunarinnar en eingöngu þingmenn einnar stjórnmálahreyfingar „sem vissulega á hrós skilið fyrir að hafa siglt málinu í höfn“. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Mannréttindi Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Sjá meira
Henry lýsir þessu í nýjum pistli sem hann birtir á Vísi. Hann bendir á að þeir Miðflokksmenn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og Bergþór Ólason, án þess þó að nefna þá á nafn, hafi viljað glósa um að Mannréttindastofnun væri komið á koppinn á síðustu dögum þingsins. „Í umræðum á Alþingi nýlega gerði þingmaður góðlátlegt grín að ríkisstjórninni. Haft var eftir honum í fjölmiðlum að „VG fái mannréttindastofnunina“ en að „þau kyngi rest“.“ Óheppileg tenging Henrý segir þetta ekki góðan upptakt af mikilvægu starfi sem stofnuninni sé ætlað að sinna. Hann segist enginn áhugamaður um pólitíska framtíða Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs en vert sé að hafa í huga að ein afglöp stjórnmálahreyfingar útiloki ekki að hún hafi rétt fyrir sér í öðru máli. „Vinstri græn mega gjarnan njóta þess að hafa beitt sér í þessu mikilvæga máli.“ Henry Alexander hefur áhyggjur af því að Mannréttindastofnunin verði kennd við Vinstri græn. Þá segir hann mikilvægt að minna að slík sjálfstæð stofnun sem óháður málsvari mannréttinda er forsenda samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Og ef það hefur einhvern tímann verið mikilvægt að standa vörð um mannréttindi þá er það nú. Áskoranirnar eru slíkar í samtímanum að mannréttindabarátta á í vök að verjast.“ Vonar að stofnunin verði ekki kennd við VG Henry ítrekar mikilvægi þess að Mannréttindastofnun Íslands verði ekki flokkspólitískt þrætuepli. „Eins og maður hefur oft fylgst með í íslensku samfélagi þá er það sitthvað að samþykkja lög og að innleiða þau þannig að sómi sé að. Ef mál hafa í umræðunni verið eyrnamerkt sem hugarfóstur tiltekinnar stjórnmálahreyfingar er hætt við að innleiðingin verði í skötulíki.“ Henry segir að vonandi fagni fleiri stofnun stofnunarinnar en eingöngu þingmenn einnar stjórnmálahreyfingar „sem vissulega á hrós skilið fyrir að hafa siglt málinu í höfn“.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Mannréttindi Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Sjá meira