„Ég er fegin að hafa verið akkúrat í þessu partýi en ekki Þjóðhátíð eða eitthvað,“ segir Rósmarý létt í bragði um atvikið í samtali við Vísi, enda lét hún atvikið ekki eyðileggja fyrir sér kvöldið. Hún var stödd í tvöföldu stórafmæli frænda síns og eiginkonu hans þar sem var útiklósett þar sem var eitthvað sem líktist gírstöng við hlið klósettsins.
Watch on TikTok
Setan sem betur fer lokuð
Rósmarý útskýrir að henni hafi fundist það fyndið að það væri eitthvað eins og gírstöng á kamrinum og því farið að taka upp myndband. „Mér fannst þetta svo fyndið og fannst eins og ég væri ekkert að sturta niður, þannig ég ætlaði að taka geðveikt fast í þetta og þá sprautaðist þetta út um allt,“ segir Rósmarý.
„Ég var bara heppin að hafa ekki fengið þetta í andlitið en setan var sem betur fer lokuð,“ segir Rósmarý sem áttar sig ekki fyllilega á því hvernig það gerðist að hreinsefnið sprautaðist upp úr klósettinu.
Hún hafði þó góðan húmor fyrir öllu saman og lét óhappið ekki stöðva sig í að njóta kvöldsins. „Ég er ennþá smá blá á fætinum þrátt fyrir að hafa farið í sturtu, þetta virðist vera alveg fast á mér.“