Maðurinn, sem er á sjötugsaldri, er grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni, sem var um fimmtugt, að bana í fjölbýlishúsi við Kjarnagötu. Lögregla var kölluð að húsinu klukkan hálffimm að morgni mánudags 22. apríl. Við komu á vettvang var lögreglumönnum vísað á meðvitundarlausa konu í íbúðinni og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur.
Hinn grunaði kærði áframhaldandi gæsluvarðhaldsúrskurð þann sjötta júní síðastliðinn en að sögn Jóhannesar staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms.
„Það er komið á þann stað að við munum fara að senda það frá okkur til ríkissaksóknara fljótlega. Ég er ekki með nákvæma tímasetningu á því en rannsóknin er mjög langt komin,“ segir Jóhannes í samtali við fréttastofu.