Smellti rembingskossi á eiginkonuna við heimkomuna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. júní 2024 12:23 Julian Assange, stofnandi Wikileaks, faðmar eiginkonuna Stellu við komuna til Ástralíu. AP/Rick Rycroft Julian Assange er kominn til Ástralíu, sem frjáls maður í fyrsta sinn í fjórtán ár. Assange undirritaði í nótt samkomulag vegna dómssáttar sinnar þar sem hann játaði að hafa brotið njósnalög. Við komuna þakkaði hann forsætisráðherra Ástralíu fyrir að bjarga lífi sínu. Þingmaður Pírata og fulltrúi á Evrópuráðsþinginu segir mikið fagnaðarefni að Assange sé kominn heim, en á sama tíma sé umhugsunarefni að hann hafi neyðst til að játa brot á njósnalögum. Viðstaddir fögnuðu vel og innilega þegar Julian Assange steig út úr einkaþotunni á flugvellinum í Canberra í Ástralíu rétt fyrir klukkan tíu í morgun, átta að kvöldi að staðartíma í Ástralíu. Assange faðmaði föður sinn og eiginkonu sína Stellu Assange við komuna til Ástralíu og smellti á hana rembingskossi. Þetta var fallegt augnablik að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem var framsögumaður skýrslu hjá Evrópuráðsþinginu um fangelsun Julian Assange og kælandi áhrifa þess á mannréttindi í Evrópu. „Þetta er endir á fjórtán ára baráttu Julian Assange fyrir frelsi sínu fyrir það eitt að hafa upplýst okkur um stríðsglæpi og mikla leyndarhyggju í kringum fjöldann allan af mannsdrápum í stríðum sem að við áttum aðild að á Íslandi . En það er á sama tíma stórt umhugsunarefni að hann hafi þurft að játa á sig brot á njósnalögum Bandaríkjanna fyrir það eitt að birta þessar upplýsingar ,” segir Þórhildur Sunna. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, hélt blaðamannafund strax eftir komu Assange til landsins. Þar þakkaði hann Bretlandi og Bandaríkjunum fyrir aðstoðina við að leysa úr málinu, sem hefur reynt á diplómatísk samskipti ríkjanna. Albanese átti samtal við Assange strax við komuna til landsins. Wikileaks boðaði til blaðamannafundar sem hófst á tólfta tímanum í dag. Þar kom fram í máli lögfræðinga Assange, að hann hafi þakkað forsætisráðherranum fyrir að bjarga lífi sínu. Þá var Áströlskum stjórnvöldum hrósað fyrir baráttu sína í þágu Assange, jafnvel þótt það hafi kallað á erfið samtöl við vinaþjóð í Bandaríkjunum. Mál Julians Assange Ástralía Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Viðstaddir fögnuðu vel og innilega þegar Julian Assange steig út úr einkaþotunni á flugvellinum í Canberra í Ástralíu rétt fyrir klukkan tíu í morgun, átta að kvöldi að staðartíma í Ástralíu. Assange faðmaði föður sinn og eiginkonu sína Stellu Assange við komuna til Ástralíu og smellti á hana rembingskossi. Þetta var fallegt augnablik að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem var framsögumaður skýrslu hjá Evrópuráðsþinginu um fangelsun Julian Assange og kælandi áhrifa þess á mannréttindi í Evrópu. „Þetta er endir á fjórtán ára baráttu Julian Assange fyrir frelsi sínu fyrir það eitt að hafa upplýst okkur um stríðsglæpi og mikla leyndarhyggju í kringum fjöldann allan af mannsdrápum í stríðum sem að við áttum aðild að á Íslandi . En það er á sama tíma stórt umhugsunarefni að hann hafi þurft að játa á sig brot á njósnalögum Bandaríkjanna fyrir það eitt að birta þessar upplýsingar ,” segir Þórhildur Sunna. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, hélt blaðamannafund strax eftir komu Assange til landsins. Þar þakkaði hann Bretlandi og Bandaríkjunum fyrir aðstoðina við að leysa úr málinu, sem hefur reynt á diplómatísk samskipti ríkjanna. Albanese átti samtal við Assange strax við komuna til landsins. Wikileaks boðaði til blaðamannafundar sem hófst á tólfta tímanum í dag. Þar kom fram í máli lögfræðinga Assange, að hann hafi þakkað forsætisráðherranum fyrir að bjarga lífi sínu. Þá var Áströlskum stjórnvöldum hrósað fyrir baráttu sína í þágu Assange, jafnvel þótt það hafi kallað á erfið samtöl við vinaþjóð í Bandaríkjunum.
Mál Julians Assange Ástralía Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira