Um er að ræða 265 fermetra hús á þremur hæðum á vinsælum stað í Reykjavík. Á jarðhæð hússins er þriggja herbergja séríbúð með eldhús og salerni.

Miðhæð og efsta hæð hússins skiptist í stórt alrými, sem samanstendur af borðstofu og stofu, rúmgott eldhús, tvö baðherbergi og fjögur svefnherbergi. Úr miðrýminu er gengið upp fallegan bogadreginn stiga með sisal teppi en yfir honum er stór þakgluggi sem gefur sjarmerandi birtu í stigarýmið.
Í eldhúsi er stílhrein hvít innrétting með góðu skápaplássi og keg tveimur ofnum. Úr eldhúsi er útgengt á lítinn pall með útigrilli og hringborði. Af eldhúspallinum eru tröppur niður á stærri viðarpall og út í fallega gróinn garð með heitum potti, útisturtu og saunu.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.




