Einnig er það mat Neytendastofu að Esja Legal hafi brotið gegn lögum með því að áskilja sér rétt til að tilkynna ekki neytendum þjónustunnar um málshöfðun áður en mál er höfðað.
Í ákvörðuninni er Esju Legal bannað að viðhafa umrædda viðskiptahætti áfram.
Vísir fjallaði fyrr á þessu ári um mál pars sem leitaði til Flugbóta og vissi hvorki að dómur hefði fallið í máli þeirra né að þeim hefði verið dæmt að greiða málskostnað.
Sjá nánar: Heyrðu fyrst frá blaðamanni um dómsmálið
Í svörum Esju Legal kom m.a. fram að staðfesting umsækjanda á að hann hafi lesið, skilið og samþykkt skilmála þess feli í sér ótvírætt samþykki hans á skilmálunum sem og sérstaka ósk um að þjónusta sé veitt áður en frestur til að falla frá samningi rennur út.
Málið varðar einnig verðskrá Flugbóta, en í ákvörðun Neytendastofu segir að á forsíðu Flugbaetur.is hafi ekki verið hægt að nálgast upplýsingar um endanlegt verð á þjónustunni.
Neytendastofa gerir Esju Legal að koma skilmálum á vefsíðunni í viðeigandi horf innan tveggja vikna svo þeir séu í samræmi við lög, ef það verður ekki gert muni félagið sæta dagsektum þangað til farið verði eftir ákvörðun stofnunarinnar.
Hins vegar kemur fram í ákvörðun Neytendastofu að einhverjar breytingar hafi verið gerðar á vefsvæðinu hvað þetta varðar eftir að málið kom upp.