Dýrara að taka strætó til Hornafjarðar en að fljúga til Parísar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 09:11 Langferðir með strætó geta kostað alveg ótrúlegar upphæðir. Vísir/Samsett Að komast til Hafnar í Hornafirði frá Reykjavík í strætó kostar tæpar sautján þúsund krónur en það er í mörgum tilfellum dýrara en að fljúga erlendis, stundum yfir langar vegalengdir. Eins og DV greindi frá vakti netverji athygli á þessari stöðu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Í færslu á miðlinum birtir Einar Ólafsson skjáskot af Klappinu. Ekki nóg með það að ferðin kosti á annan tug þúsunda króna heldur tekur hún líka tæpar átta klukkustundir. Ódýrara að fljúga til Parísar en að taka rútu til Hafnar í Hornafirði. Getum við ekki gert betur? https://t.co/S98gy1jd6J— Björn Teitsson (@bjornteits) June 27, 2024 Einar bendir á að það sé ódýrara að ferðast einn í bíl. „Ástandið virðist bara versna ár eftir ár, ótrúlegt að það sé ekki enn þá búið að gera betur fyrir langferðir!“ skrifar Einar. Björn Teitsson, fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl bendir þá á að það sé ódýrara í mörgum tilvikum að fljúga til Parísar en að taka rútuna til Hornafjarðar og spyr sig hvort ekki sé hægt að gera betur. Ef miðað við flugleitarvélina Dohop er það alveg rétt hjá honum. Hægt er að fljúga til fjarlægra og framandi áfangastaða á borð við Rómar, Parísar, Amsterdam og Kaupmannahafnar og oft og tíðum talsvert lægra verði. Til Dyflinnar er til að mynda hægt að komast á tæplega tíu þúsund krónur og til Mílanó á ellefu þúsund. Hægt er meira að segja að fljúga til Akureyrar á örlítið minna en strætóferðin til Hornafjarðar. Samgöngur Strætó Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Sjá meira
Eins og DV greindi frá vakti netverji athygli á þessari stöðu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Í færslu á miðlinum birtir Einar Ólafsson skjáskot af Klappinu. Ekki nóg með það að ferðin kosti á annan tug þúsunda króna heldur tekur hún líka tæpar átta klukkustundir. Ódýrara að fljúga til Parísar en að taka rútu til Hafnar í Hornafirði. Getum við ekki gert betur? https://t.co/S98gy1jd6J— Björn Teitsson (@bjornteits) June 27, 2024 Einar bendir á að það sé ódýrara að ferðast einn í bíl. „Ástandið virðist bara versna ár eftir ár, ótrúlegt að það sé ekki enn þá búið að gera betur fyrir langferðir!“ skrifar Einar. Björn Teitsson, fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl bendir þá á að það sé ódýrara í mörgum tilvikum að fljúga til Parísar en að taka rútuna til Hornafjarðar og spyr sig hvort ekki sé hægt að gera betur. Ef miðað við flugleitarvélina Dohop er það alveg rétt hjá honum. Hægt er að fljúga til fjarlægra og framandi áfangastaða á borð við Rómar, Parísar, Amsterdam og Kaupmannahafnar og oft og tíðum talsvert lægra verði. Til Dyflinnar er til að mynda hægt að komast á tæplega tíu þúsund krónur og til Mílanó á ellefu þúsund. Hægt er meira að segja að fljúga til Akureyrar á örlítið minna en strætóferðin til Hornafjarðar.
Samgöngur Strætó Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Sjá meira