Fá svæði á líkama þar sem voru engir áverkar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. júní 2024 16:00 Atvikið átti sér stað í Bátavogi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Út frá niðurstöðu krufningar í Bátavogsmálinu svokallaða lést brotaþoli vegna köfnunar sökum utanaðkomandi þrýstings á öndunarveg. Alvarlegir áverkar voru á hálsi en sem dæmi er hægt að nefna blæðingar í hálsvöðvanum, brot á tungubeini, hringbrjóskinu og öllum barkanum. Þetta staðfestir réttarlæknir sem framkvæmdi krufningu á líki mannsins sem lést í Bátavogi í september á síðasta ár. Réttarlæknirinn kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag í skýrslutöku. Maðurinn var á sextugsaldri en Dagbjört Rúnarsdóttir er grunuð um að hafa orðið honum að bana. Í dag er síðasti dagur í aðalmeðferð málsins en líklegast mun dómur falla í málinu fyrir sumarlokun dómsins í lok júlí. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Fingur mannsins skakkir og skældir Réttarlæknirinn tók fram fyrir dómstólnum að í raun væru fá svæði á líkama brotaþola þar sem ekki væru áverkar. Hann sagði áverkanna umtalsverða og fjölmarga en að maðurinn hafi hlotið þá á skömmum tíma. Hann segir varðandi alvarlegustu áverkanna að nær ómögulegt sé að þeir hafi komið til fyrir slysni mannsins. Í málinu liggur fyrir að maðurinn hafi fallið ítrekað sökum mikillar áfengisdrykkju en hægt er að útiloka að maðurinn hafi látist vegna þessa. Mikil áfengisnotkun hafi ekki haft áhrif en réttarlæknirinn tók fram að lifur mannsins hafi þolað drykkjuna nokkuð vel. Sem dæmi um áverka nefndi hann að tveir fingur á hægri hendi og fjórir fingur á vinstri hendi mannsins voru brotnir. Áverkar á fingrum séu of flóknir til að þeir hefðu getað komið fram vegna falls eða slyss. En að hans sögn voru fingurnir skakkir og skældir. Áverkarnir bendi til að fingurnir hafi verið neyddir með afli í óeðlilega stöðu. Aðrir áverkar voru á baki, herðum, öxlum, kynfærum, geirvörtum, brjósti, nára og læri. Áverkar á kynfærum og geirvörtum Hann segir að erfitt sé að meta hvað veldur áverkum á geirvörtum og kynfærum og að um mjög afmörkuð svæði sé að ræða. Geirvörturnar voru skrámaðar en einnig voru litlir marblettir á brjóstkassanum sem benda til þess að einhvers konar afli hafi verið beitt og að maðurinn hafi ekki gert sjálfum sér þetta. Um kynfærin voru blæðingar og bjúgur en áverkarnir voru ansi staðbundnir við getnaðarlim mannsins. Líklegast þykir að áverkanir hafi komið til vegna þrýstings, togs eða snúnings. Sömu sögu er að segja um nárasvæði mannsins. Blæðingar í vöðvum á ýmsum stöðum Í baki mannsins voru nokkuð drjúgar blæðingar en réttarlæknirinn tók fram að ekki væri um innvortisblæðingar í kviðarholi eða brjóstholi að ræða heldur blæðingar í vöðvum mannsins. Blæðingar voru í herðum, öxlum, baki og læri. Hann sagði blæðingarnar komnar til vegna sljós krafts sem hefur komið til í formi höggs eða þrýstings og endurtekið af þó nokkrum ákafa. Vöðvi á axlasvæðinu var kraminn eftir átökin. Áverkarnir á læri gætu hafa komið til vegna sparks, höggs eða falls á útistandandi og harðan hlut. „Við erum með skrámur og marbletti á háls og andliti og kjálka. Þetta virðist öllu svæsnara þegar maður kemur á dýpið,“ sagði hann. Áverkar voru á neðri og efti vör, skráma í munni en ekki var að sjá marga áverka á hálsi á yfirborðinu. Þarf talsverðan kraft til að brjóta bein í hálsi Inni í hálsinum leyndust umtalsverðir áverkar en talsverðan kraft þarf til að brjóta tungubein og hringbrjósk í hálsi. Réttarlæknirinn tekur fram að ekki sé um eina atlögu að ræða heldur nokkrar yfir stuttan tíma. „Áverkar á andliti, hálsi og brjóstinu hlutust af margþættum áverkum og flóknum úr öllum áttum á mismunandi tímum.“ Einnig voru nokkur ummerki eftir endurlífgun. Meðal annars var skráma á brjósti og brot framanvert á nokkrum rifbeinum mannsins. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Þetta staðfestir réttarlæknir sem framkvæmdi krufningu á líki mannsins sem lést í Bátavogi í september á síðasta ár. Réttarlæknirinn kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag í skýrslutöku. Maðurinn var á sextugsaldri en Dagbjört Rúnarsdóttir er grunuð um að hafa orðið honum að bana. Í dag er síðasti dagur í aðalmeðferð málsins en líklegast mun dómur falla í málinu fyrir sumarlokun dómsins í lok júlí. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Fingur mannsins skakkir og skældir Réttarlæknirinn tók fram fyrir dómstólnum að í raun væru fá svæði á líkama brotaþola þar sem ekki væru áverkar. Hann sagði áverkanna umtalsverða og fjölmarga en að maðurinn hafi hlotið þá á skömmum tíma. Hann segir varðandi alvarlegustu áverkanna að nær ómögulegt sé að þeir hafi komið til fyrir slysni mannsins. Í málinu liggur fyrir að maðurinn hafi fallið ítrekað sökum mikillar áfengisdrykkju en hægt er að útiloka að maðurinn hafi látist vegna þessa. Mikil áfengisnotkun hafi ekki haft áhrif en réttarlæknirinn tók fram að lifur mannsins hafi þolað drykkjuna nokkuð vel. Sem dæmi um áverka nefndi hann að tveir fingur á hægri hendi og fjórir fingur á vinstri hendi mannsins voru brotnir. Áverkar á fingrum séu of flóknir til að þeir hefðu getað komið fram vegna falls eða slyss. En að hans sögn voru fingurnir skakkir og skældir. Áverkarnir bendi til að fingurnir hafi verið neyddir með afli í óeðlilega stöðu. Aðrir áverkar voru á baki, herðum, öxlum, kynfærum, geirvörtum, brjósti, nára og læri. Áverkar á kynfærum og geirvörtum Hann segir að erfitt sé að meta hvað veldur áverkum á geirvörtum og kynfærum og að um mjög afmörkuð svæði sé að ræða. Geirvörturnar voru skrámaðar en einnig voru litlir marblettir á brjóstkassanum sem benda til þess að einhvers konar afli hafi verið beitt og að maðurinn hafi ekki gert sjálfum sér þetta. Um kynfærin voru blæðingar og bjúgur en áverkarnir voru ansi staðbundnir við getnaðarlim mannsins. Líklegast þykir að áverkanir hafi komið til vegna þrýstings, togs eða snúnings. Sömu sögu er að segja um nárasvæði mannsins. Blæðingar í vöðvum á ýmsum stöðum Í baki mannsins voru nokkuð drjúgar blæðingar en réttarlæknirinn tók fram að ekki væri um innvortisblæðingar í kviðarholi eða brjóstholi að ræða heldur blæðingar í vöðvum mannsins. Blæðingar voru í herðum, öxlum, baki og læri. Hann sagði blæðingarnar komnar til vegna sljós krafts sem hefur komið til í formi höggs eða þrýstings og endurtekið af þó nokkrum ákafa. Vöðvi á axlasvæðinu var kraminn eftir átökin. Áverkarnir á læri gætu hafa komið til vegna sparks, höggs eða falls á útistandandi og harðan hlut. „Við erum með skrámur og marbletti á háls og andliti og kjálka. Þetta virðist öllu svæsnara þegar maður kemur á dýpið,“ sagði hann. Áverkar voru á neðri og efti vör, skráma í munni en ekki var að sjá marga áverka á hálsi á yfirborðinu. Þarf talsverðan kraft til að brjóta bein í hálsi Inni í hálsinum leyndust umtalsverðir áverkar en talsverðan kraft þarf til að brjóta tungubein og hringbrjósk í hálsi. Réttarlæknirinn tekur fram að ekki sé um eina atlögu að ræða heldur nokkrar yfir stuttan tíma. „Áverkar á andliti, hálsi og brjóstinu hlutust af margþættum áverkum og flóknum úr öllum áttum á mismunandi tímum.“ Einnig voru nokkur ummerki eftir endurlífgun. Meðal annars var skráma á brjósti og brot framanvert á nokkrum rifbeinum mannsins.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira