„Maður þurfti að vakta að hann myndi ekki kveikja í okkur“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. júní 2024 19:31 Mannslátið átti sér stað í Bátavogi í september á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Maður sem bjó í þrjá mánuði með Dagbjörtu og manninum sem hún er grunuð um að hafa orðið að bana sagði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að samskipti þeirra á milli hafi verið góð en að maðurinn hafi verið drykkfelldur ljúflingur. Maðurinn var kallaður fyrir héraðsdóm sem vitni en í dag er síðasti dagur í aðalmeðferð Bátavogs málsins svokallaða. Líklegast mun dómur falla í málinu fyrir sumarlokun dómsins í lok júlí. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp en hún er grunuð um að hafa orðið sextugum manni að bana í íbúð sinni í Bátavogi í september á síðasta ári. Átti það til að falla Fyrrum sambýlismaður Dagbjartar og mannsins sem lést sagði fyrir dómnum að hinn látni hafi drukkið mjög mikið og að hann hafi þó nokkru sinnum fallið á gólfið vegna þessa. „Það eru til lögregluskýrslur þar sem ég hringdi þar sem hann flaug svoleiðis á hausinn og missti meðvitund. Ég held að þetta hafi átt sér stað tvisvar,“ sagði fyrrum sambýlismaðurinn. „Hvað heldur þú ef hann er dauðadrukkinn?“ Hann sagði að oft á tíðum hafi brotaþoli ætlað að elda sér eitthvað um miðja nótt sem olli honum miklar áhyggjur. „Maður þurfti að vakta að hann myndi ekki kveikja í okkur.“ Spurður hvort að sá látni hafi verið ógætinn við eldamennskuna sagði hann: „Hvað heldur þú ef hann er dauðadrukkinn.“ Brotaþoli var þvoglumæltur í símann Í málinu liggur fyrir að bæði Dagbjört og hinn látni hafi haft hringt nokkru sinnum í fyrrum sambýlismanninn sama dag og atvikið átti sér stað. Dagbjört hafi spurt hann hvar ætti að krifja hundinn og brotaþoli hafi „gjammað“ í símann og verið smá þvoglumæltur. Sambýlismaðurinn segir að þau hafi ekki verið í ástarsambandi en að þau hafi verið góðir vinir þó að þau hafi stundum rifist eins og hundur og köttur. Hinum látna hafi ekki skort neitt og Dagbjört hafi alltaf skaffað honum sígarettur. Spurður hvað hinn látni hafi gert fyrir hana sagði hann: „Fyrir utan að rífa kjaft? Það var ósköp lítið og takmarkað.“ Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Maðurinn var kallaður fyrir héraðsdóm sem vitni en í dag er síðasti dagur í aðalmeðferð Bátavogs málsins svokallaða. Líklegast mun dómur falla í málinu fyrir sumarlokun dómsins í lok júlí. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp en hún er grunuð um að hafa orðið sextugum manni að bana í íbúð sinni í Bátavogi í september á síðasta ári. Átti það til að falla Fyrrum sambýlismaður Dagbjartar og mannsins sem lést sagði fyrir dómnum að hinn látni hafi drukkið mjög mikið og að hann hafi þó nokkru sinnum fallið á gólfið vegna þessa. „Það eru til lögregluskýrslur þar sem ég hringdi þar sem hann flaug svoleiðis á hausinn og missti meðvitund. Ég held að þetta hafi átt sér stað tvisvar,“ sagði fyrrum sambýlismaðurinn. „Hvað heldur þú ef hann er dauðadrukkinn?“ Hann sagði að oft á tíðum hafi brotaþoli ætlað að elda sér eitthvað um miðja nótt sem olli honum miklar áhyggjur. „Maður þurfti að vakta að hann myndi ekki kveikja í okkur.“ Spurður hvort að sá látni hafi verið ógætinn við eldamennskuna sagði hann: „Hvað heldur þú ef hann er dauðadrukkinn.“ Brotaþoli var þvoglumæltur í símann Í málinu liggur fyrir að bæði Dagbjört og hinn látni hafi haft hringt nokkru sinnum í fyrrum sambýlismanninn sama dag og atvikið átti sér stað. Dagbjört hafi spurt hann hvar ætti að krifja hundinn og brotaþoli hafi „gjammað“ í símann og verið smá þvoglumæltur. Sambýlismaðurinn segir að þau hafi ekki verið í ástarsambandi en að þau hafi verið góðir vinir þó að þau hafi stundum rifist eins og hundur og köttur. Hinum látna hafi ekki skort neitt og Dagbjört hafi alltaf skaffað honum sígarettur. Spurður hvað hinn látni hafi gert fyrir hana sagði hann: „Fyrir utan að rífa kjaft? Það var ósköp lítið og takmarkað.“
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent