Ósáttur með sætin og fær milljón endurgreidda Árni Sæberg skrifar 3. júlí 2024 08:15 Maðurinn vildi ekki hafa neinn á milli sín og samferðakonu sinnar. Myndin er úr safni. Kurmyshov/Getty Kaupandi pakkaferðar hjá íslenskri ferðaskrifstofu fær ferðina alla endurgreidda þrátt fyrir að hafa afbókað hana með skömmum fyrirvara. Kaupandinn lét ekki bjóða sér venjuleg sæti í flugi og Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa taldi hann mega afpanta vegna þess. Í úrskurði kærunefndarinnar segir að í kvörtun kaupandans hafi komið fram að hann hafi pantað betri sæti fyrir sig og samferðarkonu sína og greitt samtals 99.600 krónur fyrir eða 24.900 krónur fyrir hvert sæti. Í bókunarferlinu hafi verið boðið upp á að bóka almenn sæti í röðum 17- 33 á 3.900 krónur eða betri sæti í röðum 1-16 á 19.900 til 24.900 krónur. Kaupandinn hafi pantað sæti 16D og 16F á útleið og 16A og 16C á heimleið en ekki hafi verið hægt að bóka sætin á milli, það er 16E og 16B. Nokkru síðar hafi hann tekið eftir að sætin á milli hafi verið komin í sölu fyrir 17.000 krónur. Hann hafi leitað skýringa frá ferðaskrifstofunni og fengið þær upplýsingar að öll sætin í vélinni væru eins. Hann hafi strax degi síðar tilkynnt ferðaskrifstofunni að hann vildi afpanta ferðina vegna þessa. Þurfti betri sæti vegna bakverkja Kaupandinn hafi vísað til þess að hann þurfi meira rými vegna bakverkja og sagst ekki hefði pantað umrædda ferð ef hann hefði haft upplýsingar um að öll sætin væru eins og að hægt væri að bóka sætin á milli. Hann hafi vísað til þess að sér hafi ekki mátt vera ljóst þegar hann pantaði sætin að þau væru ekki betri en önnur sæti í vélinni, enda hafi þau verið auglýst sem slík og verðið á þeim sexfalt hærra en á almennum sætum. Ferðaskrifstofan hafi aftur á móti bent á að ekki hafi verið boðið upp á betri sæti í vélinni en að sæti framar í vélinni hafi verið seld á hærra verði. Þá hafi ferðaskrifstofan bent á að hún hefði fallist á að endurgreiða kaupandanum fjórðung af heildarverði ferðarinnar í samræmi við skilmála. „Augljóst“ að miklu dýrari sæti ættu að vera betri Í niðurstöðukafla nefndarinnar segir að á skjámynd sem kaupandinn hafi lagt fram í málinu af sætisvali í bókunarferlinu sjáist að hægt hafi verið að velja um „betri sæti“ og „almenn sæti“. Verðmunur á umræddum sætum hafi verið allt frá 16 þúsund til 21 þúsund krónur fyrir stakt sæti hvora ferð. „Kærunefndin telur augljóst að sæti sem varnaraðili selur á 24.900 krónur hvert hljóti að eiga að hafa betri eiginleika en önnur sæti í vélinni. Að mati kærunefndarinnar mátti sóknaraðili því ætla að sætin sem hann greiddi fyrir væru búin öðrum kostum en einungis þeim að vera í fremri hluta vélarinnar, enda hafi þeim verið lýst sem „betri sætum“ í bókunarferli.“ Veruleg breyting á ferðinni Kaupandinn hafi afpantað hina ferðatengdu þjónustu í tölvupósti til ferðaskrifstofunnar 18 dögum fyrir brottför. Fyrir liggi að hann hafi afpantaði umrædda ferð í kjölfar þess að hafa fengið upplýsingar um sætin í vélinni og eftir að hafa séð að ferðaskrifstofan hafi sett í sölu sæti á milli bókaðra sæta kaupandans. Kaupandinn hafi greitt samtals 99.600 krónur fyrir umrædd sæti, sem sé tæplega tíu prósent af heildarverði pakkaferðarinnar. Að mati kærunefndarinnar sé því um að ræða verulega breytingu á samningi um pakkaferð í skilningi laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Framsetning ferðaskrifstofunnar á sölu á umræddum sætum hafi að mati nefndarinnar verið með þeim hætti að gera hafi mátt ráð fyrir að sætin hefðu betri eiginleika en önnur sæti og hefði kaupandinn því ekki ástæðu til að afpanta ferðina fyrr en upplýsingar um gæði sætanna lágu fyrir. Í ljósi alls framangreinds telji kærunefndin að kaupandinn hafi mátt afpanta pakkaferðina vegna breytinga á samningi sem fólu í sér verulegar breytingar á megineinkennum ferðarinnar. Það hafi kaupandinn gert um leið og hann varð áskynja um breytingar á sætaskipan flugvélanna. Hann eigi því rétt á fullri endurgreiðslu, 1.019.800 krónum, úr hendi ferðaskrifstofunnar. Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Í úrskurði kærunefndarinnar segir að í kvörtun kaupandans hafi komið fram að hann hafi pantað betri sæti fyrir sig og samferðarkonu sína og greitt samtals 99.600 krónur fyrir eða 24.900 krónur fyrir hvert sæti. Í bókunarferlinu hafi verið boðið upp á að bóka almenn sæti í röðum 17- 33 á 3.900 krónur eða betri sæti í röðum 1-16 á 19.900 til 24.900 krónur. Kaupandinn hafi pantað sæti 16D og 16F á útleið og 16A og 16C á heimleið en ekki hafi verið hægt að bóka sætin á milli, það er 16E og 16B. Nokkru síðar hafi hann tekið eftir að sætin á milli hafi verið komin í sölu fyrir 17.000 krónur. Hann hafi leitað skýringa frá ferðaskrifstofunni og fengið þær upplýsingar að öll sætin í vélinni væru eins. Hann hafi strax degi síðar tilkynnt ferðaskrifstofunni að hann vildi afpanta ferðina vegna þessa. Þurfti betri sæti vegna bakverkja Kaupandinn hafi vísað til þess að hann þurfi meira rými vegna bakverkja og sagst ekki hefði pantað umrædda ferð ef hann hefði haft upplýsingar um að öll sætin væru eins og að hægt væri að bóka sætin á milli. Hann hafi vísað til þess að sér hafi ekki mátt vera ljóst þegar hann pantaði sætin að þau væru ekki betri en önnur sæti í vélinni, enda hafi þau verið auglýst sem slík og verðið á þeim sexfalt hærra en á almennum sætum. Ferðaskrifstofan hafi aftur á móti bent á að ekki hafi verið boðið upp á betri sæti í vélinni en að sæti framar í vélinni hafi verið seld á hærra verði. Þá hafi ferðaskrifstofan bent á að hún hefði fallist á að endurgreiða kaupandanum fjórðung af heildarverði ferðarinnar í samræmi við skilmála. „Augljóst“ að miklu dýrari sæti ættu að vera betri Í niðurstöðukafla nefndarinnar segir að á skjámynd sem kaupandinn hafi lagt fram í málinu af sætisvali í bókunarferlinu sjáist að hægt hafi verið að velja um „betri sæti“ og „almenn sæti“. Verðmunur á umræddum sætum hafi verið allt frá 16 þúsund til 21 þúsund krónur fyrir stakt sæti hvora ferð. „Kærunefndin telur augljóst að sæti sem varnaraðili selur á 24.900 krónur hvert hljóti að eiga að hafa betri eiginleika en önnur sæti í vélinni. Að mati kærunefndarinnar mátti sóknaraðili því ætla að sætin sem hann greiddi fyrir væru búin öðrum kostum en einungis þeim að vera í fremri hluta vélarinnar, enda hafi þeim verið lýst sem „betri sætum“ í bókunarferli.“ Veruleg breyting á ferðinni Kaupandinn hafi afpantað hina ferðatengdu þjónustu í tölvupósti til ferðaskrifstofunnar 18 dögum fyrir brottför. Fyrir liggi að hann hafi afpantaði umrædda ferð í kjölfar þess að hafa fengið upplýsingar um sætin í vélinni og eftir að hafa séð að ferðaskrifstofan hafi sett í sölu sæti á milli bókaðra sæta kaupandans. Kaupandinn hafi greitt samtals 99.600 krónur fyrir umrædd sæti, sem sé tæplega tíu prósent af heildarverði pakkaferðarinnar. Að mati kærunefndarinnar sé því um að ræða verulega breytingu á samningi um pakkaferð í skilningi laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Framsetning ferðaskrifstofunnar á sölu á umræddum sætum hafi að mati nefndarinnar verið með þeim hætti að gera hafi mátt ráð fyrir að sætin hefðu betri eiginleika en önnur sæti og hefði kaupandinn því ekki ástæðu til að afpanta ferðina fyrr en upplýsingar um gæði sætanna lágu fyrir. Í ljósi alls framangreinds telji kærunefndin að kaupandinn hafi mátt afpanta pakkaferðina vegna breytinga á samningi sem fólu í sér verulegar breytingar á megineinkennum ferðarinnar. Það hafi kaupandinn gert um leið og hann varð áskynja um breytingar á sætaskipan flugvélanna. Hann eigi því rétt á fullri endurgreiðslu, 1.019.800 krónum, úr hendi ferðaskrifstofunnar.
Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira