Mikil tækifæri felist í að gera Þórsmörk að þjóðgarði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. júlí 2024 12:37 Skipaður hefur verið starfshópur sem mun skoða fýsileika þess að friðlýsa Þórsmörk og nágrenni sem þjóðgarð. Vísir/Vilhelm/Einar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp sem mun skoða fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Ráðherranum líst vel á hugmyndina og segir ánægjulegt að sjá hvernig sveitarfélögin eru að taka við sér. Sveitarstjóri segir friðlýsingu bjóða tækifæri í uppbyggingu. Sveitarstjórn Rangárþing Eystra óskaði eftir því á dögunum við umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið að settur yrði á laggirnar starfshópur sem myndi skoða fýsileika þess að friðlýsa Þórsmörk og nágrenni sem þjóðgarð. Ráðuneytið hefur orðið við beiðni þeirra, og hafa skipað þriggja manna starfshóp undir forystu Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi þingmanns. Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri og Rafn Bergsson sveitarstjórnarmaður Rangárþing Eystra fullskipa nefndina. Sumir fari í baklás þegar talað er um friðlýsingu Anton Kári Halldórsson er sveitarstjóri Rangárþings Eystra, og einn þriggja meðlima starfshópsins. Hann segir að nú verði það vegið og metið hvort þetta sé skref sem ætti að stíga. „Öllum er annt um Þórsmörk og allir vilja að þar sé gott utanumhald. Þetta er okkar helsta náttúruperla og allir vilja sinna henni vel,“ segir Anton. Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþing Eystra, er í starfshópnum. Hann segir að ekki verði farið í þessa vegferð nema hún verði samfélaginu til góða.Vísir/Vilhelm „Auðvitað fara sumir alveg í baklás þegar talað er um friðlýsingu, halda að það eigi að skerða réttindi og nýtingu. En við munum aldrei fara í svona vegferð nema hún sé samfélaginu til góða,“ segir Anton. Með friðlýsingu verði uppbygging svæðisins skilvirkari og öruggari. Ekki verði farið í vegferðina, ef hún kemur til með að skerða „nýtingu, möguleika og þess háttar.“ Hann segir að nefndina skipi heimamenn, og að ákvörðun verði tekin í samráði við stofnanir á borð við Land og skóg, íbúa svæðisis og aðra hagaðila. Stofnun þjóðgarða auki tækifæri í ferðamennsku „Stofnun þjóðgarða snýr ekki bara að verndun þess sem þarf að vernda, heldur einnig nýtingu þess sem á að vernda þegar kemur að t.d. ferðamennsku,“ segir Guðlaugur Þór, umhverfis- orku og loftslagsráðherra. Snæfellsnesþjóðgarður sé gott dæmi um þetta. „Síðan má sjá hvernig Höfn hefur nýtt sér aðstöðuna við Vatnajökulsþjóðgarð,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segir stofnun þjóðgarða m.a. snúa að nýtingu svæðisins sem á að vernda. Aðstaðan við Vatnajökulsþjóðgarð hafi reynst Hornfirðingum vel.Vísir/Vilhelm Hann segir mikinn ávinning vera í svona friðlýsingu þegar það er gert á réttan hátt, á forsendum nærsamfélagsins. Samfélagið þurfi að vera á bak við þetta og styðja verkefnið. „Í nýju frumvarpi sem var samþykkt núna í vor, er skýrt tekið fram að þjóðgarður er með þannig stjórn að ráðherra skipar einn stjórnarmann og sveitarfélagið skipar tvo stjórnarmenn. Sveitarfélagið þarf að styðja við bakið á þessu,“ segir Guðlaugur. Þrír aðrir þjóðgarðar til skoðunar Svipuð mál hafa verið til skoðunar á þremur öðrum stöðum á landinu, þar sem starfshópar hafa verið að störfum við að meta kosti og galla þess að stofna þjóðgarð. Svæðin eru í Dalabyggð á svæðinu við Fellsströnd, Klofning og Skarðsströnd, á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem skoða á stækkun friðlandsins í Vatnsfirði og við Dynjanda, og á Langanesi. Guðlaugur segir að niðurstöður hópsins sem skoðaði Langanesið liggi fyrir, og tillagan sé stofnun þjóðgarðs. Njáll Trausti Friðbertsson leiddi þann hóp. Rangárþing eystra Þjóðgarðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Sveitarstjórn Rangárþing Eystra óskaði eftir því á dögunum við umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið að settur yrði á laggirnar starfshópur sem myndi skoða fýsileika þess að friðlýsa Þórsmörk og nágrenni sem þjóðgarð. Ráðuneytið hefur orðið við beiðni þeirra, og hafa skipað þriggja manna starfshóp undir forystu Drífu Hjartardóttur, fyrrverandi þingmanns. Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri og Rafn Bergsson sveitarstjórnarmaður Rangárþing Eystra fullskipa nefndina. Sumir fari í baklás þegar talað er um friðlýsingu Anton Kári Halldórsson er sveitarstjóri Rangárþings Eystra, og einn þriggja meðlima starfshópsins. Hann segir að nú verði það vegið og metið hvort þetta sé skref sem ætti að stíga. „Öllum er annt um Þórsmörk og allir vilja að þar sé gott utanumhald. Þetta er okkar helsta náttúruperla og allir vilja sinna henni vel,“ segir Anton. Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri Rangárþing Eystra, er í starfshópnum. Hann segir að ekki verði farið í þessa vegferð nema hún verði samfélaginu til góða.Vísir/Vilhelm „Auðvitað fara sumir alveg í baklás þegar talað er um friðlýsingu, halda að það eigi að skerða réttindi og nýtingu. En við munum aldrei fara í svona vegferð nema hún sé samfélaginu til góða,“ segir Anton. Með friðlýsingu verði uppbygging svæðisins skilvirkari og öruggari. Ekki verði farið í vegferðina, ef hún kemur til með að skerða „nýtingu, möguleika og þess háttar.“ Hann segir að nefndina skipi heimamenn, og að ákvörðun verði tekin í samráði við stofnanir á borð við Land og skóg, íbúa svæðisis og aðra hagaðila. Stofnun þjóðgarða auki tækifæri í ferðamennsku „Stofnun þjóðgarða snýr ekki bara að verndun þess sem þarf að vernda, heldur einnig nýtingu þess sem á að vernda þegar kemur að t.d. ferðamennsku,“ segir Guðlaugur Þór, umhverfis- orku og loftslagsráðherra. Snæfellsnesþjóðgarður sé gott dæmi um þetta. „Síðan má sjá hvernig Höfn hefur nýtt sér aðstöðuna við Vatnajökulsþjóðgarð,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur segir stofnun þjóðgarða m.a. snúa að nýtingu svæðisins sem á að vernda. Aðstaðan við Vatnajökulsþjóðgarð hafi reynst Hornfirðingum vel.Vísir/Vilhelm Hann segir mikinn ávinning vera í svona friðlýsingu þegar það er gert á réttan hátt, á forsendum nærsamfélagsins. Samfélagið þurfi að vera á bak við þetta og styðja verkefnið. „Í nýju frumvarpi sem var samþykkt núna í vor, er skýrt tekið fram að þjóðgarður er með þannig stjórn að ráðherra skipar einn stjórnarmann og sveitarfélagið skipar tvo stjórnarmenn. Sveitarfélagið þarf að styðja við bakið á þessu,“ segir Guðlaugur. Þrír aðrir þjóðgarðar til skoðunar Svipuð mál hafa verið til skoðunar á þremur öðrum stöðum á landinu, þar sem starfshópar hafa verið að störfum við að meta kosti og galla þess að stofna þjóðgarð. Svæðin eru í Dalabyggð á svæðinu við Fellsströnd, Klofning og Skarðsströnd, á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem skoða á stækkun friðlandsins í Vatnsfirði og við Dynjanda, og á Langanesi. Guðlaugur segir að niðurstöður hópsins sem skoðaði Langanesið liggi fyrir, og tillagan sé stofnun þjóðgarðs. Njáll Trausti Friðbertsson leiddi þann hóp.
Rangárþing eystra Þjóðgarðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira