Enn má pissa í sjóinn á Costa del Sol Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. júlí 2024 11:52 Costa del Sol er gríðarlega vinsæll áfangastaður hjá Íslendingum. Getty/Holger Leue Borgarstjórn í Marbella-borg á Spáni hefur neitað ásökunum um að bráðlega muni fólk vera sektað fyrir að kasta af sér þvagi í sjóinn á vinsælustu ferðamannaströndum Costa del Sol. Strendurnar eru gríðarlega vinsælar meðal Íslendinga. Í lok maí samþykkti borgarstjórn Marbella ýmsar nýjar reglur fyrir strendur borgarinnar. Nýju reglunar gera fólki kleift að spila háværa tónlist á ströndunum og spila boltaleiki en ein reglan greip sérstaklega athygli ferðamanna. Samkvæmt nýju reglunum verða þeir sem kasta af sér þvagi eða kúka á ströndinni eða í sjóinn sektaðir um allt að 750 evrur sem nemur um 112 þúsund íslenskum krónum. Sektin geti orðið allt að 223 þúsund krónum Í grein dagblaðsins Guardian um málið kemur fram að þeir sem myndu verða uppvísir að því að kúka eða pissa á ströndinni ítrekað á innan við ári gætu átt yfir höfði sér 1.500 evra sekt samkvæmt nýju reglunum. Það nemur um 223 þúsund íslenskum krónum. Ýmsir íbúar og ferðamenn hafa gagnrýnt þessa samþykkt borgarstjórnar harðlega og hefur verið fjallað ítarlega um málið í staðbundnum fjölmiðlum á svæðinu. Viðurkenndi að hann pissaði ítrekað í sjóinn Einn strandargestur sagði í samtali við fjölmiðil á svæðinu er hann var beðin um viðbrögð við málinu: „Hver mun komast að þessu? Margliturnar?“ Sagði hann og viðurkenndi að hann pissaði ítrekað í sjóinn. Upplýsingafulltrúi Marbella-borgar gaf í kjölfarið út tilkynningu og áréttaði að nýju reglurnar ættu ekki við sjóinn. „Samþykktin nær ekki til þessa. Fólk verður ekki sektað fyrir að pissa í sjóinn,“ sagði í tilkynningunni og var tekið fram að fólk yrði aðeins sektað fyrir gjörðir sínar á ströndinni sjálfri. Þá getur fólk verið sektað ef það stendur á ströndinni og pissar þaðan út í sjóinn. Spánn Ferðalög Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Í lok maí samþykkti borgarstjórn Marbella ýmsar nýjar reglur fyrir strendur borgarinnar. Nýju reglunar gera fólki kleift að spila háværa tónlist á ströndunum og spila boltaleiki en ein reglan greip sérstaklega athygli ferðamanna. Samkvæmt nýju reglunum verða þeir sem kasta af sér þvagi eða kúka á ströndinni eða í sjóinn sektaðir um allt að 750 evrur sem nemur um 112 þúsund íslenskum krónum. Sektin geti orðið allt að 223 þúsund krónum Í grein dagblaðsins Guardian um málið kemur fram að þeir sem myndu verða uppvísir að því að kúka eða pissa á ströndinni ítrekað á innan við ári gætu átt yfir höfði sér 1.500 evra sekt samkvæmt nýju reglunum. Það nemur um 223 þúsund íslenskum krónum. Ýmsir íbúar og ferðamenn hafa gagnrýnt þessa samþykkt borgarstjórnar harðlega og hefur verið fjallað ítarlega um málið í staðbundnum fjölmiðlum á svæðinu. Viðurkenndi að hann pissaði ítrekað í sjóinn Einn strandargestur sagði í samtali við fjölmiðil á svæðinu er hann var beðin um viðbrögð við málinu: „Hver mun komast að þessu? Margliturnar?“ Sagði hann og viðurkenndi að hann pissaði ítrekað í sjóinn. Upplýsingafulltrúi Marbella-borgar gaf í kjölfarið út tilkynningu og áréttaði að nýju reglurnar ættu ekki við sjóinn. „Samþykktin nær ekki til þessa. Fólk verður ekki sektað fyrir að pissa í sjóinn,“ sagði í tilkynningunni og var tekið fram að fólk yrði aðeins sektað fyrir gjörðir sínar á ströndinni sjálfri. Þá getur fólk verið sektað ef það stendur á ströndinni og pissar þaðan út í sjóinn.
Spánn Ferðalög Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira