Meirihluti þjóðarinnar styður aðildarviðræður við ESB Heimir Már Pétursson skrifar 4. júlí 2024 12:26 Samkvæmt könnuninni telja 55,3 prósent Íslendinga mikilvægt að aðildarviðræður við Evrópusambandið verði teknar upp á ný. Grafík/Sara Meirihluti þjóðarinnar vill að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Rúmlega fjörutíu prósent er fylgjandi fullri aðild Íslands að sambandinu samkvæmt nýrri könnun. Maskína gerði könnunina fyrir Evrópuhreyfinguna dagana 12. - 20. júní. Af þeim sem tóku afstöðu eru 42,4 prósent hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið, 21,9 prósent svöruðu hvorki né og 35,7 prósent eru andvíg inngöngu. Þá telja 55,3 prósent heimilanna mikilvægt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild að sambandinu. 25,5 prósent töldu þjóðaratkvæðagreiðslu í meðallagi mikilvæga en 19,2 prósent töldu mikilvægi atkvæðagreiðsluna lítilvægt. Þorsteinn Pálsson segir hag breskra heimila hafa versnað eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.AP/Geert Vanden Wijngaert Þorsteinn Pálsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisfloksins og forsætisráðherra segir þessar niðurstöður mjög afgerandi en komi þó ekki á óvart. Áberandi straumfall hafi verið í þessa átt. Það væri afgerandi stuðningur þegar þrír fjórðu hlutar kjósenda styddu þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda ætti aðildarviðræðum áfram. „Og gerir það að verkum að mínu mati að það er ekki lengur hægt að halda þessu máli fyrir utan dagskrá stjórnmálanna,“ segir Þorsteinn. Þingkosningar verða að óbreyttu næsta vor eða haust ef ríkisstjórnin situr út allt kjörtímabilið. Þorsteinn telur reyndar heppilegra að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram fyrir næstu kosningar eða samhliða þeim. Þorsteinn Pálsson vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu fari fram fyrir næstu alþingiskosningar.Vísir/Vilhelm „Auðvitað veit enginn fyrirfram hver niðurstaðan er en það er mjög mikilvægt að minni hyggju að næsta ríkisstjórn sem þarf að fara í mikið endurreisnarstarf og marka nýja stefnu fyrir Ísland, viti frá fyrsta degi hver vilji kjósandanna er í þessu stóra máli,“ segir forsætisráðherrann fyrrverandi. Enda yrðu áhrifin á efnahagsstarfsemina mjög víðtæk. Hag heimilanna töldu 50,4% verða betri við aðild, 24,5% verða eins og 25,1% verri. Þorsteinn segir ekki koma á óvart að meirihluta landsmanna telji að hag heimilanna væri betur borgið með aðild að Evrópusambandinu. Það lægi í augum uppi að aðild að sambandinu myndi styrkja hag heimilanna, rétt eins og útflutningsfyrirtækjanna sem gerðu upp upp í evrum. „Þetta er spurning um jöfn tækifæri, að allir fái að stíga þetta skref. Menn sjá líka í Bretlandi að Brexit átti að sprengja upp Evrópusambandið en endaði með því að sprengja upp breska Íhaldsflokkinn. Evrópusambandið aldrei sterkara og efnahagur Bretlands og breskra heimila mun lakari vegna þess að þeir fóru út,“ segir Þorsteinn Pálsson. Fréttin hefur verið uppfærð til að taka betur tillit til þeirra landsmanna sem svöruðu spurningunum hvorki hlynntur né andvígur aðild; að hagur heimilanna yrði eins við aðild; að það væri í meðallagi mikilvægt eða lítilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Réttara hefði verið að birta einnig tölurnar í heild sinni og er það gert hér. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Evrópusambandið Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira
Maskína gerði könnunina fyrir Evrópuhreyfinguna dagana 12. - 20. júní. Af þeim sem tóku afstöðu eru 42,4 prósent hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið, 21,9 prósent svöruðu hvorki né og 35,7 prósent eru andvíg inngöngu. Þá telja 55,3 prósent heimilanna mikilvægt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild að sambandinu. 25,5 prósent töldu þjóðaratkvæðagreiðslu í meðallagi mikilvæga en 19,2 prósent töldu mikilvægi atkvæðagreiðsluna lítilvægt. Þorsteinn Pálsson segir hag breskra heimila hafa versnað eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.AP/Geert Vanden Wijngaert Þorsteinn Pálsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisfloksins og forsætisráðherra segir þessar niðurstöður mjög afgerandi en komi þó ekki á óvart. Áberandi straumfall hafi verið í þessa átt. Það væri afgerandi stuðningur þegar þrír fjórðu hlutar kjósenda styddu þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda ætti aðildarviðræðum áfram. „Og gerir það að verkum að mínu mati að það er ekki lengur hægt að halda þessu máli fyrir utan dagskrá stjórnmálanna,“ segir Þorsteinn. Þingkosningar verða að óbreyttu næsta vor eða haust ef ríkisstjórnin situr út allt kjörtímabilið. Þorsteinn telur reyndar heppilegra að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram fyrir næstu kosningar eða samhliða þeim. Þorsteinn Pálsson vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu fari fram fyrir næstu alþingiskosningar.Vísir/Vilhelm „Auðvitað veit enginn fyrirfram hver niðurstaðan er en það er mjög mikilvægt að minni hyggju að næsta ríkisstjórn sem þarf að fara í mikið endurreisnarstarf og marka nýja stefnu fyrir Ísland, viti frá fyrsta degi hver vilji kjósandanna er í þessu stóra máli,“ segir forsætisráðherrann fyrrverandi. Enda yrðu áhrifin á efnahagsstarfsemina mjög víðtæk. Hag heimilanna töldu 50,4% verða betri við aðild, 24,5% verða eins og 25,1% verri. Þorsteinn segir ekki koma á óvart að meirihluta landsmanna telji að hag heimilanna væri betur borgið með aðild að Evrópusambandinu. Það lægi í augum uppi að aðild að sambandinu myndi styrkja hag heimilanna, rétt eins og útflutningsfyrirtækjanna sem gerðu upp upp í evrum. „Þetta er spurning um jöfn tækifæri, að allir fái að stíga þetta skref. Menn sjá líka í Bretlandi að Brexit átti að sprengja upp Evrópusambandið en endaði með því að sprengja upp breska Íhaldsflokkinn. Evrópusambandið aldrei sterkara og efnahagur Bretlands og breskra heimila mun lakari vegna þess að þeir fóru út,“ segir Þorsteinn Pálsson. Fréttin hefur verið uppfærð til að taka betur tillit til þeirra landsmanna sem svöruðu spurningunum hvorki hlynntur né andvígur aðild; að hagur heimilanna yrði eins við aðild; að það væri í meðallagi mikilvægt eða lítilvægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Réttara hefði verið að birta einnig tölurnar í heild sinni og er það gert hér.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Evrópusambandið Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira