Sauð upp úr í stjörnufansi á golfmóti Coolbet Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júlí 2024 15:07 Sparnaður var ekki í fyrirrúmi við skipulagningu mótsins. Vísir/Samsett Coolbet efndi til golfmóts á Grafarholtsvelli í blíðviðrinu á föstudaginn síðasta og var öllu til tjaldað. Stjörnur af öllum sviðum íslensks þjóðfélags voru viðstaddar og voru vellystingar í fyrirrúmi. Heimildir Vísis herma að soðið hafi upp úr milli tveggja keppenda í veislunni sem haldin var eftir að mótinu lauk. Veðmálafyrirtækið Coolbet nýtur mikilla vinsælda meðal ungra karlmanna hér á landi. Það er ekki síst vegna þess hve margir áhrifavaldar eru tilbúnir að auglýsa vefsíðuna, sem má ekki auglýsa hér á landi. Það gera áhrifavaldarnir með því að klæðast fatnaði merktum fyrirtækinu, minnast á fyrirtækið í hlaðvörpum sínum eða státa sig af vel heppnuðum veðmálum. Viðkomandi áhrifavaldar bera þó litla áhættu af veðmálunum sjálfir heldur fá inneignir hjá Coolbet til að leika sér með gegn auglýsingum á samfélagsmiðlum. Í þetta skiptið bauð Coolbet fyrrnefndum áhrifavöldum og fleirum þjóðþekktum einstaklingum til golfmóts. Mátti bæði sjá vana kylfinga og aðra óvanari sem höfðu ekkert á móti því að gera sér glaðan dag þar sem allt var í boði hússins. Afþreying og veitingar voru ekki af lakara lagi. Á einum teignum var Sigga Klingenberg, sem þekkt er fyrir stjörnuspár sínar, með bás og bauð gestum upp á lófalestur. Á öðrum var hægt að fá klippingu og rakstur samkvæmt nýjustu tísku og á enn öðrum var húðflúrari að störfum. Á enn öðrum teignum var svo hægt að spreyta sig í pílukasti við Grindvíkinginn Matthías Örn Friðriksson, margfaldan Íslandsmeistara í pílukasti. Arnór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Patrik Snær Atlason, Ágúst Beinteinn Árnason og Páll Orri PálssonCoolbet Fínt kampavín, bjór og smáréttir voru aðgengilegir hvarvetna og eftir að mótinu lauk var haldin veisla í gamla Nasa-salnum við Austurvöll og svo spilaður póker í boði fyrirtækisins. Langflestir skemmtu sér vel samkvæmt heimildum fréttastofu en þó voru tveir sem létu hnefana tala á tímapunkti. Þeir eru þó ekki meðal stjarnanna sem koma fyrir í þessari frétt. Meðal keppenda voru athafnamenn, tónlistarmenn, íþróttamenn og fulltrúar fleiri framastétta á Íslandi. Ingólfur Þórarinsson, Ingó veðurguð, var á svæðinu ásamt Gumma Emil einkaþjálfara. Körfuboltamennirnir Jón Arnór Stefánsson og Martin Hermannsson mættu ásamt þjálfaranum Finni Frey Stefánssyni. Patrik Snær Atlason, betur þekktur sem PrettyBoiTjokkó, mætti á hestbaki og Hákon Rafn Valdimarsson landsliðsmarkvörður var sömuleiðis í stuði. Telja mætti upp marga fleiri en myndir segja meira en þúsund orð. Þær má finna að neðan. Athafnamaðurinn Simmi Vill gerir sig líklegan.Coolbet Ingó veðurguð og Ríkharð Óskar Guðnason á teignum.Coolbet Bjarki Valur Viðarsson, annar götustráka, og Viktor Orri Pétursson.Coolbet Logi Bergmann og Jón Júlíus Karlsson létu sig ekki vanta.Coolbet Herbert Guðmundsson tók lagið.Coolbet Kristmundur Axel var í góðu skapi.Coolbet Hákon Rafn Valdimarsson landsliðsmarkvörður og leikmaður Brentford í ensku úrvalsdeildinni var á svæðinu.Coolbet Patrik Snær Atlason var með alvöru innkomu á völlinn.Coolbet Sigga Klingenberg las í lófa á milli sveiflna.Coolbet Ingó veðurguð í Nasa-salnum.Coolbet Gummi Emil orkumikill að vana.Coolbet Öllu var til tjaldað þegar kom að veitingum.Coolbet Hörður Magnússon les upp stigin og Kjartan Henry Finnbogason er honum til halds og trausts.Coolbet Fjárhættuspil Golf Golfvellir Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Veðmálafyrirtækið Coolbet nýtur mikilla vinsælda meðal ungra karlmanna hér á landi. Það er ekki síst vegna þess hve margir áhrifavaldar eru tilbúnir að auglýsa vefsíðuna, sem má ekki auglýsa hér á landi. Það gera áhrifavaldarnir með því að klæðast fatnaði merktum fyrirtækinu, minnast á fyrirtækið í hlaðvörpum sínum eða státa sig af vel heppnuðum veðmálum. Viðkomandi áhrifavaldar bera þó litla áhættu af veðmálunum sjálfir heldur fá inneignir hjá Coolbet til að leika sér með gegn auglýsingum á samfélagsmiðlum. Í þetta skiptið bauð Coolbet fyrrnefndum áhrifavöldum og fleirum þjóðþekktum einstaklingum til golfmóts. Mátti bæði sjá vana kylfinga og aðra óvanari sem höfðu ekkert á móti því að gera sér glaðan dag þar sem allt var í boði hússins. Afþreying og veitingar voru ekki af lakara lagi. Á einum teignum var Sigga Klingenberg, sem þekkt er fyrir stjörnuspár sínar, með bás og bauð gestum upp á lófalestur. Á öðrum var hægt að fá klippingu og rakstur samkvæmt nýjustu tísku og á enn öðrum var húðflúrari að störfum. Á enn öðrum teignum var svo hægt að spreyta sig í pílukasti við Grindvíkinginn Matthías Örn Friðriksson, margfaldan Íslandsmeistara í pílukasti. Arnór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Patrik Snær Atlason, Ágúst Beinteinn Árnason og Páll Orri PálssonCoolbet Fínt kampavín, bjór og smáréttir voru aðgengilegir hvarvetna og eftir að mótinu lauk var haldin veisla í gamla Nasa-salnum við Austurvöll og svo spilaður póker í boði fyrirtækisins. Langflestir skemmtu sér vel samkvæmt heimildum fréttastofu en þó voru tveir sem létu hnefana tala á tímapunkti. Þeir eru þó ekki meðal stjarnanna sem koma fyrir í þessari frétt. Meðal keppenda voru athafnamenn, tónlistarmenn, íþróttamenn og fulltrúar fleiri framastétta á Íslandi. Ingólfur Þórarinsson, Ingó veðurguð, var á svæðinu ásamt Gumma Emil einkaþjálfara. Körfuboltamennirnir Jón Arnór Stefánsson og Martin Hermannsson mættu ásamt þjálfaranum Finni Frey Stefánssyni. Patrik Snær Atlason, betur þekktur sem PrettyBoiTjokkó, mætti á hestbaki og Hákon Rafn Valdimarsson landsliðsmarkvörður var sömuleiðis í stuði. Telja mætti upp marga fleiri en myndir segja meira en þúsund orð. Þær má finna að neðan. Athafnamaðurinn Simmi Vill gerir sig líklegan.Coolbet Ingó veðurguð og Ríkharð Óskar Guðnason á teignum.Coolbet Bjarki Valur Viðarsson, annar götustráka, og Viktor Orri Pétursson.Coolbet Logi Bergmann og Jón Júlíus Karlsson létu sig ekki vanta.Coolbet Herbert Guðmundsson tók lagið.Coolbet Kristmundur Axel var í góðu skapi.Coolbet Hákon Rafn Valdimarsson landsliðsmarkvörður og leikmaður Brentford í ensku úrvalsdeildinni var á svæðinu.Coolbet Patrik Snær Atlason var með alvöru innkomu á völlinn.Coolbet Sigga Klingenberg las í lófa á milli sveiflna.Coolbet Ingó veðurguð í Nasa-salnum.Coolbet Gummi Emil orkumikill að vana.Coolbet Öllu var til tjaldað þegar kom að veitingum.Coolbet Hörður Magnússon les upp stigin og Kjartan Henry Finnbogason er honum til halds og trausts.Coolbet
Fjárhættuspil Golf Golfvellir Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira