Keppinautur Antons í stóru lyfjahneyksli sem komið er á borð FBI Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 22:01 Haiyang Qin varð heimsmethafi í 200 metra bringusundi, aðalgrein Antons Sveins McKee, eftir að hafa sloppið við bann þrátt fyrir fall á lyfjaprófi. Getty/Maja Hitij Bandarísk lögregluyfirvöld eru með til rannsóknar mál 23 kínverskra sundmanna, þar á meðal ólympíumeistara og heimsmethafa, sem féllu á lyfjaprófi en fengu samt að halda áfram að keppa eins og ekkert hefði í skorist. AP fréttastofan greindi frá því í dag að málið væri til rannsóknar og fékk það staðfest hjá alþjóða sundsambandinu að Brent Nowicki, framkvæmdastjóri sambandsins, hefði verið kallaður til sem vitni af FBI, bandarísku alríkislögreglunni. AP segir að mögulega verði um að ræða stærsta mál af þessari tegund frá því að lög voru samþykkt í Bandaríkjunum árið 2020, sem heimila rannsókn á lyfjamisferli jafnvel þó það eigi sér stað utan Bandaríkjanna. Sundmennirnir féllu allir á lyfjaprófi í janúar 2021 eftir að í þeim fannst hjartalyfið trimetazidine. Í hópnum voru meðal annarra sundkonan Zhang Yufei sem varð svo ólympíumeistari í 200 metra flugsundi og 4x200 metra boðsundi um sumarið, og Wang Shun sem varð ólympíumeistari í 200 metra fjórsundi. Á meðal annarra sem féllu á lyfjaprófinu er Qin Haiyang, heimsmethafi í 200 metra bringusundi og annar tveggja Kínverja sem koma til með að keppa við Anton Svein McKee í greininni í París í lok þessa mánaðar. Sögðu efnið úr eldhúsi hótelsins Þær skýringar kínverskra yfirvalda, að efnið hefði fundist í eldhúsi hótelsins sem sundlandsliðið dvaldi á og þannig mengað mat sundfólksins, voru teknar gildar af WADA, alþjóða lyfjaeftirlitinu. 🚨 🏊♀️ 💉 The US Department of Justice has opened a criminal investigation into decision to clear 23 Chinese athletes over positive tests for banned substance before Tokyo Olympics. FBI subpoenaed head of world swimming. W/ @nytmike https://t.co/3TXI2FnJp7— tariq panja (@tariqpanja) July 4, 2024 Í kjölfar þess að greint var í fyrsta sinn frá málinu í fjölmiðlum, í apríl 2021, kváðust forráðamenn WADA einfaldlega ekkert hafa getað gert til að sannreyna skýringar Kínverja, þar sem að ekki hefði verið hægt að ferðast til Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Fréttir af rannsókninni í Bandaríkjunum koma nú þegar aðeins þrjár vikur eru í að Ólympíuleikarnir í París hefjist. Þar verða að óbreyttu alls ellefu kínverskir sundmenn sem féllu á lyfjaprófi fyrir þremur árum. Sund Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
AP fréttastofan greindi frá því í dag að málið væri til rannsóknar og fékk það staðfest hjá alþjóða sundsambandinu að Brent Nowicki, framkvæmdastjóri sambandsins, hefði verið kallaður til sem vitni af FBI, bandarísku alríkislögreglunni. AP segir að mögulega verði um að ræða stærsta mál af þessari tegund frá því að lög voru samþykkt í Bandaríkjunum árið 2020, sem heimila rannsókn á lyfjamisferli jafnvel þó það eigi sér stað utan Bandaríkjanna. Sundmennirnir féllu allir á lyfjaprófi í janúar 2021 eftir að í þeim fannst hjartalyfið trimetazidine. Í hópnum voru meðal annarra sundkonan Zhang Yufei sem varð svo ólympíumeistari í 200 metra flugsundi og 4x200 metra boðsundi um sumarið, og Wang Shun sem varð ólympíumeistari í 200 metra fjórsundi. Á meðal annarra sem féllu á lyfjaprófinu er Qin Haiyang, heimsmethafi í 200 metra bringusundi og annar tveggja Kínverja sem koma til með að keppa við Anton Svein McKee í greininni í París í lok þessa mánaðar. Sögðu efnið úr eldhúsi hótelsins Þær skýringar kínverskra yfirvalda, að efnið hefði fundist í eldhúsi hótelsins sem sundlandsliðið dvaldi á og þannig mengað mat sundfólksins, voru teknar gildar af WADA, alþjóða lyfjaeftirlitinu. 🚨 🏊♀️ 💉 The US Department of Justice has opened a criminal investigation into decision to clear 23 Chinese athletes over positive tests for banned substance before Tokyo Olympics. FBI subpoenaed head of world swimming. W/ @nytmike https://t.co/3TXI2FnJp7— tariq panja (@tariqpanja) July 4, 2024 Í kjölfar þess að greint var í fyrsta sinn frá málinu í fjölmiðlum, í apríl 2021, kváðust forráðamenn WADA einfaldlega ekkert hafa getað gert til að sannreyna skýringar Kínverja, þar sem að ekki hefði verið hægt að ferðast til Kína vegna kórónuveirufaraldursins. Fréttir af rannsókninni í Bandaríkjunum koma nú þegar aðeins þrjár vikur eru í að Ólympíuleikarnir í París hefjist. Þar verða að óbreyttu alls ellefu kínverskir sundmenn sem féllu á lyfjaprófi fyrir þremur árum.
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira